Morgunblaðið - 11.12.2018, Side 8

Morgunblaðið - 11.12.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 Laugarnar í Reykjavík Heilsubót um jólin SUNDKORT ER GÓÐ JÓLAGJÖF Sími: 411 5000 • www.itr.is Upplýsingar um afgreiðslutíma sundstaða um jól og áramót er að finna á www.itr.is Það vakti nokkurn óhug þegarbrimvörðum tólum á hjólum, sem merkt voru Evrópusamband- inu, var beitt gegn mótmælendum í París um helgina. Gunnar Rögn- valdsson skrifar þess vegna:    Myndir sýna aðbrynvarin ökutæki merkt Evr- ópusambandinu voru notuð gegn mótmælendum í Frakklandi um helgina.    Myndirnar af þeim munukannski framkallast í skær- um gulum litum meðal almennings í vikunni.    Hver í þeim var, veit að sjálf-stöðu enginn, með vissu.    En Frakkar hafa næstum örugg-lega gengið út frá því að þar færu Frakkar.    En jafnvel það er varla öruggtlengur.    Er það?    Kannski var það Parísarsam-komulag glóbal elíta sem ók þar brynvarið gegn fólkinu.    Aðstoðarmaður forsetans byrjaðihins vegar bara með hjálm til að hylja sig þegar hann barði á mótmælendum, þannig að um stór- stíga framför gegn fólkinu má kannski segja að hér sé um að ræða – á örskömmum tíma.    Jafnvel heilt afrek?“ Gunnar Rögnvaldsson Vísir að ESB-her? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Verktakar vinna nú að því að útbúa nýtt torg á mótum Tryggvagötu og Geirsgötu, fyrir framan hið nýja 106 herbergja Exeter-hótel. Fram kemur í gögnum frá Reykjavíkurborg að skrifstofa samgöngustjóra hafi lagt til að torgið fengi heiti Naustatorg. Nafnanefnd Reykjavíkur þótti þetta heiti ekki eiga við, þar sem Naustin eru nokkru sunnar og austar, milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu. Leggur nafna- nefndin til að umrætt torg fái heit- ið Boðatorg. Borgarráð mun eiga síðasta orðið um nafnið á torginu. Nafn hótelsins vísar til Exeter- hússins sem stóð á reitnum en var rifið. Nýtt hús var reist á reitnum í upphaflegri mynd. Á jarðhæð bygg- inganna eru veitingastaður og bak- arí. Fyrir framan hótelið er torg, sem gert verður aðgengilegt fyrir borgarbúa og gesti borgarinnar. Byggingafyrirtækið Mannverk hefur unnið að uppbyggingu á lóð- inni Tryggvagötu 10-14. Mannverk gengur frá torginu samkvæmt sam- komulagi við Reykjavíkurborg. sisi@mbl.is Morgunblaðið/sisi Leggja til að nýtt torg heiti Boðatorg Sums staðar á netinu og í einhverj- um prentuðum dagbókum er að finna rangar upplýsingar um það hvenær bóndadagur er á næsta ári. Bóndadagur verður samkvæmt traustustu heimildinni, Almanaki Háskólans, 25. janúar 2018. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu á laugardaginn segja Þorsteinn Sæ- mundsson og Gunnlaugur Björns- son, umsjónarmenn almanaksins, að þeir hafi að undanförnu margsinnis verið spurðir um það, bæði símleiðis og með tölvupósti, hvenær bónda- dagurinn verði á næsta ári. Þeir sem spyrja segist hafa rekist á mis- munandi dagsetningar, bæði á vefn- um og í prentuðum dagbókum og al- manökum. Ýmist sé sagt að bónda- dagur verði 18. janúar eða 25. janúar. Í einu tilviki standi heitið við báðar dagsetningarnar. Greinarhöfundar segja að Alman- ak Háskólans hafi lagt metnað sinn í að almanakið væri rétt og gæti verið traust heimild fyrir aðra útgef- endur. Prentuð útgáfa almanaks 2019 sé fyrir löngu komin í bókabúð- ir. Í almanakinu er dagsetning bóndadags sýnd fjögur ár fram í tímann og hefur svo verið í fjölda ára. Fram kemur að bóndadagur getur aðeins fallið á dagana 19.-26. janúar. Bóndadagur er fyrsti dagur þorra og hefur verið tyllidagur frá fornu. Bóndadagurinn verður 25. janúar  Rangar upplýsingar um dagsetninguna á netinu og í prentuðum dagbókum Morgunblaðið/Styrmir Kári Blóm Þau eru gefin á bóndadaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.