Morgunblaðið - 11.12.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.12.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 ✝ BjarnheiðurStefanía Þórar- insdóttir fæddist á Grund í Stöðvar- firði 11. október 1923. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Upp- sölum á Fáskrúðs- firði 15. nóvember 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Dag- björt Sveinsdóttir, f. 7. október 1896, d. 13. mars 1990, og Þór- arinn Bjarnason, f. 23. desember 1894, d. 12. júní 1995. Systkini hennar: Kristín, f. 13. janúar 1925, og Stefanía (Stella), f. 16. september 1927, fósturbróðir Þorsteinn Þor- steinsson, f. 15. febrúar 1923, d. 2. september 1934. Eiginmaður Bjarnheiðar Stefaníu var Oddur Sigurðsson, f. í Hvammi í Fáskrúðsfirði 23. maí 1922, d. 25. jan- úar 1991. Þau giftu sig 29. desember 1944 og bjuggu all- an sinn búskap í Hvammi í Fá- skrúðsfirði. Þau eignuðust níu börn. Elstar voru tví- burasystur sem lét- ust í fæðingu 1944, Þráinn, f. 1946, Sig- þóra, f. 1948, gift Páli Óskarssyni, Erlingur Bjart- ur, f. 1951, Sigurður, f. 1954, kvæntur Vilborgu Halldóru Óskarsdóttur, Erla, f. 1955, Oddur Stefnir, f. 1962, kvæntur Sigríði Berglindi Sigurðar- dóttur, Dagbjört Þuríður, f. 1963, gift Anders Kjartanssyni. Barnabörnin eru 21, langömmu- börnin 34 og langalang- ömmubörnin 7. Útför Bjarnheiðar Stefaníu fór fram 28. nóvember 2018. Elsku mamma mín. Það er margt sem kemur upp í hugann er ég hugsa til þín og allt sem við höfum upplifað saman en fyrst og fremst er það þakklæti. Þakklæti fyrir allar samverustundirnar, handleiðsluna, umburðarlyndið og þolinmæðina sem virtist óþrjótandi. Ég gæti skrifað heila bók um þig en ljóðið hans Lýðs Ægissonar segir allt sem segja þarf og er einna líkast því að það hafi verið samið fyrir mig um þig. Oft ég leiði hugann heim til þín og horfi oní æskusporin mín. Ég minnist þess hve mild þú varst og góð. Mamma, ég þér helga þetta ljóð. Um hugann líða æskuárin mín, svo ótalmargt þá beygði litla sál. En ætíð man ég mildu orðin þín og þá miklu ást, sem sérhvert slökkti bál. Bernskumyndir birtist ljúf og kær, birta skín um hugarheiminn minn. Ég man það eins og hafi gerst í gær hve gott var þá að leita í faðminn þinn. Ef allir hefðu einhvern vin sem þig, einhvern sem að stæði slíkan vörð og hefði öðlast heppni á við mig, þá himneskt væri lífið hér á jörð. Ég gefa vil þér indælt ævikvöld, þar sem einlægni og gleði hafa völd, því ætla ég, ó elsku mamma mín, í ellinni að fá að gæta þín. (LÆ) Það var ómetanlegt að fá að eiga með þér síðustu fimm ár ævi þinnar, elsku mamma. Fá að ann- ast þig og vera með þér nánast á hverjum degi, geta boðið þér góð- an dag og kysst þig góða nótt. Skreppa í bíltúr, fara út að ganga eða sitja úti í góðu veðri. Sitja saman með prjónana, fá okkur kaffisopa og konfekt, spjalla og bara að vera saman. Síðustu dag- arnir voru erfiðir en þú varst um- vafin okkur afkomendum þínum sem viku ekki frá þér. Þessi tími var mér dýrmætur og gaf mér svo mikið en að sama skapi verð- ur erfitt að koma aftur til vinnu að Uppsölum. Vertu Guði falin, elsku mamma mín, og takk fyrir allt. Dagbjört Þuríður. Ömmur eru misjafnar, það veit ég vel, en amma mín, hún kjóla- amma, var einstök og það var bara þannig. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur öll og við erum nú ekki fá, hún gladdist með okk- ur, hlustaði á okkur, huggaði okk- ur og já hún var amma sem sat með mig heilu næturnar og hugg- aði mig og þerraði tárin mín þeg- ar ég átti að vera í pössun yfir nótt og ég með mitt svefnvanda- mál, hún var semsagt ótrúlega þolinmóð kona. Við amma höfum átt margar stundir saman um ævina enda var hún ekki bara amma mín heldur líka nágranni minn fram yfir aldarmótin svo það liðu nú ekki margir dagar í Hvamminum sem við hittumst ekki. Það var alltaf gaman að hitta ömmu hvað sem við brölluðum, hvort sem við vorum að þrífa, fórum út í göngu, versluðum saman, fórum í heim- sóknir saman eða fengum okkur kaffisopa með tilheyrandi hlað- borði eins og það var vanalega hjá ömmu. Það var aldrei neitt vesen eða vandamál hjá henni ömmu minni, hún sigldi í gegnum lífið með sínu jafnaðargeði. Þegar maður spurði: „Hvað segir þú amma mín?“ var svarið alltaf það sama, alveg fram að hennar síðustu dögum svaraði hún með sitt fallega bros á vör: „Ég segi bara allt gott“ og það gerði hún svo sannarlega, hún sagði alltaf allt gott og var alltaf kát. Síðustu dagarnir hennar ömmu voru erfiðir, mikið fannst mér erfitt að horfa upp á hana svona lasna en nú hefur hún feng- ið hvíldina, komin til Ossa afa, Snæþórs frænda míns og litlu dætra sinna. Mikið sakna ég þín, elsku amma mín, en veit að þér líður vel núna og það gleður mitt hjarta. Elsku Bjartur, sem alltaf var ömmu svo góður og gerði henni kleift að búa í Hvammi svona lengi, takk fyrir og innilegar samúðarkveðjur til þín, pabba og allra hinna systkinanna frá Hvammi og afkomenda þeirra. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín Eva María. Bjarnheiður Stef- anía Þórarinsdóttir Ósjaldan les mað- ur viðtöl við fólk sem hefur farið í gegnum veikindi eða aðra erfiðleika í lífinu. Þar tala margir um mikilvægi þess að lifa í núinu og njóta hvers dags eins og hann væri sá síðasti. Þessi orð sitja nú föst í huga mér, þegar ég hugsa um síðustu daga. Ekki hefði ég getað ímyndað mér að faðmlagið sem ég fékk frá Maddý og einlæg hughreysting hennar til mín vegna fráfalls Siggu minnar yrði það síðasta. Ég hitti hana í bíla- kjallaranum í Mörkinni, hún var uppáklædd, í háum hælum og hafði sett á sig varalit. Hún var á leiðinni í kaffi til vinkonu sinnar. Ég dáðist að því hversu glæsileg hún var og hversu uppörvandi nærveru hún skildi eftir sig þegar hún kvaddi mig, með sinni ein- stöku glaðværð og þennan smit- andi hása hlátur. Hún Maddý var ekkert að stoppa við í sorginni eða depurðinni, heldur varði hún tím- anum í það að rifja snögglega upp skemmtilega tíma þegar þær Sigga höfðu hist í gegnum tíðina og nefndi hún sem dæmi þegar þær sátu saman og báru saman bréfin frá skiptinemaárinu okkar Drífu þar sem þær hlógu og grétu. Hvernig hún sagði frá þessu fékk mig til að hlæja og þannig skildi ég við hana og þannig mun ég alltaf muna hana. Þetta stutta spjall og faðmlag er sem greypt í huga mér en daginn eftir hringir Drífa í mig og tilkynnir mér að Maddý sé dá- in. Elsku Maddý mín, þú varst svo stór og svo notalegur partur af til- veru minni. Flestar minningarnar Margrét Sveinbjörnsdóttir ✝ Margrét Svein-björnsdóttir fæddist 29. maí 1931. Hún lést 23. nóvember 2018. Margrét var jarð- sungin 7. desember 2018. tengi ég við Búðar- gerðið og þar sem við Drífa vorum órjúfandi heild þá varstu stór þátttak- andi í okkar lífi, gleði, vonum og væntingum. Ég man eftir svo mörgum skemmtilegum sam- verustundum í eld- húsinu og þá sér- staklega á menntaskólaárunum þegar við stöllur vorum á leiðinni út á lífið. Þá áttir þú það til að hella upp á sterkt kaffi, lagðir spil og spáðir gjarnan fyrir kvöldinu sem var framundan. Við horfðum einbeitt- ar á spilin leggjast hvert ofan á annað og náði spennan hámarki þegar þú settir hönd undir kinn, horfðir í augun á manni, blikkaðir og brostir glettnislega, en þá höfðu spilin talað. Kvöldið fram- undan yrði sko eftirminnilegt. Þú varst svo skemmtileg og það var bara alltaf svo gaman að vera í kringum þig og mikil orka sem þú gafst af þér. Þú veittir okkur vin- konum mörg og góð ráð um lífið. Mesta áherslu lagðir þú á það að þykjast aldrei vera neitt annað en maður sjálfur og mikilvægi þess að standa með sjálfum sér. Við ættum alls ekki að festa ráð okkur of snemma og alls ekki giftast fýlupúka. Við ættum að njóta lífs- ins, hlæja mikið og reyna að hafa alltaf gaman. Elsku Maddý mín, af virðingu við þig mun ég ekki dvelja í sorg- inni heldur halda í góðar og skemmtilegar minningar og vera þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þess að vera partur af þínu lífsskeiði. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til elsku Drífu minnar og fjölskyldu. Skarðið er stórt og sál- in er tóm en minnist hennar með bros á vör og gleði í hjarta, rétt eins og hún hefði viljað hafa það. Erna. Við fæðingu var bróðir minn gefinn foreldrum okkar og fengu þau barnið sem þau svo mjög þráðu. Mamma sagði að hann hefði orðið svo feitur sem ungbarn að nefið hefði ekki sést frá hlið. Hann var uppátækjasamur og fullur af orku, tók allt í sundur, reglur voru ekki alveg fyrir hann. Alla túlípanana og allan rabar- barann reif hann upp frá næstu nágrönnum og færði mömmu, af- ar hróðugur. Mamma og pabbi reyndu hvað þau gátu en í dag væri hann sennilega búinn að fá greiningu, en þau úrræði sem til eru í dag voru ekki þá. Hann var mjög vel gefinn og var fljótur að læra, það þýddi ekkert fyrir mömmu að reyna að syngja hann í svefn því pínulítill kunni hann allar vísur og söng hástöfum með. Jón Þór var mér góður stóri bróðir, dró mig á snjóþotu, keyrði mig í hjólbörum og las fyrir mig, þá aðallega dönsk Andrésar And- arblöð sem hann þýddi jafnóðum. Þegar ég var lítil gat ég með engu móti sagt Jón Þór svo ég kallaði hann Bóa og þannig var það alla tíð, ég og svo börnin mín kölluð- um hann alltaf Bóa. Hann var mjög stríðinn og margoft gat hann sagt mér að á morgun væru Jón Þór Grímsson Jón Þór Grímsson fæddist 10. janúar 1965. Hann lést 23. september 2018. Jón Þór fæddist í Reykjavík, blóð- móðir hans var Fanney Halldórs- dóttir sem lést 2016. Foreldrar Jóns Þórs eru hjónin Rósa Jónsdóttir, fædd 13. októ- ber 1942, dáin 9. nóvember 2015, og Grímur Marinó Stein- dórsson, fæddur 25. maí 1933. Útför Jóns Þórs fór fram frá Kópavogskirkju 5. október 2018 í kyrrþey. Meira: mbl.is/minningar jól, alltaf trúði ég honum. Hann fékk það svo sem borgað til baka, til dæmis einn daginn þegar hann steinsofnaði og ég dundaði mér við að mála lappirn- ar á honum svartar með skósvertu upp að hnjám svo hann héldi nú að hann væri svertingi þegar hann vaknaði. Hann náði öllum samræmdu prófunum þrátt fyrir erfið unglingsár og seinna þegar hann fór í Stýrimannaskólann fékk hann skipstjórnarréttindi á skip að 24 metrum og stýri- mannaréttindi á skip að 45 metr- um. Einnig lauk hann prófi til þess að gera við tölvur og var lunkinn við það. Hann var mjög spenntur þegar ég átti börnin mín, meðal annars smyglaði hann sér inn á fæðingardeild til að sjá þau og fylgdist með uppvexti þeirra. Öll jól gaf hann þeim jóla- gjafir og var góður frændi. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann fór að fara á sjóinn á trillu með pabba. Hann var mjög duglegur að vinna og vann um allt land, mest til sjós, enda góður sjómaður og sérstaklega var hann snöggur að beita. Mamma og hann voru miklir vinir og þeg- ar allt var í lagi fóru þau oft í sund og í góðu veðri höfðu þau með sér nesti og voru í marga klukkutíma. Hann var góður kokkur og engin kjötsúpa var eins góð og sú sem Bói gerði. Ungur kynntist hann vímuefn- um og reyndi margar meðferðir en alltaf náði fíknin að fella hann aftur. Óhjákvæmilega setti margra áratuga óregla sitt mark á Bóa en eftir að mamma veiktist og dó fyrir þremur árum var eins og hluti af honum færi með henni og hann varð aðeins skugginn af sjálfum sér. Stirt var á milli okk- ar síðustu árin en ég ætla að minnast hans eins og hann var þegar við vorum yngri. Gríma Sóley Grímsdóttir. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR MARÍU JÓHANNSDÓTTUR frá Þórshöfn. Jóhann A. Jónsson Rósa Daníelsdóttir Rafn Jónsson Kristín Alda Kjartansdóttir Hreggviður Jónsson Hlín Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát móður okkar og systur, JÓNÍNU KRISTÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlévangs. Hilmar Bragi Jónsson Magnús Brimar Jóhannsson Sigurlína Magnúsdóttir Hanna Rannveig Sigfúsdóttir Ágúst Pétursson Drífa Jóna Sigfúsdóttir Óskar Karlsson Sjöfn Eydís Sigfúsdóttir Jóhann Ólafur Hauksson Snorri Már Sigfússon Rebekka Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, PÁLMI FINNBOGASON, Espigrund 6, Akranesi, lést þriðjudaginn 27. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 12. desember klukkan 13. Fjóla Lind Gunnlaugsdóttir Gunnlaugur Pálmason Rut Karol Hinriksdóttir Víðir Pálmason Helga Jónsdóttir Þuríður Ósk Pálmadóttir Tryggvi Guðbrandsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Vestmannaeyjum, lést laugardaginn 8. desember á heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Kristinn Karlsson Harpa Kristinsdóttir Erlendur Þórisson Sigurður Kristinsson Ting Zhou Arna Dís kristinsdóttir Tómas Bjarki Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT JÓHANNSDÓTTIR frá Brautarhóli, Svalbarðsströnd, lést á dvalarheimilinu Hlíð fimmtudaginn 22. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarhlíðar fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót. Jóhann, Sigríður, Sigurlína, Hrefna og Reimar, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, FJÓLA EGGERTSDÓTTIR, Ásbraut 2, Hvammstanga, sem lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvammstanga, laugardaginn 1. desember, verður jarðsett frá Hvammstangakirkju föstudaginn 14. desember klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Krabbameinsfélag Hvammstangalæknishéraðs njóta þess. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigga, Bára, Hanna og Dísa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.