Morgunblaðið - 11.12.2018, Side 6

Morgunblaðið - 11.12.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Að vera kallaður inn á Alþingi nú var óvænt, en ánægjulegt. Ég tel mig eiga hingað fullt erindi til þess að tala máli eldri borgara, en það er sorglegt hvernig þeir hafa dregist aftur úr í kjörum og lítið verið gert til úrbóta þrátt fyrir fögur orð,“ seg- ir Ellert B. Schram, sem í gær tók sæti á Alþingi í leyfi Ágústs Ólafs Ágústssonar. Ellert er þriðji varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík- urkjördæmi suður. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir og Einar Kárason sáu sér ekki fært vegna anna að taka sæti á Alþingi fyrir jól, samkvæmt upplýsingum þingflokks Samfylk- ingarinnar. Jóhanna mun taka sæti Ágústs að afloknu jólaleyfi. Ellert er elsti maður sem tekið hefur sæti á þingi. Hann er fæddur 10. október 1939 og er því 79 ára og 61 dags við upphaf þingsetu sinnar nú. Fara þarf langt aftur í tímann til þess að nálgast dæmi um jafn aldna þingmenn. Sá sem næst honum kemst er Sighvatur Árnason, bóndi í Eyvindarholti undir Eyjafjöllum, sem var fæddur 29. nóvember 1823, og var við lok þingsetu 25. ágúst 1902 78 ára og 269 daga gamall. Pét- ur Pétursson biskup, fæddur 3. okt. 1808, var við lok þingferils síns árið 1886 77 ára og 327 daga. Þá var Þórður Jónasson háyfirdómari orð- inn 77 ára þegar 185 daga þing- mannsferli sleppti í ágústlok 1877. Ellert er hagvanur á Alþingi, en hann var fyrst kjörinn til setu þar fyrir 47 árum. Hann var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá 1971-1979 og frá 1983-1987. Fyrir Samfylkingu sat Ellert svo á þingi 2007-2009. „Alþingi hefur endurnýjast hratt á síðari árum en sumir sitja vissu- lega lengi. Ég var á þingi árið 1983 þegar Steingrímur J. Sigfússon tók hér fyrst sæti og þá vorum við sessu- nautar. Við náðum vel saman, urðum ágætir kunningjar og ég aðstoðaði Steingrím þegar hann var að byrja. Með sama hætti vona ég að hann sem þing- og starfsaldursforseti verði mér nú til halds og trausts.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aldursforseti Ellert B. Schram, 79 ára, tók í gær sæti á Alþingi í fjarvist þingmannsins Ágústs Ólafs Ágústssonar. Enginn verið eldri en Ellert  Tekur sæti á Alþingi 79 ára og 61 dags  Gamalreyndur á þingi  Tveir varamenn gátu ekki tekið sæti fyrir jól Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB Áætlun um uppbyggingu á hjúkrunarrýmum 2019 til 2023 Hlutfall upptekinna rúma á legudeildum LSH vegna biðar eftir hjúkrunarrými Biðlistar og fyrirhuguð hjúkrunarrými eftir umdæmum Meðalfjöldi á biðlista á höfurborgarsvæðinu Fjöldi á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými eftir mánuðum frá jan. 2017 til sept. 2018 Frá 1. okt. 2017 til 1. okt. 2018 250 200 150 100 50 0 450 400 350 300 250 200 150 100 50 0 25% 20% 15% 10% 5% 0% Fjöldi á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými í sept. 2018 Samtals fjöldi hjúkrunarrýma sem nú eru í byggingu eða á áætlun 2019-2023 janúar 2017 september 2018 1. október 2017 1. október 2018 Höfuð- borgarsv. Vestur- land Norður- land Austur- land Suður- land Suður- nes Óráð- stafað 2.700 hjúkrunarrými eru á landinu, þar af 66 geðhjúkrunarrými 486 hjúkrunarrými eru nú í byggingu eða á áætlun um byggingu, þar af 309 ný rými og 177 rými til að bæta aðbúnað 300 hjúkrunarrými til viðbótar eru á nýrri Fjármálaáætlun 2019-2023 247 149 22% 15% Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Skortur á hjúkrunarrýmum, bið- listar og löng bið eftir hjúkrunar- rýmum eða öðrum sérhæfðum úr- ræðum er veruleiki aldraðra Íslendinga sem þurfa á hjúkrun að halda. Við þetta bætist fráflæð- isvandi sjúkrahúsanna en á Land- spítala eru 16% af rúmum spít- alans teppt vegna þess að aldraðir einstaklingar með gilt færni- og heilsumat komast ekki á hjúkr- unarheimili. Á sama tíma búa 139 einstaklingar yngri en 67 ára á hjúkrunarheimilum sem ætluð eru öldruðum. Af þeim búa 77 í al- mennum hjúkrunarrýmum og 42 í sérhæfðum rýmum. Átta eru yngri en 50 ára. Heilbrigðisráðherra hefur brugðist við ástandinu og kynnt áform um tæplega 550 hjúkrunar- rými í viðbót sem taka á í notkun fram til 2023, auk þess sem 240 rými verða endurbætt í samræmi við þarfir og kröfur nútímans. Stefnt er að því að innan tveggja ára hafi hjúkrunarrýmum fjölgað um tæp 200. Það verður gert með byggingu hjúkrunarheimila í Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Ár- borg og við Sléttuveg í Reykjavík. „Við reiknum með að taka hjúkrunarheimili með 99 hjúkrunarrýmum við Sléttuveg í notkun í lok næsta árs og vitum ekki annað en að það muni ganga,“ segir Hálfdán Henrýsson, stjórn- arformaður Hrafnistuheimilanna, en framkvæmdir hafa dregist um einn mánuð. Hálfdán segir að um mitt ár 2020 sé áætlað að taka í notkun þjónustumiðstöð og 140 leiguíbúðir fyrir aldraða á sama stað. Um áramótin verður fyrsta hjúkrunarheimilið á Seltjarnarnesi afhent. Ásgerður Halldórsdóttir bæjar- stjóri segir að þar verði 40 hjúkr- unarrými. Rekstur hjúkrunar- heimilisins sé nú í útboði og hafi nokkrir aðilar sýnt rekstri þess áhuga. Gísli Halldór Halldórsson, bæj- arstjóri á Selfossi, segir að Árborg fjármagni 16% af byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Selfossi sem staðsett verði í Grænumörk. Á heimilinu verði 60 hjúkrunarrými sem sum hver komi í stað hjúkr- unarrýma sem voru á Kumbara- vogi og Blesastöðum, fjölgun hjúkrunarrýma í Árborg verður samtals 25. Tæknivætt hjúkrunarheimili „Hjúkrunarheimilið sem er á hönnunarstigi verður hringlaga og aðlagað að þörfum íbúa og starfs- fólks, m.a. verða ljósastýringar í samræmi við líkamsklukkuna,“ segir Halldór sem áætlar að hægt verði að bjóða út fyrsta áfanga byggingarinnar í síðasta lagi í apr- íl og ef allt gangi upp verði hjúkr- unarheimilið tekið í notkun í des- ember 2020. Í Hafnarfirði er áætlað að taka í notkun 60 hjúkrunaríbúðir í byrjun næsta árs ásamt endurbót- um á húsnæði Sólvangs. Við þess- ar breytingar fjölgar hjúkrunar- rýmum um 33 í Hafnarfirði. Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að í áætlun og undir- búningi sé einnig uppbygging hjúkrunarheimila í Stykkishólmi, Húsavík, Reykjanesbæ, Mos- fellsbæ og á Akureyri. Á Höfn í Hornafirði er unnið að hönnun nýs hjúkrunarheimilis sem kemur í stað núverandi heimilis. Við það mun hjúkrunarrýmum fjölga um þrjú, að sögn Matthildar Ás- mundsdóttur sveitarstjóra. Hjúkrunarrýmum fjölgað um 200  2.700 hjúkrunarrými eru á landinu  Gert er ráð fyrir 786 nýjum eða bættum hjúkrunarrýmum til ársins 2023  Uppbygging m.a. áformuð í Stykkishólmi, Húsavík, Reykjanesbæ og Mosfellsbæ Katrín Lea Elenudóttir, sem í ágúst sl. sigraði í fegurðarkeppninni Miss Universe Iceland 2018, sást í gær á stóra sviðinu í fegurðarsamkeppn- inni Ungfrú alheimur sem haldin er í Bangkok í Taílandi. Voru kepp- endur að sýna kjóla sína og þótti Katrín Lea einkar glæsileg og örugg á sviðinu. „Katrín heldur á vendi af villi- blómum sem oft eru fjólublá á lit. Í júní má sjá þessi fallegu blóm vaxa við vegaxlir í Reykjavík sem og annars staðar á Íslandi,“ sagði þul- ur kvöldsins og vísaði þar til lúpín- unnar. Var Katrín Lea jafnframt í lúpínubláum kjól þetta kvöld. Katrín Lea flutti hingað til lands frá Rússlandi og er móðir hennar sögð vera hennar helsta fyrirmynd í lífinu. Aðalkvöld keppninnar fer fram 16. desember nk. Katrín Lea glæsileg á sviðinu í Bangkok AFP Ísland Katrín Lea Elenudóttir í lúp- ínukjólnum á sviðinu í Bangkok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.