Morgunblaðið - 24.12.2018, Side 18

Morgunblaðið - 24.12.2018, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 VIÐTAL Atli Vigfússon laxam@simnet.is „Ég hlakkaði alltaf mikið til jólanna. Það var svo gaman að fá einhverja tilbreytingu og við systurnar vorum ekki háar í loftinu þegar við fórum að hjálpa til við undirbúninginn. Við fórum snemma í það að breiða út laufabrauðið með mömmu og allt heimilisfólkið tók þátt í því að skera. Þá voru bara notaðir vasahnífar því laufabrauðshjól þekktust ekki.“ Þetta segir Aðalbjörg Jónas- dóttir, sem man tímana tvenna, en hún ólst upp í torfbænum á Þverá í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Aðalbjörg var orðin 27 ára þegar hún flutti að heiman og hóf búskap ásamt manni sínum, Bergsteini Lofti Gunnarssyni (1918-1999), í Kasthvammi í sömu sveit. En hún á fjölda minninga frá veru sinni í Þverárbænum, enda alltaf margir í heimili og margt að gera. Mikið bakað og saumað á aðventunni „Jólaskraut þekktum við lítið því við áttum ekkert skraut eins og er í dag. En það var alltaf heimasmíðað jólatré hjá okkur og voru bundnar á það greinar og þá einkum einir. Við skreyttum það með sælgætispokum og það var mjög skemmtilegt að hafa það í stofunni. Svo var mjög gaman að baka með mömmu en hún bakaði hvíta lagtertu og auk þess smákökur. Það voru einkum gyð- ingakökur og hálfmánar. Við syst- urnar vorum með í bakstrinum og það var mikið bakað. Almennt voru karlmennirnir ekki í inniverkum og þess vegna kom það sér vel fyrir mömmu að við systurnar vorum fljótt hjálplegar í jólaundirbún- ingnum,“ segir Aðalbjörg sem man líka vel eftir því þegar móðir hennar var að sauma föt því margir fengu nýja flík á þessum árstíma. Tilbúinn fatnaður fékkst ekki og svo kom sér vel að á heimilinu var gömul kona sem prjónaði mjög mik- ið, bæði sokka og vettlinga sem mikið þurfti af. Hún sleppti ekki prjónunum. Jólabað í bala Á Þorláksdag fór allt heimilis- fólkið í bað. Ekki var neitt baðkar í torfbænum á Þverá, en fólkið fór til skiptis í stóran þvottabala og var allt vatn hitað í potti í eldhúsinu á kolaeldavélinni sem þá var tekin við af hlóðunum að hluta til. Föt voru þvegin og var notuð heimagerð sápa sem var búin til úr tólg og vítisóda til þess að þvo úr flíkunum. Sjálf gerði Aðalbjörg svona sápu eftir að hún fór að búa, en í hennar æsku var líka komin sól- sápa sem var notuð í fínni þvotta. Þá urðu rúmin líka að vera hrein þegar allir voru búnir að fara í bað og var allur rúmfatnaður þveginn. Stundum var erfitt að þurrka lökin og sængurverin ef illa viðraði enda oft erfitt að þurrka úti á þessum árstíma. Einstaka sinnum var það hægt en oftar en ekki þurfti að hengja upp inni í litlu plássi og litlum hita. Kynding var ekki mikil en það var kolaofn í baðstofunni svo krakkarnir héldu sig oft þar því þar var heitara en annars staðar. Á kvöldin slokknaði svo á ofn- inum og var ekki kveikt upp aftur fyrir nóttina. Þá var oft kalt að vakna á morgnana, en Aðalbjörg segir að þau hafi átt góðar dún- sængur sem voru hlýjar og björg- uðu miklu. Í eldhúsinu var ylur af kolavélinni og þar voru oft hengdar upp flíkur til þerris, en það var erfitt að hengja þar upp mikinn sængur- fatnað. Jólailmurinn kom af eplunum „Við bjuggum ekki við matar- skort,“ segir Aðalbjörg. „Oft var slátrað kind fyrir jólin og á að- fangadag voru stór kjötstykki brún- uð og soðin var þykkur hrís- grjónagrautur sem var mjög góður. Fyrir jólin hafði pabbi farið til Húsavíkur og keypt eplakassa og fengum við krakkarnir epli eftir matinn á sjálfum jólunum. Pabbi var yfirleitt sá eini sem fór til Húsa- víkur til þess að draga að og ég man ekki eftir því að mamma eða við krakkarnir færum með þegar við vorum lítil.“ Aðalbjörg segir að eplalyktin hafi komið með jólin í gamla bæinn og börnin voru hugfangin af að sjá þessa fallegu ávexti sem eplin voru. Seinna komu svo appelsínur, en svona munaðarvöru mátti ekki borða fyrir jól og því var mikil eftir- vænting eftir því að fá að borða epl- in sem voru svo góð og lyktuðu svo vel. Það var á sjálfu aðfangadags- kvöldinu sem fjölskyldan á Þverá sat með kaffi, laufkökur og smákök- ur eftir að hafa borðað jólamatinn og þá var komið með eplin góðu handa börnunum. Á jóladag var hins vegar hangikjöt og heima- tilbúinn ávaxtagrautur með rjóma. Þeir ávextir voru þurrkaðir og hafði pabbi þeirra keypt þá í kaupfélag- inu á Húsavík. Þetta var góður grautur. Kálfar fengu að hoppa í hlóðaeldhúsinu Skepnurnar þurftu sína umhugs- un og gengið var til verka eins og venjulega alla jóladagana. Kindur voru í þremur torffjárhúsum á heimatúninu. Kýrnar voru hins vegar í fjósi sem er samtengt torfbænum og voru kýr og kvígur á 4 básum og stundum 1-2 kálfar í stíu. Það var við hliðina á svokölluðu lækjarhúsi og mikil þægindi voru það að þurfa ekki út í stórhríðum til þess að sækja vatn handa kúnum og svo allt það vatn sem þurfti í bæinn. Aðalbjörg man eftir sér við að troða kúaheyinu í poka í torfhlöð- unni sem var norðar í túninu. Hver kýr átti sinn poka. Aðalbjörg hafði uppáhald á kálfunum og stundum leystu krakkarnir kálfa sem voru í stíunni í fjósinu og fóru með þá inn í hlóðaeldhús þar sem þeir fengu að hoppa og leika sér. Þótti það mjög skemmtileg iðja. Hlakkar enn til jólanna Lítið kom af jólakortum en þó eitthvað. Venjuleg jólaboð voru ekki á milli bæja en jólamessan var hins vegar árlegur viðburður enda kirkja á hlaðinu heima á Þverá. Það var oftast messað annan í jólum og komu allir þeir í dalnum sem gátu. Þá var mikið um að vera á Þverá við að undirbúa messukaffið og oft var margt um manninn og fólkið hittist og spjallaði. „Ég skil ekki að nokkur kynslóð muni lifa aðrar eins breytingar eins og mín kynslóð hefur gert,“ segir Aðalbjörg sem er orðin 90 ára, en á þessum árum hafa orðið ótrúlegar framfarir hjá fólkinu í landinu. Allt er gjörbreytt og það hafa orðið framfarir sem engum datt í hug að yrðu að veruleika. En hún er hress og heilsugóð og hlakkar enn til jólanna. Gaman á jólum í gamla bænum  Aðalbjörg Jónasdóttir ólst upp í torfbæ á Þverá í Laxárdal  Margir í heimili og nóg að gera  Jólin voru tilhlökkunartími  Farið til Húsavíkur til að kaupa eplakassa  Lítið um jólakort Morgunblaðið/Atli Vigfússon Man tímana tvenna Aðalbjörg Jónasdóttir rifjar upp jól bernskuáranna á bænum Þverá í Laxárdal. Torfbærinn á Þverá í Laxárdal, S-Þing., á sér langa og merki- lega sögu. Í bænum var búið í rúm 100 ár en hann byggði Jón Jóakimsson á árunum 1849-1851. Hann hafði lært til smiðs í Reykjavík og fékk síðar sveinsbréf sitt hjá smiðnum og at- hafnamanninum Þorsteini Daníelssyni á Skipalóni. Jón byggði einnig kirkju á jörðinni og hélt ítarlegar dagbækur um fram- vinduna í þeim miklu framkvæmdum sem hann stóð í ásamt sínu fólki. Í Þverárbænum var fyrsta kaupfélagið stofnað, þ.e. Kaup- félag Þingeyinga, en stofnfundurinn var í suðurstofu Þverár hinn 20. febrúar árið 1882. Hætt var að búa í bænum árið 1966. Hann er nú í vörslu Þjóðminjasafns Ísland og er mik- ilvægur minnisvarði um byggingarhefð íslenskra torfbæja. Fyrsta kaupfélagið stofnað í torfbænum ÞVERÁ Í LAXÁRDAL Í S-ÞINGEYJARSÝSLU Friðaður Bærinn Þverá í Laxárdal er sögufrægur. Zona Industrial da Mota • Apart. 136 - 3834-909 ILHAVO - Portugal • Telef. 234 326 560 / 1 • Fax 234 326 559 Liporfir - vinnsla og verzlun með íslenskan saltfisk í 20 ár. Fiskur frá okkur er í hæsta gæðaflokki. Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári Saltaður og þurrkaður þorskur - Gadus Morhua morhuaProdutos Alimentares, S.A. ARMAZENISTAS IMP. - EXP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.