Morgunblaðið - 11.12.2018, Side 16

Morgunblaðið - 11.12.2018, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 11. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.32 121.9 121.61 Sterlingspund 154.63 155.39 155.01 Kanadadalur 90.52 91.06 90.79 Dönsk króna 18.462 18.57 18.516 Norsk króna 14.192 14.276 14.234 Sænsk króna 13.44 13.518 13.479 Svissn. franki 121.98 122.66 122.32 Japanskt jen 1.0746 1.0808 1.0777 SDR 167.9 168.9 168.4 Evra 137.81 138.59 138.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.9969 Hrávöruverð Gull 1241.2 ($/únsa) Ál 1961.0 ($/tonn) LME Hráolía 60.25 ($/fatið) Brent stjóri. Það sama á raunar við um Ísland þar sem ekki ein einasta kona er forstjóri fyrirtækis sem skráð er í Kauphöll Íslands. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, fyrrverandi for- stjóri VÍS, er sú fyrsta og eina, en hún lét af störfum fyrir fyrirtækið í ágúst 2016. Sé hins vegar litið til 100 stærstu fyrirtækjanna hér á landi er hlutfall kvenna í forstjóra- stöðu 10%. „Fjölbreytileikinn í framkvæmda- stjórnum hefur margsinnis sýnt betri árangur. Það er full ástæða til þess að benda kauphallarfyrirtækj- unum og þessum stóru fyrirtækjum á, að ef markmiðið er að sýna trú- verðugleika í því að verið sé að vinna eftir þeim markmiðum að ná sem bestum árangri, þá stenst það ekki ef tölur í t.d. framkvæmda- stjórnum sýna mjög karllægt um- hverfi,“ segir Rakel. Bakslag þegar vel árar Í grein Financial Times um rannsóknina er tekið fram að konur í stjórnendastöðum séu iðulega ekki jafn fastar í sessi í sinni stöðu og karlar. Rakel bendir á að eftir bankahrun hafi margir erlendir ráðgjafar talað um að sagan hafi sýnt að þegar efnahagsástand sé erfitt séu konur oft kallaðar til en þegar vel ári komi oft bakslag. „Við erum að sjá þetta gerast hér. Ef við tökum kynjahlutföll í stjórnum sem dæmi þá erum við að sjá bakslag í þeim tölum. Eftir hrun var áber- andi umræða um góða stjórnar- hætti og fjölbreytileika í stjórnum. Nú hefur atvinnulífið verið í mikilli sókn síðustu ár og þá kemur bak- slag,“ segir Rakel og bendir á að ári eftir gildistöku kynjakvótalaganna árið 2013 hafi hlutfall kvenna í stjórnun fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn verið 33,2% en sé í dag 32,6%. Þegar kemur að stjórnar- setu í 100 stærstu fyrirtækjum landsins eru 40% þeirra konur en hlutfallið nemur 44% hjá fyrirtækj- um skráðum á markað. Þegar litið er til stjórnarformanna nema hlut- föllin aðeins 19% og 26%. „Ástæðan fyrir því að við erum með sambærilegar tölur í þessari grein er að við erum ekki að tala um stjórnir. Við erum að tala um forstjóra og stjórnendateymin. Þar getum við ekki státað af einverjum glæsilegum árangri. Í kauphallar- fyrirtækjunum stigu menn skrefið í stjórnum en fóru ekkert lengra.“ Konum fækkar þegar vel árar Morgunblaðið/Árni Sæberg Konur 10% forstjóra í 100 stærstu fyrirtækjum landsins eru konur.  Ný rannsókn sýnir að hlutfall kvenna í forstjórastöðum stærstu fyrirtækja í Evrópu og Bandaríkj- unum er innan við 5%  Konum í stjórn fyrirtækja hér á landi hefur fækkað um 0,6% frá 2013 Kvenstjórnendur » Engin kona situr í forstjóra- stól fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands. » Af 100 stærstu fyrirtækjum landsins eru 10% þeirra með konu sem forstjóra. » Á meðal áhersluatriða er- lendra sérfræðinga eftir hrun er það að konum fjölgar iðu- lega í stjórnendastörfum þegar illa árar en fækkar þegar vel gengur. BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Í nýrri rannsókn ráðgjafarfyrirtæk- isins Heidrick & Struggles koma fram varhugaverðar tölur um hlut- fall kvenna í æðstu stjórnendastöð- um. Rannsóknin tekur til 13 ríkja, Bandaríkjanna, Bretlands og 11 annarra Evrópuríkja og þar kemur fram að aðeins 4,9% af æðstu stjórnendum fyrirtækja í þessum löndum eru konur. Þrátt fyrir að þróunin sé lengra á veg komin hér landi m.v. mörg önnur ríki er enn langt í land að mati Rakelar Sveins- dóttur, formanns Félags kvenna í atvinnulífinu, enda sé engin kona í forstjórastól kauphallarfyrirtækja. Trúverðugleikinn minnkar Í Bretlandi hefur staðan versnað lítillega en af 100 stærstu fyrirtækj- unum þar í landi sem skráð eru á markað er fjöldi kvenna nú sex í stað sjö. Í Bandaríkjunum nemur hlutfallið 6,9% en af 20 stærstu fyr- irtækjunum sem skráð eru á mark- að í Danmörku er engin kona for- Boðað hefur verið til hluthafafundar í Kviku banka hinn 18. desember næst- komandi. Þar mun stjórn bankans leggja til að allt hlutafé Gamma Capi- tal Management verði keypt eftir þeim skilmálum sem settir voru og birtir hinn 19. nóvember síðastliðinn. Raun- ar eru það tvö félög sem kaupa hluta- féð, Kvika banki og M-Investments ehf. Síðarnefnda félagið er að öllu leyti í eigu Kviku en aðkoma þess er út- skýrð með þeim hætti að það muni kaupa einn hlut í Gamma til að skilyrði laga um fjölda hluthafa sé uppfyllt. Fyrir fyrirtækið greiðir Kvika með 839 milljónum króna í reiðufé. Þá munu núverandi hluthafar Gamma fá 535 milljónir króna í formi hlutdeild- arskírteina í sjóðum Gamma. Þá munu þeir einnig eiga rétt á árangurstengd- um greiðslum sem metnar eru í samn- ingnum á 1.032 milljónir króna miðað við stöðu Gamma í lok júní síðastliðins. Einnig munu hluthafarnir eiga rétt á auknum greiðslum vegna árangurs- tengdra þóknana fasteignasjóða fé- lagsins. Leggja til kaup 18. desember  Kaupverð Gamma capital Management 2.406 milljónir Enn fást engin skýr svör frá Seðlabanka Íslands um það hve- nær bankinn hyggst birta skýrslu sem Már Guðmundsson seðla- bankastjóri boðaði fyrir tæpum fjórum árum að yrði rituð um neyðarlán sem bankinn veitti Kaupþingi í október 2008. Í sömu skýrslu stendur til að fjalla um söluferlið á danska FIH-bank- anum sem Seðlabankinn hafði tek- ið allsherjarveð í þegar fyrrnefnt neyðarlán var veitt. Morgunblaðið leitaði fyrir síð- ustu helgi upplýsinga hjá Seðla- bankanum um hvenær von væri á skýrslunni. Í svari bankans kom þá fram að ákveðin atriði í skýrsl- unni krefðust frekari yfirferðar. Þegar eftir því var gengið hvaða atriði það voru vísaði bankinn með óljósum hætti til svars Katr- ínar Jakobsdóttur forsætisráð- herra við fyrirspurn Jóns Stein- dórs Valdimarssonar, í nóvember síðastliðnum þar sem fram kom að hún myndi falast eftir því við Seðlabankann að hann óskaði svara frá Kaupþingi um hvernig hann ráðstafaði láninu á sínum tíma. Í framhaldssvari frá bank- anum í gær til Morgunblaðsins kom jafnframt fram að ennþá væri verið að kanna til hlítar hvort hann fengi upplýsingar um tiltekin gögn hjá Kaupþingi og þegar þeirri könnun yrði lokið yrði lokið við skýrsluna „um leið og svigrúm næst til þess,“ eins og það var orðað. Hinn 20. nóvember í fyrra sagði bankinn að skýrslan myndi birtast í janúar 2018 en að það gæti „hugsanlega“ gerst fyrr. Hinn 17. janúar síðastliðinn var sagt að lokið yrði við skýrsluna „í þessum mánuði“ eins og það var orðað. Morgunblaðið/Hari Tafir Már Guðmundsson boðaði ritun og birtingu skýrslunnar árið 2015. Enn tefst skýrsla Seðla- bankans um neyðarlánið STUTT ● Heldur rólegra var um að litast í Kauphöll Íslands í gær en síðustu daga og vikur og breytingar á verði hluta- bréfa með hófstilltara móti. Verð flestra félaga lækkaði þó yfir daginn. Mest hækkaði verð bréfa í Eimskip, eða um 1,09% í 185 milljóna króna við- skiptum. Næstmest hækkun var síðan á bréfum fasteignafélagsins Regins, en bréf félagsins hækkuðu um 0,5%. Mesta lækkunin varð á bréfum Sýnar, eða 1,4% í 11 milljóna viðskiptum. Næstmest lækkaði Festi, um 1,27% í 193 milljóna króna viðskiptum. Rólegra um að litast í Kauphöllinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.