Morgunblaðið - 11.12.2018, Side 14

Morgunblaðið - 11.12.2018, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 13 dagar til jóla Á tónleikunum Jólagestum Björgvins í Hörpu í fyrra sungu Björgvin Halldórsson og Stefán Karl sam- an lagið „Aleinn um jólin“ og vakti atriðið mikla lukku. Reyndist þetta vera síðasta opinbera framkoma Stefáns Karls en hann féll frá ekki löngu síðar eins og alkunna er, eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Flytjendur lagsins og Sena Live hafa ákveðið að heiðra minningu Stefáns Karls með því að gefa lagið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Lagið er komið inn á Spotify og aðrar tónlistarveitur. Hægt að nálgast lagið Aleinn um jólin Stefán Karl og Björgvin Halldórs. Flugfreyjukór Icelandair heldur árlega aðventutónleika sína í Há- teigskirkju í kvöld kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir boðnir hjartanlega velkomnir. Stjórnandi kórsins er Magnús Kjartansson tónlistarmaður. „Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í jólaskapi og eigum saman notalega stund á aðventunni, segir í tilkynningu frá kórnum. Flugfreyjur Kórinn syngur jólalög í kvöld. Flugfreyjukórinn með jólalög í kvöld Kvennakórinn Cantabile, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, verður með aðventustund í Hann- esarholti í kvöld kl. 20. Einnig verða tónleikar kl. 18 en þeir eru löngu uppseldir. Meðleik- ari verður Jón Elísson en Ólína Þor- varðardóttir mun flytja stutt erindi um íslensk jól. Miðasala er á tix.is. Aðventustund í Hannesarholti Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að borgarstjóri fái heimild til að undir- rita, ásamt mennta- og menningar- málaráðherra, samkomulag og viljayfirlýsingu við European Film Academy um að 33. verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verði haldin í Reykjavík dagana 7. til 13. desember árið 2020. Þrjár borgir keppast nú um að vera vett- vangur Evrópsku kvikmyndaverð- launanna árið 2020. Í samkomulaginu, ef Reykjavík verður fyrir valinu, felst að Reykja- víkurborg og ríkisstjórn skuld- binda sig til að framkvæma verk- efnið hér á landi og bera sam- eiginlega ábyrgð á fjármögnun. Ábyrgjast fjármögnunina Reykjavíkurborg og ríkið ábyrgj- ast samkvæmt þessu fjármögnun verkefnisins með að hámarki 135 milljóna króna framlagi hvor aðili um sig. Kostnaðargreining á kröfu- lýsingu European Film Academy hefur verið unnin í samvinnu við aðildarfélög Meet in Reykjavík og KPMG og hljóðar upp á u.þ.b. 270 m.kr. með vsk. Að undirbúningi málsins hafa komið fulltrúar menntamálaráðuneytisins, Kvik- myndamiðstöðvar, Íslandsstofu og RÚV, auk Meet in Reykjavík og Reykjavíkurborgar. Mat hópsins er að hægt verði að ná kostnaði mjög niður með því að leita hagkvæm- ustu leiða við framkvæmd viðburð- arins, leita kostunar og kostnaðar- þátttöku stuðningsaðila. Fram kemur í greinargerð að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1988 í Vestur- Berlín en tilgangur þeirra er að fagna, styðja við og vekja athygli á evrópskri kvikmyndagerð. Verðlaunahátíðin fer fram ár- lega, annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skiptis í öðrum borg- um Evrópu. Í ár fer hátíðin fram í Sevilla á Spáni en hún hefur einnig farið fram í London, París, Róm, Barcelona, Varsjá, Kaupmanna- höfn, Tallinn, Möltu, Riga og Wroc- law, svo dæmi séu nefnd. Veitt eru verðlaun í 23 flokkum. Íslendingar hafa verið tilnefndir til verðlauna í nokkur skipti. Búast megi við að hátíðin laði til sín fjölmarga erlenda gesti víða að úr kvikmyndaheiminum. Ráðgert er að hátt í 1.400 gestir verði á verðlaunahátíðinni sjálfri, auk vel á annað hundrað erlendra blaða- manna sem munu fjalla um hátíðina og umgjörð hennar í sínum miðlum. „Sýnt verður beint frá verðlauna- kvöldinu og því ljóst að hátíðin, með íslensku ívafi, mun fá mikla umfjöllun,“ segir í greinargerðinni. Verða Evrópsku kvikmynda- verðlaunin afhent í Hörpu? Morgunblaðið/Árni Sæberg Glervirki Hörpu Menningarhúsið verður mögulega vettvangur verðlaunahátíðarinnar í desember árið 2020.  Ríki og borg sækja um hátíðina 2020  Kostnaður er áætlaður 270 milljónir Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Níu íslenskir sjúkrahúslyfjafræð- ingar sendu svör við könnun sem Evrópusamtök sjúkrahúslyfjafræð- inga gerðu frá síðari hluta mars og fram í júní þar sem spurt var um lyfjaskort. Þetta kemur fram á heimasíðu Lyfjastofnunar en þar kemur einnig fram að stofnunin vinni að ýmsum úrbótum til að koma í veg fyrir eða milda áhrif sem lyfjaskortur getur haft á lyfjanotendur. Svör bárust frá 38 löndum og í ljós kom að tæp 92% svarenda höfðu glímt við lyfjaskort í sjúkrahúsapótekum og 35% segjast glíma daglega við lyfjaskort. Dæmigerður biðtími eftir lyfjum er 2,2 mánuðir. Að meðaltali tekur það fimm klst. á viku að leita lausna vegna lyfjaskorts. Ísland, Danmörk og Rússland skera sig úr hvað þenn- an þátt varðar því samkvæmt könn- uninni fara yfir 15 klst. á viku í þess- um löndum í leit að lausnum vegna lyfjaskorts. Sýklalyf skortir oftast, þar á eftir bóluefni og krabbameinslyf. Samkvæmt könnuninni voru 12 dauðsföll á fyrrgreindu tímabili rak- in til skorts á lyfjum, 50% svarenda telja að lyfjaskortur tefji meðferð og 25% telja að að mistök hafi verið gerð vegna skorts á lyfjum. 78% svarenda töldu að langoftast eða alltaf væri hægt að bjóða meðferð með lyfi sem væri sambærilegt við það sem skorti. 92% segja lyf skorta í sjúkrahúsapótekum  Sjúkrahúslyfjafræðingar á Íslandi leita lausna í 15 klst. á viku vegna lyfjaskorts Morgunblaðið/Sverrir Skortur Lyfjaskortur er algengur. Fyrstu ferðamenn vetrarins á veg- um bresku ferðaskrifstofunnar Super Break lentu á Akureyrar- flugvelli í gær. Flugferðirnar verða alls 29 í vetur og í hverri ferð verða sæti fyrir 200 manns. Eins og áður hefur komið fram sér Titan Airways núna um flugið og lendingin á Akureyrarvelli í gær var þeirra fyrsta. Til verksins var notuð ein af stærri vélum félagsins, Airbus A321, og gekk lendingin vel, segir í tilkynningu frá Markaðs- stofu Norðurlands. Kom vélin frá Exeter í Bretlandi en flogið verður frá alls 18 flugvöllum þar í landi. Von er á alls 4.500 manns í vetur. Akureyri Flugvél frá Titan Airways lenti í gær með fyrstu farþega vetrarins. Fyrsta ferð með breska ferðamenn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.