Morgunblaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 27
starfað með ýmsum af helstu hljóm- sveitum Norðurlanda og víðar, s.s. Fílharmóníuhljómsveitinni í Stokk- hólmi og í Osló, Sinfóníuhljómsveit- inni í Gautaborg, Sinfóníuhljómsveit- inni í Melbourne í Ástralíu og í Mahler-Kammersveitinni svo ein- hverjar séu nefndar. Hann sigraði og vann til fyrstu verðlauna í Conoco Phillips-keppninni í Osló, vann til verðlauna í alþjóðlegu hornkeppn- unum á Ítalíu, Cítta di Porcia, og í Lieksa-keppninni í Finnlandi. Helstu áhugamál Stefáns Jóns eru góð veitingahús, fótbolti, handverks- bjór og einmöltungar sem eru viskí- tegundir: „Ég hef alltaf haft gaman af því að fara út að borða með góðu fólki á góða veitingastaði í Evrópu og helst sem víðast um heiminn og hef lagt það í vana minn að leggja á minnið góða staði sem ég hef verið sérstaklega ánægður með. Ég hef auðvitað ekkert á móti góðum vínum en er sjálfur meira í góðum bjór og eðalviskíi. Reyndar tel ég að hægt sé að finna góða bjóra með öllum góðum mat. En ég er ekki nógu vel að mér í vínteg- undum til að kalla mig vínsérfræðing. Ég á kannski eftir að læra á góð vín með tímanum. Ég hafði aldrei nægan tíma til að æfa og keppa í knattspyrnu þegar ég var yngri því ég tók alltaf tónlistina fram yfir. Engu að síður hef ég alltaf haft gaman af knattspyrnu, finnst fátt skemmtilegra en að horfa á góðan knattspyrnuleik, hitta góða félaga á vellinum og er harður Valsari og Marchester United-maður. Reyndar býr hann afi minn mjög nálægt Old Tafford, sem er afar heppilegt fyrir mig. Svo má auðvitað geta þess að ég er mikill fjölskyldumaður og legg áherslu á að eiga góðar stundir með eiginkonu og sonum.“ Fjölskylda Eiginkona Stefáns Jóns er Tinna Árnadóttir, f. 17.7. 1984, en hún er með burtfararpróf í söng frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík og BSc-próf frá Konunglega sænska tónlistarhá- skólanum í Stokkhólmi. Foreldrar hennar eru Árni Þórhallur Helgason, f. 22.12. 1945, fv. framkvæmdastjóri Hjúkrunar- og dvalarheimilisins á Eskifirði, og k.h., Sólveig Halla Krist- mannsdóttir, f. 20.6. 1949, fv. banka- starfsmaður en þau eru búsett á Eski- firði, eiga og reka Hótel Eskifjörð. Sonur Stefáns Jóns og Silju Bjark- ar Baldursdóttur er 1) Myrkvi Már W. Stefánsson, f. 2.9. 2003. Synir Stefáns Jóns og Tinnu eru Stirnir Árni W. Stefánsson, f. 2.11. 2014, og 3) Stormur Ágúst W. Stef- ánsson, f. 3.7. 2018. Alsystir Stefáns Jóns er Anna Sig- rún Bernharðsdóttir Wilkinson, f. 13.5. 1985, ökuleiðsögumaður, búsett í Reykjavík. Hálfbróðir Stefáns Jóns, samfeðra, er William Wilkinson, f. 5.3. 2004, bú- settur í Þórshöfn í Færeyjum. Foreldrar Stefáns Jóns eru Ágústa María Jónsdóttir, f. 20.11. 1954, tón- listarmaður og fv. meðlimur Sinfóníu- hljómsveitar Íslands og fiðlukennari í Reykjavík, og Bernharður Wilkinson, f. 14.3. 1951, hljómsveitarstjóri í Þórs- höfn í Færeyjum og tónlistarkennari þar. Stefán Jón Bernharðsson Wilkinson Poulina Kristina Djurhuus húsfr. í Færeyjum Jens Dam sjóm. í Færeyjum Anna Sofie Dam húsfr. á Englandi Bernharður Stephen Wilkinson hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Færeyja Stephen Austin Wilkinson tónskáld og kórstjórnandi á Englandi og starfsm. hjá BBC Marian Elizabeth Cork húsfr. á Englandi Gordon Austin Wilmot Wilkinson prestur á Englandi Erlendur Einarsson byggingastjóri í Rvík Skúli Jónsson framkvstj. í Oklaholma í Bandaríkjunum Jón Einar Halldórsson starfsm. hjá Innnes Ásgeir Símon Halldórsson starfsm. hjá Lambhaga Sigríður María Jónsdóttir gjald- keri hjá Sjóvá Ásta Tómasdóttir Flygenring húsfr. í Rvík Helgi Tómasson yfirlæknir á Kleppi Bjarni Helgason búfræðikandídat Ragnhildur Helgadóttir alþm. og ráðherra Tómas Helgason yfirlæknir á Kleppi Brynjólfur Helgason bankastj. við Landsbankann Sigríður Tómasdóttir júkrunarfr. í Rvík hSigurður Þór Sigurðsson tónlistarmaður Halldór Samúelsson sjómaður á Ísafirði Fríða Halldórsdóttir húsfr. í Rvík Elísabet Þorgríms- dóttir húsfr. í Rvík María Pétursdóttir hjúkrunarfr. á Akureyri Þórunn Þorgríms- dóttir húsfr. í Rvík María Kristín Jónsdóttir húsfr. á Ísafirði Jón Ebenezersson Halldórsson rannsóknarlögreglum. í Rvík Sigrún Einarsdóttir talsímakona í Rvík Einar Ingibergur Erlendsson byggingarm. og húsasmíðam. ríkisins, í Rvík Sigríður Lydía Thejll húsfr. í Rvík Úr frændgarði Stefáns Jóns Bernharðssonar Wilkinson Ágústa María Jónsdóttir fv. fiðluleikari við Sinfóníuhljómsveit Íslands ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Fríða Áslaug Sigurðardóttirfæddist á Hesteyri í Sléttu-hreppi í N-Ísafjarðarsýslu 11.12. 1940. Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson, bóndi í Hæla- vík og síðar símstöðvarstjóri á Hest- eyri, og kona hans, Stefanía Hall- dóra Guðnadóttir húsfreyja. Fríða átti 12 systkini, m.a. Jak- obínu Sigurðardóttur rithöfund. Fríða var gift Gunnari Ásgeirs- syni og eru synir þeirra Ásgeir og Björn Sigurður. Fríða lauk cand.mag.-prófi í ís- lensku frá HÍ 1979. Hún var bóka- vörður á Háskólabókasafni og Ameríska bókasafninu frá 1964-70, var deildarfulltrúi við heim- spekideild HÍ frá 1971-73 og stunda- kennari við HÍ og KHÍ 1973-75 en sinnti alfarið ritstörfum frá 1978. Fyrsta bók Fríðu, smásagna- safnið Þetta er ekkert alvarlegt, kom út árið 1980. Hún sendi síðan frá sér tvö önnur smásagnasöfn, Við gluggann (1984) og Sumarblús (2000). Þriðja skáldsaga hennar, Meðan nóttin líður (1990), hlaut Ís- lensku bókmenntaverðlaunin 1991 og Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs 1992. Í umsögn dóm- nefndar Norðurlandaráðs segir: „Fríða lýsir í ljóðrænum texta þessarar bókar þörf okkar fyrir sögu og frásögn um leið og bókin lýsir hve erfitt það er að komast að eingildum sannleika um líf og list.“ Meðan nótt- in líður hefur verið þýdd á Norður- landamál og ensku. Skáldsaga hennar, Í luktum heimi, var tilnefnd til Íslensku bók- menntaverðlaunanna 1994. Aðrar skáldsögur Fríðu eru Sólin og skugginn (1981), Eins og hafið (1986), Maríuglugginn (1998) og síðasta verk hennar, Í húsi Júlíu, sem kom út í október 2006. Einnig ritaði Fríða greinar um bókmenntir í blöð og tímarit og sendi frá sér ritgerð um leikrit Jök- uls Jakobssonar auk þýðinga á er- lendum ritum. Fríða Á. Sigurðardóttir lést í Reykjavík 7.5. 2010. Merkir Íslendingar Fríða Á. Sigurðardóttir 85 ára Inga Magnúsdóttir Ingimar Erlendur Sigurðsson Kristján Sveinsson 80 ára Elín Kristín Halldórsdóttir Jóhann Tryggvason Páll Hjartarson Ragnhildur Hallgrímsdóttir Sigurbjörg Kristjánsdóttir Þórdís Jónsdóttir 75 ára Bjarni O.V. Þóroddsson Dóra Haraldsdóttir Harvey G. Tousignant Hjalti Steinþórsson Hólmfríður Jónsdóttir Kristbjörg Ámundadóttir Óskar Mikaelsson 70 ára Ágúst A. Ragnarsson Helga Soffía Gísladóttir Jón Elínbergur Sigurðsson Kristín Valgerður Ólafsdóttir Margrét Pálsdóttir Rögnvaldur Gunnarsson 60 ára Barði Kristjánsson Birgir Straumfjörð Jóhannsson Heiðrún Ásgeirsdóttir Helga Ottósdóttir Kristinn Ómar Herbertsson Kristín Anna Þorsteinsdóttir Kristján Trausti Unnsteinsson Ómar Jóhannesson Sigrún Magnúsdóttir Vilhjálmur H. Waltersson Þórleifur Ugluspegill Ásgeirss. 50 ára Björn Þór Björnsson Guðrún Þórlaug Grétarsdóttir Heiðrún Edda Guðsteinsdóttir Hlynur Rúnarsson Laufey Vilhjálmsd. Hjörvar Linda Erlendsdóttir Magnús Gautur Gíslason Margrét Sigurðardóttir Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir Sigríður Stefánsdóttir 40 ára Arnór Steinar Oddsson Baldvin Stefánsson Dagbjartur Ingi Jóhannsson Eygló Pétursdóttir Kristinn Gunnarsson Milan Klamár Ólafur Már Sigurðsson Sigtryggur Klemensson Stefán J. Bernharðsson Wilkinson 30 ára Birna Aðalh. Árdal Birgisdóttir Bjarni Snorrason Bogi Benediktsson Einar Jón Axelsson Jón Gústi Jónsson Karitas Ósk Björgvinsdóttir Marissa Sigrún Pinal Monika Sylwia Dzikowska Rebekka B. Guðjónsdóttir Sandra Vignisdóttir Viktor Freyr Lárusson Til hamingju með daginn 30 ára Sandra ólst upp í Mosfellsbæ, býr þar, lauk diplomaprófi í viðburðar- stjórnun frá Háskólanum á Hólum, og er verkefna- stjóri. Systur: Elín Dís, f. 1986; Fríða Líf, f. 1993, og Kar- en Kristín, f. 1997. Foreldrar: Elísa Ó. Guð- mundsdóttir, f. 1960, blómaskreytir og kaup- maður, og Vignir Krist- jánsson, f. 1959, mat- reiðslumeistari. Sandra Vignisdóttir 30 ára Rebekka Bryn- hildur býr í Reykjavík og stundar nám í listfræði við HÍ. Maki: Sölvi Sigurjónsson, f. 1988, stýrimaður hjá DFFU. Sonur: Guðjón Elías, f. 2016. Foreldrar: Auður Inga Ingvarsdóttir, f. 1953, keramiker, og Guðjón Jóhannsson, f. 1952, umönnunarstarfsmaður. Þau búa í Reykjavík. Brynhildur Guðjónsdóttir 30 ára Einar Jón ólst upp á Kirkjubóli í Norðfirði, býr á Hvanneyri og stund- ar nám við LshÍ. Maki: Guðrún Ósk Auð- unsdóttir, f. 1990, grunn- skólakennari. Dóttir: Embla Karen, f. 2017. Foreldrar: Ólafía Sigrún Einarsdóttir, f. 1963, sjúkraliði, búsett á Kirkju- bóli, og Axel Jónsson, f. 1960, bóndi á Kirkjubóli í Norðfirði. Einar Jón Axelsson mbl.is/islendingar islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.