Morgunblaðið - 11.12.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Margrét Sigurlaug Stef-ánsdóttir, söng- ogtónlistarkennari, á 50
ára afmæli í dag. Hún er
deildarstjóri söng- og píanó-
deildar Tónlistarskóla Árnes-
inga.
„Þetta er stór skóli, við er-
um með 500 nemendur og
rúmlega 30 kennara, þetta er
því einn af stærri skólunum á
landinu. Þetta er öll sýslan og
við erum með tólf kennslustaði
upp með allri Árnessýslunni
og niður með ströndinni, en
aðalstarfsstöðin er á Selfossi
og ég vinn mest þar en einnig
í Hveragerði.“
Margrét er úr Skagafirði en
flutti í Ölfus 1991 og hefur
verið þar síðan. Auk þess að
hafa verið söng- og píanókenn-
ari við Tónlistarskóla Árnes-
inga síðan þá hefur hún verið organisti í Grímsnesi og á Laugar-
vatni um tíma.
Hún býr á Hvoli í Ölfusi og hefur ásamt manni sínum, Ólafi H.
Einarssyni, rekið þar hestabú í tæp 30 ár. „Við höfum dregið saman
hestahaldið og snúið okkur meira að gistingu fyrir ferðamenn.
Starfsemin er rekin undir nafninu Elding apartments en nafnið Eld-
ing er dregið af stofnhryssu hrossaræktar okkar, Eldingu frá Víði-
dal.“
Auk tónlistarkennslu hefur Margrét verið kórstjóri Söngsveitar
Hveragerðis og sönghóps sem kallar sig Veirurnar. „Ég ákvað að
taka mér frí frá kórstjórn í vetur því ég skellti mér í nám í verk-
efnastjórnun og leiðtogafærni við Endurmenntun Háskóla Íslands.
Ég er í prófum og verkefnaskilum núna ásamt kennslu og er því
ekki mikið að syngja fyrir þessi jól nema þá bara í kennslustofunni.“
Yngsta dóttirin heldur uppi merkjum fjölskyldunnar í staðinn, en
hún er í strengjasveit Tónlistarskóla Árnesinga sem heldur nem-
endatónleika í Reykjavík í kvöld ásamt annarri strengjasveit í bæn-
um. „Ég fer því á tónleika á afmælinu, sem er viðeigandi, og svo hef
ég hlerað að börnin mín séu að skipuleggja eitthvað óvænt um
helgina. Fjölskyldan fer síðan í ferðalag og verður í sól og slökun
um jól og áramót.“
Börn Margrétar og Ólafs eru Marta Rut, 27 ára, Oddur, 26 ára,
og Ingibjörg, 14 ára, og barnabarnið er Ólafur Ingi, tveggja ára.
Tónlistarkennari Margrét fer á
tónleika hjá dóttur sinni í kvöld.
Skerpir á leiðtoga-
færninni í vetur
Margrét S. Stefánsdóttir er fimmtug í dag
S
tefán Jón Bernharðsson
Wilkinson fæddist í
Reykjavík 11.12. 1978
og ólst þar upp, fyrst í
Neðra-Breiðholtinu, síðan
í Seljahverfi og loks í Heiðargerði í
Smáíbúðahverfinu. Hann var í
Hvassaleitisskóla, stundaði nám við
Menntaskólann við Hamrahlíð og
lauk stúdentsprófum þaðan, hóf nám
á Es-horn hjá Stefáni Stephensen, hóf
tónlistarnám við Tónlistarskólann í
Reykjavík 1992, stundaði þar nám á
franskt horn hjá Jósef Ognibene, lauk
einleikaraprófi þaðan 1998, stundaði
síðan nám við Norges Musikkhøy-
skole og lauk þaðan Cand.mag.-prófi
og síðan diplom námi á einleikara-
braut hjá prófessor Frøydísi Ree
Wekre 2005.
Á sumrin sinnti Stefán Jón tónlist-
inni á fullu, var á tónlistarnámskeið-
um og lék með ýmsum ungmenna-
hljómsveitum hér á landi og erlendis.
Stefán Jón fékk óvenjuungur stöðu
sem hornleikari við Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og hefur verið meðlimur
hljómsveitarinnar frá árinu 2000.
Hann er núverandi leiðari horndeild-
ar hljómsveitarinnar frá árinu 2015.
Stefán Jón hefur auk þess leikið og
Stefán Jón Bernharðsson Wilkinson hornleikari – 40 ára
Í dýragarði Í Chesther á Englandi, Myrkvi með rauða húfu, lengst til
vinstri, Stirnir á háhesti hjá föður sínum og Tinna lengst til hægri.
Hefur áhuga á viskíi
og eðalhandverksbjór
Hornablásarar Horndeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands með heiðurstjórnandanda sveitarinnar, Vladimir Ashkenazy.
Hveragerði Þórhildur Sara Guðbrandsdóttir fæddist í Reykjavík þann 20. mars
2018. Hún vó 3.890 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristþóra Gísla-
dóttir og Guðbrandur Daníelsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is