Morgunblaðið - 24.12.2018, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 4. D E S E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 302. tölublað 106. árgangur
EPLIN KOMU
MEÐ JÓLAILMINN
Í TORFBÆINN
HELDUR JÓL Í MÓSAMBÍK
NIKOLAJ CEDER-
HOLM LEIKSTÝRIR
EINRÆÐISHERRA
ÍNA STEINKE 14 FRUMSÝNING Á STÓRA SVIÐINU 38AÐALBJÖRG Á ÞVERÁ 18
Morgunblaðið/Eggert
Gleðileg jól
Jólin Nú styttist í jólin, sem oft eru nefnd hátíð barnanna. Krakkarnir á leikskólanum Geislabaugi fylgdust einbeitt á svip með jólasveinunum sem birtust á jólaballi skólans. »24-25
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Skýrsla innri endurskoðunar
Reykjavíkurborgar um kostnað
vegna framkvæmda við braggann
við Nauthólsveg varpar ljósi á gífur-
lega sóun á fjármunum borgarbúa.
Þetta er einróma álit oddvita þeirra
flokka sem mynda minnihlutann.
„Skýrslan er mjög ítarleg og það
sem stendur upp úr í henni er að
ábyrgð borgarstjóra í málinu er
staðfest,“ segir Eyþór Laxdal Arn-
alds, oddviti Sjálfstæðisflokksins,
um birtingu og efni skýrslunnar.
Auk Eyþórs krefjast Kolbrún
Baldursdóttir, oddviti Flokks fólks-
ins, og Vigdís Hauksdóttir, oddviti
Miðflokksins, þess að Dagur B. Egg-
ertsson stígi til hliðar sem borgar-
stjóri. „ Það er eitthvað meiriháttar
að hjá skrifstofu eigna og atvinnu-
þróunar hjá borginni þar sem Dagur
er einmitt æðsti yfirmaður. Þarna
fara öll spillingar- og framúrkeyrslu-
málin í gegn. Nú er svo komið að
hann verður að segja af sér,“ segir
Vigdís í samtali við Morgunblaðið.
Að sögn Sigurborgar Óskar Har-
aldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata,
verður endanleg ákvörðum um
stuðning við borgarstjóra tekin á
fundi flokksins í janúar nk.
Oddvitar vilja af-
sögn borgarstjóra
„Braggamálið“ sóun á fjármunum Píratar funda í janúar
MDagur sagður hafa brugðist »2
15
í dag
aðfangadag
Opið til
*
*Opið til 14 á Hvolsvelli
Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is
Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum
gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin
á árinu sem er að líða.