Morgunblaðið - 11.12.2018, Page 30

Morgunblaðið - 11.12.2018, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Tónlist Jórunnar Viðar, tónskálds og píanóleikara, í fyrstu leiknu kvikmynd Óskars Gíslasonar, Síðasta bænum í dalnum, er tímamótaverk í íslenskri tónlistarsögu rétt eins og myndin sjálf í íslensku kvikmyndasögunni, en hún var frumsýnd árið 1950 og naut frá upphafi fádæma vinsælda. Þótt mynd- og hljóðgæðin þættu vel viðunandi á sínum tíma hafa þau ekki staðist tím- ans tönn og ekki bætti úr skák að þau hafa verulega laskast í áranna rás. Auk þessa var talið næsta víst að nótur Jór- unnar væru týndar og tröllum gefnar. Útlitið fyrir Síðasta bæinn í dalnum var sannarlega ekki gott. Nú horfir hins vegar allt til betri vegar því Kvik- myndasafn Íslands hefur endurunnið myndina á stafrænt form, sumar nótur Jórunnar fundist og Þórður Magnús- son tónskáld að öðru leyti búinn að skrifa tónlistina upp eftir myndinni og útbúa til flutnings. Ekkert er því að vanbúnaði fyrir Bíótónleika, sem Kvikmyndasafn Ís- lands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, standa í sameiningu að í tilefni af ald- arafmæli Jórunnar, sem fæddist 7. desember 1918 og lést í fyrra. Myndin verður sýnd við lifandi hljóðfæraleik Sinfóníuhljómsveitarinnar kl. 19.30 í kvöld, þriðjudag 11. desember, í Eld- borg í Hörpu. Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason og ein- söngvari Hildigunnur Einarsdóttir. Partur af þjóðlagaarfinum „Mér var sagt að enginn hefði hug- mynd um hvað orðið hefði um nótur Jórunnar og því þyrfti ég að skrifa þær upp eftir eyranu,“ rifjar Þórður upp og vísar til þess þegar tónlistarhópurinn KaSa kom að máli við hann fyrir meira en áratug. „Ég býst við að hópurinn hafi leitað til mín vegna þess að ég var nýbúinn að skrifa nótur eftir eyranu fyrir Kvæðamannafélagið Iðunni. Til stóð að halda tónleika og sýna brot úr myndinni. Úr varð að ég tók verkefnið að mér og útsetti þannig að það var að- gengilegt í píanóraddskrá, en kláraði ekki að útsetja fyrir hljómsveit. Til hliðsjónar hafði ég skissur sem Jórunn lét mig hafa.“ Þórður þekkti vel til tónverka Jór- unnar, sem hann hafði löngum hrifist af, en kynnst henni fyrst í tengslum við verkefnið fyrir KaSa hópinn. „Jórunn er tvímælalaust áhrifavaldur minn í tónsmíðunum. Líkt og hún, hef ég farið þá leið að nýta mér íslenska þjóðlaga- arfinn, sem hún á þessum tíma jók mér skilning á. Tónlistin í Síðasta bænum í dalnum er á þessum nótum, lifandi og nátengd menningararfinum. Jórunn notfærir sér ekki bara þennan arf, hún er partur af honum og viðheldur hon- um á sama tíma.“ Hluti gersemanna fundust Hann var himinlifandi fyrir tæpu ári þegar hann var beðinn um að skrifa nótur að tónlistinni í myndinni sem átti að sýna í fullri lengd og við tónlistar- undirleik Sinfóníunnar. „Mér fannst æðislegt tækifæri að fá að klára verk- efni sem ég hafði verið byrjaður á. Í millitíðinni hafði reyndar fundist hell- ingur af nótum úr verkinu; sérnótur fyrir hljóðfæraparta, til dæmis horn, klarinett og fleiri hljóðfæri. Þar sem ekki hafði allt komið í leitirnar þurfti að raða þessu saman í raddskrá og fylla síðan inn í það sem vantaði.“ Gersemarnar leyndust í kassa í Tón- verkamiðstöðinni. „Svo ég monti mig aðeins, þá var það sem ég hafði skrifað eftir eyranu um árið nánast villulaust og hefði alveg reddast,“ segir Þórður og heldur áfram: „Ég var í samstarfi við Axel Inga Árnason, sem var að skrifa meistararitgerð um Jórunni og framlag hennar til íslenskrar tónlist- arsögu og fékk hjá honum ýmis gögn. Hann hafði verið að skoða nótnapart- ana úr geymslunni og sitthvað fleira. Rannsóknir hans léttu mér vinnuna heilmikið þótt um leið hefði annað komið í ljós sem gerði mér erfiðara fyrir. Ég hélt að vinnan fælist í að skrifa niður hvernig tónlistin yrði not- uð í myndinni, búa til raddskrá og að finna út á hvaða tímapunkti tónlistin kæmi inn í. Upprunalegt eintak með hljóð og mynd hafði ekki varðveist og þegar ég fór að skoða fyrirliggjandi eintak frá árinu 1968 kom í ljós að tón- listin féll bara alls ekki að henni. Ekki nóg með það heldur sá Þórður í hendi sér að Jórunn hefði ekki viljað nota tónlistina með þeim hætti sem gert var. Verkefnið breyttist og hann fór að skoða hvernig líklegast væri að tónlistin hefði upphaflega átt að vera – hvernig Jórunn hefði hugsað sér hana. „Smám saman varð mér ljóst að það var alveg hárrétt sem Lovísa Fjeld- sted, dóttir hennar, sagði einhverju sinni að Jórunn hefði verið með skeið- klukkuna á lofti þegar hún var að semja tónlistina fyrir myndina. Mikið af tónlistarlegum atriðum þurfti að smellpassa til þess að þetta gengi upp,“ segir hann og viðurkennir að hafa á stundum þurft að taka sér skáldaleyfi. Að sögn Þórðar var sú áskorun sem fólst í verkefninu svolítið annars eðlis en hann reiknaði upphaflega með. „Meiri hugmynda- og tilgátuvinna. Eins og raunar margar kvikmyndir frá þessum tíma reiðir Síðasti bærinn í dalnum sig mikið á tónlistina sem skip- ar þar stærri sess en ég gerði mér grein fyrir. Enda réðu menn á þeim tíma ekki yfir þeirri tækni að geta bara ýtt á einn takka til að skapa réttu stemninguna með umhverfishljóðum. Tónlistin þurfti að sinna því hlutverki. Sjálf myndin er 122 mínútur að lengd og þar af tónlist í rúmlega 100 mín- útur,“ segir Þórður. Nýjasti Síðasti bærinn í dalnum  Þórður Magnússon tónskáld hefur skrifað tónlistina upp eftir fyrstu leiknu kvikmynd Óskars Gíslasonar og útbúið hana til flutnings  Bíótónleikar í Hörpu  Til heiðurs Jórunni Viðar Morgunblaðið/Eggert Músík og mynd Þegar Þórður Magnússon skoðaði fyrirliggjandi eintak af Siðasta bænum í dalnum frá 1968 kom í ljós að hljóð og mynd fóru ekki saman. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Tónskáld Jórunn Viðar. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Höfundur Óskar Gíslason. Sígilt ævintýri Efniviður myndarinnar er í anda gömlu þjóðsagnanna, sígilt ævintýri um baráttu góðs og ills. Tröll og álfadrottning koma við sögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.