Morgunblaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 11
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Kanna ætti möguleika á að selja
Íslandsbanka til erlends banka að
hluta eða öllu leyti. Það er ein af
tillögum starfshóps sem skilað hef-
ur hvítbók um fjármálakerfið og
kynnt var í gær. Er þessi tillaga
gerð í ljósi þess að dreift eign-
arhald ólíkra áhrifafjárfesta, með-
al annars erlends banka, í bland
við þátttöku almennings sé ákjós-
anlegasta fyrirkomulagið í eignar-
haldi bankanna til framtíðar.
Sértækir skattar lækkaðir
Samhliða sölu Íslandsbanka
væri ástæða til að hefja undirbún-
ing að skráningu og sölu á hluta af
eignarhaldi ríkisins í Landsbank-
anum. Talið er mikilvægt að þeir
hlutir sem seldir verða í opnu út-
boði séu nægilega stórir til að
vekja áhuga stærri fjárfesta er-
lendis og til að tryggja að virkur
eftirmarkaður verði með hlutina.
Tilgangur þess að draga úr víð-
tæku eignarhaldi ríkisins í fjár-
málafyrirtækjum er að draga úr
áhættu, fórnarkostnaði og nei-
kvæðum samkeppnisáhrifum. Í að-
draganda sölu bankanna verði
meðal annars sett í forgang að
lækka sértæka skatta og/eða op-
inber gjöld. Það hefði að öllum lík-
indum jákvæð áhrif á verðmæti
eignarhluta ríkisins. Þá þurfi að
liggja fyrir ákvörðun um varnar-
línu um áhættusamari hluta fjár-
festingarbankastarfsemi kerfis-
legra mikilvægra banka.
Vakin er athygli á því að und-
irbúningur frumútboðs tekur lang-
an tíma. Er því mikilvægt að hefja
undirbúning sem fyrst í takt við
stefnu stjórnvalda um að draga úr
eignarhaldi á viðskiptabönkum.
Öflugt eftirlit og hagkvæmni
Gott regluverk og öflugt eftirlit,
hagkvæmni í bankarekstri og
traust eignarhald fjármálafyrir-
tækja eru þær þrjár meginstoðir
sem framtíðarsýn íslensks fjár-
málakerfis þarf að mótast af. Þetta
eru meginniðurstöður hvítbókar-
innar.
Vakin er athygli á því að dregið
hefur verulega úr áhættu í ís-
lenska bankakerfinu, bankar eru
betur í stakk búnir til að takast á
við áföll, eftirlit er sterkara og við-
bragðsáætlun hefur verið mótuð.
Til viðbótar leggur starfshópurinn
áherslu á að ákvörðun verði tekin
um að draga varnarlínu vegna
fjárfestingarbankastarfsemi við-
skiptabanka og að komið verði á
fót miðlægum skuldagrunni sem
nýtist stjórnvöldum og fjármála-
fyrirtækjum við að afla betri upp-
lýsinga um skuldsetningu heimila
og fyrirtækja. Einnig er bent á að
virk samkeppni og öflugt aðhald
viðskiptavina sé lykilforsenda þess
að hagræðing skili sér til neytenda
og lítilla fyrirtækja. Þessir þættir
séu mikilvægir til þess að traust
byggist upp að nýju á íslenska
fjármálakerfinu.
Lægri vextir og betri kjör
Bent er á að fjármálaþjónusta á
sanngjörnum kjörum sé mikilvægt
hagsmunamál heimila og fyrir-
tækja. Í könnun sem gerð var fyrir
starfshópinn nefndu svarendur
lægri vexti og betri kjör oftast,
þegar spurt var hvaða breytingar
væru helst til þess fallnar að auka
traust til bankakerfisins.
Í niðurstöðum könnunarinnar
kemur fram að áratug eftir banka-
hrunið bera einungis 16% þátttak-
enda mikið traust til fjármálakerf-
isins og 57% bera lítið traust til
þess. Starfshópurinn telur líkleg-
ast að þetta álit stafi af því að
áfallið er enn í fersku minni og
viðbúið að enduruppbygging
trausts taki langan tíma. Einnig að
verulegur hluti vantrausts stafi af
því að almenningur telur banka-
kerfið of dýrt. Það geti tekið lang-
an tíma og kosti fyrirhöfn hjá
bankakerfinu að ávinna sér traust
á ný.
Erlendur banki kaupi Íslandsbanka
Starfshópur telur dreift eignarhald banka með þátttöku erlends banka og almennings ákjósanlegt
fyrirkomulag til framtíðar Hafin verði undirbúningur að skráningu og sölu á hluta Landsbankans
Tillögur um breytingar
» Fjármálaráðherra mun óska
eftir því að efnt verði til um-
ræðu á Alþingi um efni skýrsl-
unnar. Þá verður hún tekin til
umfjöllunar í efnahags- og við-
skiptanefnd.
» Hvítbókin verður birt á sam-
ráðsgátt stjórnvalda og um-
sagna óskað um efni hennar. Í
kjölfarið munu stjórnvöld vinna
að tillögum um breytingar.
Teikning/Gallup
Eitt orð Þátttakendur í skoðanakönnun nefndu oftast orðið græðgi í lýsingu á bankakerfinu. Sanngjarnt var orðið
sem þeir nefndu yfir bankakerfi sem þeir óska sér í framtíðinni. Heiðarleiki er orðið yfir traust bankakerfi.
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018
Verð 9.800.-
Str. 36-56
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Leggingsbuxur
Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur
saman, sýnir stuðning og samhug
eftir bestu getu.
Hægt er að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119
S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is
90 ára afmæli
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
JÓLASÖFNUN
Tryggvagötu 18 - 552 0160
Gjöfin
sem vermir
Ráðgert var að Heimaey VE 1, skip
Ísfélagsins, héldi í gærkvöldi frá
Eskifirði til loðnuleitar, en rúmur ára-
tugur er síðan farið var í leit að loðnu í
desember. Ráðgert er að leiðangurinn
standi í um vikutíma, en veðurspá er
ekki góð fyrir næstu daga. Verkefnið
er unnið í samvinnu Hafrannsókna-
stofnunar og útgerða uppsjávarskipa.
Heimaey fer norðaustur frá Eski-
firði og síðan í vestur eftir fyrirfram
ákveðinni leið með landgrunnskantin-
um á þekktri gönguslóð loðnunnar.
Með þessari vöktun er reynt að
tryggja að ekkert af loðnu fari
framhjá án þess að menn hafi upplýs-
ingar um það. Rannsóknaskipin
Bjarni Sæmundsson og Árni Frið-
riksson fara síðan í hefðbundinn
loðnuleiðangur eftir áramót og vænt-
anlega einnig skip frá útgerðinni.
Niðurstöður úr loðnuleiðangri í
september í haust gáfu ekki tilefni til
þess að gefa út upphafskvóta á loðnu í
vetur. Hafrannsóknastofnun mun að
loknum mælingum á veiðistofni í jan-
úar/febrúar 2019 endurskoða ráðgjöf-
ina. Þá mældist einnig lítið af ung-
loðnu, sem ætti að bera uppi veiði
fiskveiðiársins 2019/2020. aij@mbl.is
Heimaey VE til vöktunar
á loðnu fyrir norðan land
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Loðnuleit Skipverjar á Heimaey VE og starfsmenn Hafrannsóknastofnunar
leita loðnu næstu daga fyrir norðaustan og norðan land.
Langt síðan far-
ið var í loðnuleit í
desembermánuði
Jóhann Ólafsson
johann@mbl.is
„Ef við fylgjum þeim leiðarljósum
sem við fáum út úr þessari skoðana-
könnun, um að fólk sé fyrst og fremst
að leita að sanngirni í samskiptum við
fjármálakerfið, að það sé að vonast
eftir því að vaxtastigið lækki og það
sé góð þjónusta, traust og heiðarleiki
sem einkenni starfsemina, þá held ég
að það sé mikilvægt að vinna vel úr
tillögunum og þeim grunni sem við
höfum fengið með skýrslunni,“ sagði
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra eftir kynningu hvítbókar um
fjármálakerfið í gær.
Ráðherra var sérstaklega spurður
um þau viðhorf sem fram koma í nið-
urstöðum könnunar Gallup. Þegar
þátttakendur eru beðnir um að lýsa
bankakerfi framtíðarinnar nefna þeir
helst orðin sanngirni, heiðarleika, ör-
yggi og einnig er talað um lægri
vexti. Bjarni segir ánægjulegt að
traust til bankakerfisins hafi aukist
jafnt og þétt frá hruni. „Það gildir
það sama þarna og annars staðar;
traust verður ekki endurheimt á ein-
um degi.“
Meðal tillagna í hvítbókinni er
lækkun bankaskatts en í kynningu
starfshópsins kom fram að hinn al-
menni neytandi myndi njóta góðs af
því. „Það eru ýmsar álögur sem
leggjast á íslenska fjármálakerfið
sem eru umfram það sem gerist hjá
bönkum af svipaðri stærð í nágranna-
ríkjum. Það eru færð rök fyrir því að
þetta skili sér beint út sem álag á al-
menning og fyrirtæki,“ segir Bjarni.
Hann bætir því við að hann hafi þeg-
ar kynnt í ríkisstjórn frumvarp um
lækkun bankaskatts.
Vel verði unnið úr tillögunum
Bjarni Benediktsson segir ánægjulegt
að traust á bankakerfinu hafi aukist
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kynning Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók þátt í kynningu á hvít-
bók um fjármálamarkaðinn sem starfshópur skilaði af sér í gær.