Morgunblaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 4
Farþegafjöldi um Keflavík, með Norrænu og skemmtiferðaskipum
Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli 2010-2018*
Fjöldi farþega með skemmtiferðaskipum 2001-2018
Komufarþegar með Norrænu 2001-2017
Allt árið*, milljónir erlendra ferðamanna Allt árið, þúsundir farþega
2010-2018, þúsundir farþega Allt árið, þúsundir farþega
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
25
20
15
10
5
0
150
100
50
0
150
100
50
0
Brottfarir frá Keflavíkurflugvelli í nóvembermánuði
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18
28 30 31
45
55 55 54 59
69 70 63
92 92
105100 99
128
145
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17
0,5 0,5
0,6
0,8
1,0
1,3
1,8
2,2 2,3
6 7
8 8 8
14 15 14 14
15
13 13
17
18 19
20
22
21 23
37
46
61
82
132
145 150
Allt árið* Janúar-nóvember
**Fyrir 2018 er miðað við jafn margar brottfarir
í desember og í desember í fyrra
Heimild: Ferðamálastofa
Heimild: Ferðamálastofa
Heimild: Smyril Line
Tölur fyrir 2018 hafa ekki verið teknar saman
Heimild: Faxaflóahafnir
talningu ferðamanna. Þeir dvelja
enda ekki næturlangt á Íslandi.
Hins vegar teljist farþegar Nor-
rænu með erlendum ferðamönnum.
Varðandi þá aðferð Ferðamála-
stofu að telja erlenda ferðamenn út
frá brottförum frá Keflavíkurflugvelli
segir Skarphéðinn að fara megi
margar leiðir í þessu efni. Þessi leið
hafi verið farin í áratugi og sé allein-
hæf. Verið sé að skoða fleiri aðferðir.
Þegar ferðamenn komi í vopnaleit
geri þeir grein fyrir þjóðerni sínu og
við það sé stuðst varðandi brottfarir.
Hann segir fjölgun erlendra ferða-
manna í ár sambærilega og í helstu
nágrannalöndum. Flugframboð á
næsta ári muni hafa mikil áhrif á
fjölda erlendra ferðamanna.
Þess má geta að ef ferðamönnum
fjölgar um 5% á næsta ári verða alls
2,43 milljónir brottfara frá
Keflavíkurflugvelli á næsta ári.
Óvissa er um framboð á flugi.
Um síðustu helgi mátti sjá fjölda
ferðamanna í miðborg Reykjavíkur.
Má í þessu efni rifja upp að í júní 2015
voru 137,314 brottfarir frá Keflavík-
urflugvelli. Til samanburðar voru
brottfarirnar 135,240 talsins frá flug-
vellinum í desember í fyrra. Miðað við
5% vöxt milli ára verða fleiri brott-
farir í desember í ár en þær voru í
júnímánuði 2015.
Hefur mikil áhrif á eftirspurn
Starfshópur á vegum samgöngu-
ráðuneytisins hefur birt skýrslu um
framtíð innanlandsflugs á Íslandi.
Meðal umsagnaraðila er ráðgjafafyr-
irtækið Analytica sem mat áhrif flug-
fargjalda á spurn eftir millilandaflugi
um Keflavíkurflugvöll.
Fyrirtækið skoðaði áhrif flugfar-
gjalda á fjölda skiptifarþega og fjölda
erlendra ferðamanna sem heimsækja
landið. Bendir greiningin til að flug-
fargjöldin hafi mikil áhrif á þessar
tvær stærðir. Hækki flugfargjöldin
fækkar skiptifarþegum og erlendum
ferðamönnum og öfugt. Þetta gerist
þó ekki samstundis heldur með
nokkrum tímatöfum.
Með skiptifarþegum er átt við flug-
farþega sem fara ekki úr Leifsstöð á
leið yfir hafið.
Yngvi Harðarson, framkvæmda-
stjóri Analytica, segir aðspurður að
mikil lækkun olíuverðs undanfarið
minnki þörf fyrir mikla hækkun flug-
fargjalda. Með hliðsjón af áhrifum
flugfargjalda á spurn eftir millilanda-
flugi auki þessi þróun líkurnar á
áframhaldandi vexti í fluginu.
Hins vegar sé ljóst að verð flug-
miða muni þurfa að hækka, enda hafi
það í einhverjum tilvikum verið undir
kostnaðarverði.
Metfjöldi flugfarþega í nóvember
Enn einn metmánuður í ferðaþjónustunni Horfur á fleiri ferðamönnum í desember en í júní 2015
Útlit fyrir að tæplega 2,35 milljónir erlendra ferðamanna komi til Íslands með flugi og Norrænu í ár
Flugfargjöld og fjöldi skiptifarþega*
Ársbreyting í fjölda skiptifarþega og flugfargjöld 24 mán. áður**
60%
40%
20%
0
-20%
-40%
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Fjöldi skiptifarþega
Flugfargjöld
*Í millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll
**Jafnað með sk. Hodrick-Prescott síu
Heimild: Analytica
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Rúmlega 150 þúsund brottfarir voru
frá Keflavíkurflugvelli í nóvember.
Það eru 3,7% fleiri brottfarir en í nóv-
ember í fyrra og nærri tvöfalt fleiri en
í nóvember 2015.
Samanlagt voru tæplega 2,178
milljónir brottfara fyrstu 11 mánuði
ársins, borið saman við 2,195 milljónir
brottfara allt árið í fyrra. Verði brott-
farir í þessum mánuði jafn margar og
í desember í fyrra – þeim fjölgar lík-
lega milli ára í mánuðinum – verða
brottfarir a.m.k. 2,314 milljónir í ár.
Með því yrði þetta enn eitt metárið.
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálastjóri segir fyrri hluta des-
ember jafnan rólegan. Umferðin auk-
ist svo um hátíðarnar.
Býður upp á langa jólahelgi
Hann bendir á að sökum þess að
aðfangadag ber upp á mánudag í ár
verði mögulegt fyrir ferðamenn að
taka langa jólahelgi. Það sama gildi
um áramótin. Þessi niðurröðun hátíð-
isdaga geti komið íslenskri ferðaþjón-
ustu vel þessi áramótin.
Stór hluti erlendra ferðamanna
sem verði hér á landi um hátíðirnar sé
talinn við brottför í janúar.
Hér er miðað við fjölda farþega
sem fara um Keflavíkurflugvöll. Að
auki komu hingað tæplega 145 þús-
und gestir með skemmtiferðaskipum
í ár, um 13% fleiri en í fyrra. Hefur
þeim fjölgað um 44% frá 2015.
Fulltrúi Smyril Line áætlaði að
álíka margir farþegar myndu koma
með ferjunni Norrænu í ár og í fyrra.
Alls 22.350 farþegar komu með
Norrænu í fyrra sem var metár.
Tölur fyrir 2018 liggja ekki fyrir.
Skarphéðinn segir aðspurður að
gestir skemmtiferðaskipa falli ekki
undir alþjóðlega skilgreiningu við
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018
Veður víða um heim 10.12., kl. 18.00
Reykjavík 3 rigning
Hólar í Dýrafirði 3 súld
Akureyri 0 alskýjað
Egilsstaðir 2 skýjað
Vatnsskarðshólar 5 rigning
Nuuk -7 léttskýjað
Þórshöfn 2 heiðskírt
Ósló 4 heiðskírt
Kaupmannahöfn 4 heiðskírt
Stokkhólmur 0 snjókoma
Helsinki 1 rigning
Lúxemborg 4 léttskýjað
Brussel 6 skúrir
Dublin 8 skýjað
Glasgow 3 þoka
London 8 léttskýjað
París 8 skýjað
Amsterdam 6 skúrir
Hamborg 4 þrumuveður
Berlín 5 skýjað
Vín 5 léttskýjað
Moskva 1 alskýjað
Algarve 20 heiðskírt
Madríd 15 heiðskírt
Barcelona 13 heiðskírt
Mallorca 16 léttskýjað
Róm 14 heiðskírt
Aþena 13 skýjað
Winnipeg -13 léttskýjað
Montreal -8 skýjað
New York 2 heiðskírt
Chicago -4 þoka
Orlando 12 þoka
11. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:10 15:33
ÍSAFJÖRÐUR 11:53 14:59
SIGLUFJÖRÐUR 11:38 14:41
DJÚPIVOGUR 10:48 14:54
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Sunnan 10-18 m/s, hvassast á Vest-
urlandi. Skúrir eða slydduél. Hiti 2 til 7 stig.
Á fimmtudag Suðaustan 13-18 og rigning, en 8-13
norðanlands og þurrt. Hiti 3 til 8 stig.
Hvöss sunnan- og suðaustanátt með rigningu og súld, en þurrt að kalla á Norður- og Austur-
landi. Hlýnandi veður, hiti 7 til 15 stig, hlýjast í hnjúkaþey norðanlands.Við vatnsverjum
flíkina þína
Traust og góð
þjónusta í 65 ár
Álfabakka 12, 109 Reykjavík, sími 557 2400,
www.bjorg.is • Opið alla virka daga kl. 8-18
Útlit er fyrir það að tekin verði upp
veggjöld til að flýta framkvæmdum í
samgöngumálum. Virðist vera auk-
inn meirihluti við þá leið í umhverfis-
og samgöngunefnd Alþingis sem nú
er með samgönguáætlanir til um-
fjöllunar.
Jón Gunnarsson og Vilhjálmur
Árnason, þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins, kynntu í haust nýja leið í
samgöngumálum. Ráðist verði í end-
urbætur á öllum stofnleiðum til og
frá höfuðborginni og ýmsar aðrar
stórframkvæmdir víða um land. Tek-
in verði lán til þess og þau síðan
greidd niður á ákveðnu árabili með
innheimtu veggjalda. Þessar tillögur
voru meðal annars kynntar í um-
hverfis- og samgöngunefnd en þar er
Jón nú starfandi formaður.
Jón segir að verið sé að vinna að
útfærslu tillagnanna í nefndinni en
telur ljóst að þessi breyting verði
gerð á tillögum um samgönguáætl-
anir. „Ef vel tekst til við undirbúning
má reikna með að þess sjái stað í
framkvæmdum á seinni hluta næsta
árs en að framkvæmdir verði á meiri
hraða á árunum 2020 og 2021.“
Fresta á þingfundum næstkom-
andi föstudag en Jón segir mikilvægt
að samþykkja samgönguáætlun fyrir
áramót. helgi@mbl.is
Framkvæmdum verði flýtt
Skattur Hófleg veggjöld verða tekin upp á stofnleiðum til höfuðborgar-
svæðisins og í jarðgöngum víða um land.
Veggjöld standi undir auknum vegaframkvæmdum