Morgunblaðið - 11.12.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 11.12.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 TWIN LIGHT RÚLLUGARDÍNA Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is Fullkomin birtustjórnun – frá myrkvun til útsýnis Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Jólin koma líka í stóra hvítahúsið sem stendur við Penn-sylvaniubreiðgötu númer1600 í Washington í Banda- ríkjunum og það er jafnan talið tilefni fjölmiðlaumfjöllunar þegar hulunni er lyft af því hvernig Hvíta húsið er skreytt fyrir jólin. Framan af þóttu jólaskreytingar þar vera einkamál forsetafjölskyld- unnar, en það breyttist árið 1929 þeg- ar Lou Henry Hoover, eiginkona Herberts Hoovers sem var forseti Bandaríkjanna 1929-1933, skreytti það sem var kallað forsetatré og kom því fyrir í bláa herberginu svokallaða. Síðan þá hefur tréð ávallt verið í sama herberginu, skreyting þess hef- ur verið á hendi forsetafrúar Banda- ríkjanna og sú þeirra, sem kom þeirri hefð á að gera jólaskreytingar for- setabústaðarins að opinberum fjöl- miðlaviðburði, var Jacqueline Kenn- edy, eiginkona Johns F. Kennedys. Hjónin héldu sín fyrstu jól í Hvíta húsinu árið 1961 og þá skreytti frú Kennedy jólatréð í stíl við ballettinn um Hnotubrjótinn. Umdeilt tré Hillary Síðan þá hefur verið talsvert fjölmiðlaumstang þegar skreyting- arnar hafa verið opinberaðar og jafn- an eru skiptar skoðanir um fegurð og smekkvísi þeirra. T.d. sýndist sitt hverjum þegar næstu íbúar hússins, þau Lyndon og „Lady Bird“ John- son, skreyttu jólatré Hvíta hússins með poppkorni sem þrætt hafði verið upp á band. Síðan kom að Nixon-hjónunum, Richard og Patriciu. Hún fékk starfs- fólk á vinnustofum fatlaðs fólks til að útbúa skraut á tréð og vakti þar með athygli á málefnum þessa hóps. Næsta forsetafrú, Betty Ford, skreytti jólatré Hvíta hússins með handgerðu skrauti úr öllum ríkjum Bandaríkjanna og Rosalynn, eigin- kona Jimmys Carters, skreytti tréð með skrauti sem unnið var af þroska- hömluðu fólki. Ronald og Nancy Reagan tóku síðan við og í forsetatíð Reagans 1980-1988 fékk forsetafrúin m.a. ung- menni, sem voru í fíkniefnameðferð, til að aðstoða við skreytingarnar. Í forsetatíð George H. Bush skreytti eiginkona hans Barbara jólatréð með bókum til að vekja athygli á mikil- vægi lestrar og árið 1995, þegar Hillary Clinton var forsetafrú, olli það nokkrum usla þegar á jólatré Hvíta hússins hékk jólasokkur sem merktur var repúblikananum Newt Gingrich sem þá var fulltrúi fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings og svarinn andstæðingur forsetans. Sokkurinn var fylltur af kolum, en hefð er fyrir því í Bandaríkjunum að allra óþekk- ustu börnin fái slíkt frá jólasvein- inum. Laura Bush, eiginkona George W. Bush, skreytti tréð m.a. með hljóðfærum og Obamahjónin, þau Barack og Michelle, fengu fulltrúa sjálfboðaliðasamtaka til að skreyta jólatré Hvíta hússins eitt árið á með- an þau voru búsett þar. Ættjarðarást er þemað í ár Í meira en 50 ár hefur verið haldin samkeppni meðal ræktenda jólatrjáa í Bandaríkjunum um hvaða tré hreppir það hnoss að verða jólatré Hvíta hússins og í ár varð tré frá Norður-Karólínu sigursælast. Núverandi forsetafrú, Melania Trump, bauð fjölmiðlum ekki í húsið til að sjá skreytingarnar, heldur sýndi hún þær á twittersíðu sinni og braut þar með áratugalanga hefð. Skreytingarnar hafa verið upp- spretta glens og gríns á samfélags- miðlum, m.a. vegna þess að dumb- rauð jólatré, sem prýða einn af göngum hússins, þykja minna á þernubúningana í sjónvarpsþátt- unum Sögu þernunnar, aðrir hafa líkt þeim við notaða tíðatappa. Melania hefur látið sér fátt finnast um slíka gagnrýni, hún segir að þema skreyt- inganna sé bandarísk ættjarðarást og að eðlilegt sé að smekkur fólks sé misjafn. Kennedy-hjónin Jacqueline Kennedy kom þeirri hefð á 1961 að jólaskreytingar Hvíta hússins væru fjölmiðlaviðburður. Nixon Patricia Nixon, eiginkona Richards Nixons, skreytti tré Hvíta hússins með dóttur sinni Julie Eisenhower árið 1971. Nancy og Ronald Reagan-hjónin önnum kafin við að skreyta myndarlegt forsetajólatré í bláa herberginu í Hvíta húsinu. Forsetajólatré í stofu stendur Í áratugi hefur það verið verkefni forsetafrúar Bandaríkjanna að skreyta forsetajólatréð í Hvíta húsinu. Jafnan eru skiptar skoðanir á því hvernig til tekst. Melania Trump Rauð jólatré, sem prýða ganga Hvíta hússins, hafa verið uppspretta skops á samfélagsmiðlum. Obama-hjónin Þau fengu m.a. sjálf- boðaliða til að skreyta jólatréð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.