Morgunblaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ekki tókst að ná hollenska saltflutn- ingaskipinu Amber á flot í gærmorg- un og ekki var talið raunhæft að reyna að draga það á flóðinu í gær- kvöldi. Skipið strandaði á sandrifi í innsiglingunni til Hornafjarðar- hafnar að morgni sunnudags og sit- ur þar fast. Vignir Júlíusson, forstöðumaður Hornafjarðarhafnar, sagði í gær- kvöldi að skipinu væri engin hætta búin. Það sæti á flötum sandbotni og haggaðist ekki. Í gærmorgun var reynt að ná skipinu út með tveimur dráttar- bátum en það gekk ekki. Vignir seg- ir að ekki hafi verið næg flóðhæð til þess. Hann segir ekki víst hvenær hægt verði að ná skipinu út enda fer straumur minnkandi. Hafnarstarfs- menn munu fara á staðinn á Birni lóðs árdegis í dag og meta aðstæður. Vignir segir að vel geti bætt í sjóinn vegna lægðagangs og þá verði ef til vill hægt að losa skipið. Átta manna áhöfn er um borð í Amber. Ekki væsir um hana enda allar vélar í gangi. Skipið átti aðeins eftir hálfan kílómetra til hafnar þeg- ar það strandaði. helgi@mbl.is Amber sit- ur kyrrt á sandbotni  Óvíst hvenær hægt verður að losa skipið Skipulagsstofnun hefur fallist á til- lögu Landeldis ehf. að matsáætlun vegna fyrirhugaðrar strandeldis- stöðvar fyrirtækisins á Laxabraut 1 við Þorlákshöfn, sem verður með allt að 5.000 tonna ársframleiðslu á lax- fisksafurðum. Stofnunin birtir ákvörðun sína með athugasemdum en framkvæmdin er háð mati á umhverfisáhrifum. Landeldi ehf. hyggst reisa fiskeld- isstöð til þauleldis laxfiska, lax, bleikju og urriða/sjóbirtings upp í sláturstærð á sjávarlóð við Laxa- braut. Ala á fiskinn upp í landkerjum og kemur fram í tillögunni að mats- áætlun vegna verkefnisins að heildar- framleiðslugeta stöðvarinnar verði þegar fullum afköstum er náð 5.000 tonn af slægðum afurðum árlega eins og fyrr segir og þá muni svonefndur hámarkslífmassi stöðvarinnar nema um 2.500 tonnum. Í ákvörðun Skipu- lagsstofnunar segir m.a. að mikilvægt sé að gerð sé grein fyrir hvernig fyr- irtækið hyggist ná 5.000 tonna fram- leiðslu á ári á sama tíma og hámarks- lífmassi verði 2.500 tonn. Í svörum Landeldis kemur fram að fram- leiðslumagnið verði skilgreint skv. reglum í frummatsskýrslunni. Skipu- lagsstofnun bendir einnig á að Mat- vælastofnun hafi vakið athygli á að fiskeldisstöðvar á landi verði að vera útbúnar búnaði sem komi í veg fyrir að fiskur sleppi úr eldiskeri og búnaði staðsettum í frárennsli stöðvar sem fangi fisk sem sleppur. Boðað er í svörum Landeldis ehf. að fjallað verði um sleppivarnir í frummatsskýrsl- unni. Fram kom í viðtali við Ingólf Snorrason, forsvarsmann Landeldis ehf., í Morgunblaðinu sl. vor, að stöð- inni yrði skipt upp í aðskilin eldis- svæði fyrir bæði lax og bleikju. Til að koma í veg fyrir slysasleppingar verði settar upp gildrur, ásamt síunar- útbúnaði á útrennsli, til að aðskilja úr- gang frá eldisvökvanum. Úrgangur- inn fari ekki í sjóinn og ekki heldur á haugana. Skipulagsstofnun fer fram á að einnig verði fjallað um samlegðar- áhrif eldisstöðvar Landeldis með öðr- um fiskeldisstöðvum sem eru á svæð- inu, þ.e. eldisstöðvum Ísþórs, Náttúru fiskiræktar og Laxa fiskeldis en í um- sögn Umhverfisstofnunar kemur fram að möguleg heildarframleiðsla á svæðinu gæti orðið alls 9.320 tonn. Grænt ljós á tillögu um strandeldi  Skipulagsstofnun fellst á tillögu Landeldis ehf. með athugasemdum Landeldi í Þorlákshöfn Tölvuteikning af fyrirhugaðri eldisstöð. Sögufélagið Steini á Kjalarnesi, í samstarfi við sóknarnefnd Brautarholtskirkju og Klébergs- skóla, minntist þess í gær að 70 ár eru liðin frá því að mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóð- anna var undirrituð. Kom hópurinn saman við útialtarið á Esjubergi, en þetta er í annað skipti sem það er gert. Á myndinni má sjá krakka framkvæma gjörning með því að brenna miða sem búið er að skrifa skilaboð á um óréttlæti. Óréttlætinu kastað á eldinn á Kjalarnesi Morgunblaðið/Eggert Notkun Íslendinga á ljósabekkjum minnkaði jafnt og þétt síðustu ár og hefur hríðfallið ef miðað er við hversu oft landsmenn fóru í ljósabekki fyrir tíu til fimmtán árum. Capacent-Gall- up hefur fylgst með ljósabekkjanotk- un með árlegum könnunum fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna rík- isins, Embættis landlæknis, húð- lækna og Krabbameinsfélagsins frá árinu 2004 og fram kemur í frétt á vef Geislavarna að á þessu tímabili hefur dregið mjög verulega úr notkun ljósa- bekkja. ,,Árið 2004 höfðu um 30% fullorð- inna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði, en frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 10% og virðist fara lækkandi,“ segir þar. Kannanirnar hafa einnig sýnt að ljósabekkjanotkun ungs fólks 18 til 24 ára hefur minnkað töluvert undan- farin ár. ,,Árið 2004 höfðu um 38% að- spurðra ungmenna á aldrinum 12-14 ára notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði. Árið 2018 höfðu um 13% aðspurðra 18-24 ára ungmenna notað ljósabekki.“ Bent er á að skv. skýrslu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi valdið aukinni tíðni húð- krabbameina. Notkun ljósabekkja í heiminum er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum sortuæxla árlega. Notkun ljósabekkja minnkar jafnt og þétt  13% fólks á aldrinum 18-24 ára segjast nota ljósabekki Ljósabekkjanotkun Hlutfall fullorðinna* 2004-2018 sem fóru í ljósabekk síðustu 12 mánuði 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% ’04 ’06 ’08 ’10 ’12 ’14 ’16 ’18 *2004-2010: 16 ára og eldri. 2011-2018: 18 ára og eldri. Heimild: Geislavarnir ríkisins. ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 8 81 5 4 12 /1 8 GEFÐU FRÍ UM JÓLIN með gjafabréfi Icelandair

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.