Morgunblaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 20
» Okkar kyn- slóð vann 48 tíma á viku hverri í dag- vinnu, tvo tíma í eftirvinnu og svo ómælda næturvinnu. Hvernig er það, eru talsmenn eldri borg- ara búnir að gefast upp á því að halda kröfum okkar sem er- um komin á eftirlauna- aldur vakandi í um- ræðunni? Eða eru þeir kannski á eftirlaunum frá ríkinu og hafa það gott og finnst óþarfi að vera að ónáða stjórn- arherrana með einhverju væli um að við komumst varla af á þeim eftir- launum sem okkur eru skömmtuð? Fulltrúar öryrkja eru vakandi yfir þeirra kjörum og halda málefnum þeirra vel á lofti. Það er kannski óþarfi að vekja at- hygli á því að við erum kynslóðin sem þrælaði fyrir þeim lífskjörum sem þjóðin hefur í dag. Við unnum 48 tíma á viku hverri í dagvinnu, tvo tíma í eft- irvinnu og svo ómælda næturvinnu. Í dag er verið að fara fram á að stytta vinnuvikuna í 35 tíma. Eru rokkarnir þagnaðir? Eftir Svein Þorsteinsson Sveinn Þorsteinsson Höfundur er húsasmiður. svennith@simnet.is 20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 emmessis.is Í Mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem sam- þykkt var af allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir 70 ár- um, hinn 10. desember 1948, kemur meðal annars fram: „Sérhver manneskja er borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna kveð- ur á um mannréttindi sem allir eiga jafnt tilkall til án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.“ Í sáttmála ríkisstjórnarinnar má sjá samhljóm við yfirlýsinguna þar sem m.a. segir að allir landsmenn eigi að fá notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu. Einnig á íslenska heilbrigðiskerfið að standast saman- burð við það sem best gerist í heim- inum. Í sáttmálanum kemur einnig fram að ríkisstjórnin ætli að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga í heil- brigðiskerfinu, meta árangur núver- andi kerfis og skoða þá þætti sem eru ekki hluti af því, til dæmis sálfræði- þjónustu. Þetta eru góð markmið og afar jákvætt að geðheilbrigði eigi sitt pláss í sáttmálanum. Hérlendis er staðan þó sú að bú- seta og efnahagur hafa einmitt áhrif á hvaða heilbrigðisþjónustu hægt er að sækja. Þegar kemur að geðheil- brigðisþjónustu er staðan alvarleg. Aðgengi almennings að þjónustu sál- fræðinga víða í kerfinu er takmark- að, m.a. vegna langra biðlista og þjónusta sálfræðinga er ekki nið- urgreidd af Sjúkratryggingum líkt og flest önnur heilbrigðisþjónusta. Þar af leiðandi er verið að mismuna fólki á grundvelli búsetu og efnahags sem brýtur í bága við bæði mann- réttindayfirlýsingu og sáttmála ríkisstjórnarinnar. Þessi mismunun beinir fólki frá sálfræðimeðferð sem ætti sam- kvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis að vera fyrsta úrræði við m.a. kvíða og depurð. Þetta beinir fólki frá þeirri meðferð sem rann- sóknir hafa marg- ítrekað sýnt fram á að nýtist best, ekki ein- ungis fyrir einstakling- inn heldur fyrir þjóðfé- lagið í heild sinni. Sálfræðiþjónusta skilar sér nefnilega margfalt til baka, ekki bara í bættum lífs- gæðum einstaklinga heldur fækkar þeim sem flosna upp úr námi eða vinnu, veikindadögum fækkar og einstaklingum á örorkubótum fækk- ar, svo fátt eitt sé nefnt. Vissulega hefur geðheilbrigðis- þjónusta verið efld síðustu ár, m.a. með fjölgun sálfræðinga á heilsu- gæslustöðvum og sálfræðiþjónustu í nokkrum framhaldsskólum, og er það vel. Ákveðin vitundarvakning hefur orðið hjá almenningi og ráða- mönnum um mikilvægi góðrar geð- heilsu, forvarna og góðrar geðheil- brigðisþjónustu. En betur má ef duga skal. Almenningur á að geta sótt sér þá heilbrigðisþjónustu sem vitað er að virkar best. Sálfræði- þjónusta á að vera raunverulegt val fyrir fólk í vanda, ekki bara fyrir þá sem hafa efni á að greiða allt úr eigin vasa. Það er ekki eftir neinu að bíða með að koma þessu í eðlilegan far- veg. Sálfræðimeðferð fyrir þá sem á þurfa að halda á að teljast til mann- réttinda, ekki forréttinda. Mannréttindi eða forréttindi? Eftir Hrund Þrándardóttur Hrund Þrándardóttir » Sálfræðiþjónusta á að vera raunveru- legt val fyrir fólk í vanda, ekki bara fyrir þá sem hafa efni á að greiða allt úr eigin vasa. Höfundur er formaður Sálfræðinga- félags Íslands. Mannréttinda- yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var sam- þykkt á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna hinn 10. desember 1948 og fagnaði hún því 70 ára afmæli sínu í gær. Yfirlýsingin var andsvar við þeim hryllingi sem hafði átt sér stað í seinni heimsstyrjöldinni, þegar 17 millj- ónir manna voru drepnar vegna uppruna síns, stjórnmálaskoðana, kynhneigðar eða vegna líkam- legrar- eða andlegrar fötlunar. Mannréttindayfirlýsingin var tímamótaskjal þar sem aldrei áður höfðu mannréttindi verið tilgreind á þann hátt að allar manneskjur ættu jafnt tilkall til þeirra án til- lits til kynþáttar, litarháttar, kyn- ferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóð- ernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Þannig er grundvallarstef hennar viðurkenn- ing á að allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og rétt- indum. Mannréttindi eru óafsalan- leg, ódeilanleg og algild og í laga- legum skilningi er þeim ætlað að veita og tryggja einstaklingum og hópum réttindi og vernd gegn hvers konar aðgerðum eða að- gerðaleysi stjórnvalda sem vega að grundvallarréttindum eða mannvirðingu fólks. Þau eiga að gera einstaklingum kleift að lifa sem manneskjur með reisn. Yfirlýsingin felur í sér borgara- leg, stjórnmálaleg, efnahagsleg og félagsleg réttindi ásamt réttinum til lífs, frelsis og einkalífs, rétt- inum til öryggis, húsnæðis og lífs- kjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu. Í mannréttinda- yfirlýsingunni er einnig kveðið á um réttinn til að sæta ekki pyndingum, rétt- inn til tjáningarfrelsis og menntunar og rétt- inn til að leita og njóta griðlands er- lendis gegn ofsóknum. Samþykkt yfirlýs- ingarinnar hefur haft ómælda þýðingu fyrir heimsbyggðina og áhrifa hennar gætir í lögum og stjórnarskrám víða um veröld. Þó að sannarlega sé ástæða til að fagna í dag megum við ekki líta fram hjá því að hvorki yfirlýsingin sjálf né lög sem á henni byggjast nægja ein og sér til að tryggja mannréttindi öllum til handa. Við getum því miður ekki treyst ríkisstjórnum til að tryggja mannréttindi og því reiða samtök eins og Amnesty Inter- national sig á einstaklinga til þess að grípa til aðgerða og þrýsta á umbætur, kalla eftir réttlæti og láta yfirvöld hlusta á kröfur okk- ar. Mannréttindayfirlýsing Samein- uðu þjóðanna er ekki bindandi al- þjóðasamningur og hefur hún ekki verið lögfest hér á landi. Yf- irlýsingin felur einfaldlega í sér markmið sem ríki stefna að á sviði mannréttinda. Og nú þegar öfgafullar stefnur viðgangast í stjórnmálum, stjórnmálamenn beita hatursorðræðu og ala á sundurlyndi, þrengt er að mál- frelsi víða um heim, konur njóta ekki sömu réttinda og karlar, fólk með fötlun er útskúfað og sætir mismunun og flóttafólk hefur aldrei verið fleira síðan í seinni heimsstyrjöldinni má ekki slá af kröfum um mannréttindavernd. Aldrei hefur verið brýnna að verja mannréttindi í ljósi auk- innar valdboðshneigðar, vaxandi átaka og spennu á ýmsum svæð- um heimsins og ríkjandi tilhneig- ingar til að grafa undan viðmiðum á sviði mannréttinda. Þó að Ísland hafi lengi státað sig af góðri stöðu mannréttinda- mála í alþjóðlegum samanburði þá lifum við í veröld þar sem sumir búa við mismunum en aðrir við forréttindi. Trúverðugleiki Íslands í mannréttindamálum byggist á því að landið sé í fararbroddi hví- vetna er kemur að því að tryggja að ákvæði mannréttinda- yfirlýsingarinnar séu virt í öllum atriðum hér á landi. Íslandsdeild Amnesty Inter- national vill nota tækifærið og hvetja íslensk stjórnvöld til að skrifa undir og fullgilda valfrjálsa bókun við alþjóðasamning um efnahagsleg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi, fullgilda samn- ing Sameinuðu þjóðanna gegn þvinguðum mannshvörfum, full- gilda valfrjálsa bókun við samning SÞ um réttindi fatlaðs fólks og undirrita og fullgilda samning SÞ um réttarstöðu farandlaunþega og fjölskyldumeðlima þeirra. Íslands- deild Amnesty International hvet- ur íslensk yfirvöld til að taka skýra afstöðu með mannrétt- indum, undirrita og fullgilda þá al- þjóðasamninga og bókanir sem hér eru upp talin og stuðla með því að aukinni vernd mannréttinda og virðingu fyrir þeim. Mannréttindayfirlýsing SÞ fagnar 70 ára afmæli Eftir Önnu Lúðvíksdóttur » Íslandsdeild Am- nesty International hvetur íslensk yfirvöld til að taka skýra afstöðu með mannréttindum, undirrita og fullgilda alþjóðasamninga og bókanir. Anna Lúðvíksdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- landsdeildar Amnesty International. Allt um sjávarútveg Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.