Morgunblaðið - 24.12.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.12.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 Veður víða um heim 23.12., kl. 18.00 Reykjavík 3 súld Hólar í Dýrafirði 5 rigning Akureyri 5 skýjað Egilsstaðir 1 léttskýjað Vatnsskarðshólar 3 súld Nuuk 2 snjókoma Þórshöfn 2 skýjað Ósló -4 alskýjað Kaupmannahöfn 0 skýjað Stokkhólmur -5 snjóél Helsinki -10 skýjað Lúxemborg 8 rigning Brussel 10 þoka Dublin 7 súld Glasgow 3 þoka London 12 rigning París 13 súld Amsterdam 7 súld Hamborg 6 skýjað Berlín 7 rigning Vín 8 skýjað Moskva -7 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 8 þoka Barcelona 17 heiðskírt Mallorca 16 léttskýjað Róm 14 léttskýjað Aþena 13 heiðskírt Winnipeg -9 snjókoma Montreal -8 snjókoma New York 4 heiðskírt Chicago 0 þoka Orlando 14 heiðskírt  24. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:24 15:32 ÍSAFJÖRÐUR 12:10 14:55 SIGLUFJÖRÐUR 11:55 14:36 DJÚPIVOGUR 11:02 14:52 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag (jóladagur) Suðaustan og síðar sunn- an 10-18 með rigningu og súld. Hiti 3 til 10 stig. Á miðvikudag (annar í jólum) Sunnan og suðvest- an 10-15 og rigning eða skúrir. Hiti 2 til 7 stig. Suðvestan 13-23 m/s, hvassast N-til og suðaustan Vatnajökuls, talsvert hægari á S- og SV-landi. Skýjað en úrkomulítið og hiti 3 til 10 stig, hlýjast á Austfjörðum. Dregur úr vindi í kvöld. 595 1000 Gleðileg jól Heimsferðir óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ferðaári. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér finnst aðeins eins og verið sé að ráðast gegn okkur í sveitarstjórn en þó ekkert alvarlega. Þeim er al- veg frjálst að álykta eins og þau vilja og okkur er frjálst að velja þá leið sem við viljum,“ segir Ingimar Ingi- marsson, oddviti sveitarstjórnar Reykhólahrepps. Leitað var álits hans á ákalli sveitarstjórnar Tálkna- fjarðarhrepps og bæjarstjórnar Vesturbyggðar til íbúa Reykhóla- hrepps um áframhaldandi samstöðu um láglendisveg út úr fjórðungnum samkvæmt leið ÞH sem fer um Teigsskóg. „Okkur hefur fundist af umfjöllun síðustu daga að R-leiðin verði fyrir valinu hjá sveitarstjórn Reykhóla- hrepps. Við erum ekki sannfærð um að það sé endilega vilji fólksins sem sem býr í hreppnum og höfum raun- ar heyrt ólík viðhorf,“ segir Iða Marsibil Jónsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Vesturbyggðar, um ástæð- ur ákallsins sem birt er á heimasíð- um sveitarfélaganna, einnig á vef Reykhólahrepps. Hún lýsir þeirri skoðun sinni að eðlilegt sé að kjörnir fulltrúar fólksins í Reykhólahreppi endurspegli viðhorf íbúa. Pressar ekki á aðra Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur ekki ákveðið hvor leiðin verður valin. Það verður gert á fyrsta fundi nefndarinnar á nýju ári. Ingimar er yfirlýstur stuðningsmaður R-leiðar- innar sem liggur yfir utanverðan Þorskafjörð og um Reykhóla. Hann segist ekki hafa krafið aðra sveitar- stjórnarmenn svara um hvora leið- ina eigi að velja. Sveitarstjórnin hafi hins vegar viljað kanna til þrautar R- leiðina til þess að geta haft nauðsyn- legar upplýsingar þegar sveitar- stjórn tekur sína ákvörðun. Spurður um möguleika á því að leyfa íbúunum að velja leiðina segir Ingimar að engar óskir hafi komið fram um slíkt. Hann segir að íbú- arnir hafi valið sér hreppsnefnd til að taka slíkar ákvarðanir. Ef sam- staða verði í sveitarstjórn um ákveðna leið sé engin þörf á að efna til íbúakosningar. Teigsskógarleið ÞH er langt kom- in í undirbúningi hjá Vegagerðinni og Reykhólahreppi. Iða Marsibil ótt- ast að framkvæmdir tefjist í mörg ár til viðbótar ef önnur leið verði valin. „Það skiptir alla Vestfirðinga gríðar- legu máli að fá samgöngubætur á Vestfjarðavegi í gegn sem allra fyrst og íbúar Reykhólahrepps hafa lykil- inn að þeim samgöngubótum í sínum höndum,“ segir í ákalli Vesturbyggð- ar og Tálknafjarðar til íbúa Reyk- hólahrepps. Verður hressilegur fundur Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Reykhólahrepps og þingmenn kjördæmisins hafa verið boðuð á fund umhverfis- og samgöngunefnd- ar Alþingis í byrjun janúar til að ræða málin. „Það verður allavega hressilegur fundur,“ segir Ingimar oddviti. Snúa sér beint til íbúanna  Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur biðja íbúa Reykhólahrepps um áfram- haldandi samstöðu um Teigsskógarleið  Ekki verið óskað eftir íbúakosningu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fjallvegir Báðar leiðirnar sem nú eru til umræðu á Vestfjörðum sneiða hjá hálsunum svonefndu, Ódrjúgshálsi og Hjallahálsi, sem eru farartálmar. Engir nýliðar á nýju ári  Núverandi flug- liðar sjá um vinnuna Svanhvít Friðriksdóttir, fjölmiðla- fulltrúi WOW air, segir líklegt að engar nýjar flugfreyjur verði ráðn- ar til afleysingastarfa hjá flugfélag- inu næsta sumar. „Við munum vissulega fjölga flug- liðum verulega yfir sumartímann, en við teljum líklegt að við náum að manna það eingöngu með flugliðum sem hafa verið hjá okkur áður,“ segir Svanhvít við Morgunblaðið. Endurskipulagning á flugfélaginu stendur nú yfir en liður í því er sala WOW air á fjórum Airbus-farþega- þotum til kanadíska flugfélagsins Air Canada. Kemur þetta fram í til- kynningu frá flugfélaginu og hefur samningur þess efnis verið undirrit- aður. „Þetta er mjög og jákvætt og mikilvægt skref í endurskipulagn- ingu Wow air þar sem við bæði minnkum flotann og bætum lausa- fjárstöðu félagsins með sölu á þess- um flugvélum,“ sagði Skúli Mogen- sen, forstjóri og stofnandi WOW air. Flugumferðarstjórar á Keflavíkur- flugvelli eru með viðbragðsáætlun til staðar ef sést til dróna nálægt flug- vellinum eins og gerðist á Gatwick- flugvellinum í London í vikunni. „Ef það verður vart við dróna á flugi nálægt flugvellinum er byrjað á því að láta flugstjóra um borð í þeim vélum sem eru á leiðinni til Keflavík- ur vita um að það hafi sést til dróna í nálægð við flugvöllinn. Síðan er haft samband við lögreglu og það til- kynnt,“ segir Guðjón Helgason, upp- lýsingafulltrúi Isavia. „Síðan er farið í mat hér innanhús hjá okkur með yf- irmönnum í flugumferðastjórninni á þeim viðbrögðum sem þarf að grípa til út frá öryggissjónarmiðum. Hvort það þarf að beina flugvélum eitthvað annað eða mögulega að grípa til að- gerða eins og gert var í Gatwick, að loka brautum. Það er bara metið út frá atburðum og öryggissjónar- miðum,“ segir Guðjón og bætir við að Samgöngustofa haldi utan um all- ar þær reglur sem snúa að drónum. Búnir undir drónaflug Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Nýtt matskerfi á launauppbyggingu forstöðumanna ríkisstofnana tekur gildi um áramótin en starfsstéttin heyrði áður undir kjararáð. Fjár- málaráðuneytið metur nú laun hvers og eins forstjóra fyrir sig. „Forstöðumönnum bárust bréf í vikunni frá fjármálaráðuneytinu þar sem þeim var kynnt niðurstaða úr þessu matskerfi sem búið er að byggja upp. Sem tiltekur ákveðna þætti varðandi umfang, álag, um- sýslu og fleira. Niðurstaðan úr því mati er einhver tala sem menn voru að fá senda hver og einn í sérstöku bréfi,“ segir Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar og for- maður Félags forstöðumanna ríkis- stofnana. „Það er svo samtal sem viðkomandi forstöðumenn þurfa að eiga við sitt ráðuneyti um niðurstöðu matsins og hvort menn séu sáttir og hvað þá eigi að gera. Þessi samtöl eru eitthvað byrjuð en eru að stærstum hluta eitthvað sem er eftir.“ Ekki hafa allir ríkisforstjórar fengið bréf með nýja matinu heim en þrátt fyrir það verða laun greidd út samkvæmt nýja matskerfinu fyrsta janúar á næsta ári. „Þannig að menn munu ekki hafa tækifæri til þess að ræða neitt fyrr en eftir þann tíma,“ segir Gissur sem býst við að launasamtölin muni eiga sér stað á nýja árinu. Spurður hvort félaginu hafi borist einhverjar at- hugasemdir um launalækkanir hjá félagsmönnum segir hann svo ekki vera ennþá. „Ég fékk mitt bréf bara á fimmtu- daginn þannig að þetta er bara ennþá að berast og sumir kannski ekki bún- ir að fá bréf.“ Hann veit ekki til þess að einhverjir séu að taka á sig launa- lækkanir en mögulega hefur ein- hverjum verið tilkynnt að launin þeirra taki ekki breytingum í ein- hvern tíma. Hrifnari af nýja kerfinu Gissur telur nýja launakerfið hins vegar framför frá fyrra fyrirkomu- lagi. „Það má segja að almennt séð séum við hrifnari af þessu kerfi. Það er gagnsætt kerfi og við vitum hvaða þættir þetta eru og þá er verið að meta embættin jafnt. Því við vissum hvorki haus né sporð á því sem kjar- aráð var að gera og hvað það var sem þau lögðu til grundvallar. Fengum aldrei að vita það. Ég held að þau hafi ekki vitað það sjálf,“ segir Gissur og bætir við að ef um launalækkanir sé að ræða sé það ekkert gamanmál. „Við erum að vona að þetta sé framfaraskref og það náist um þetta sátt en það er þungbært fyrir marga ef embættin eru að lækka í launum en þá er það ekki gamanmál en ég held að þetta verði gagnsærra og að einhverju leyti málefnalegra mats- kerfi.“ Nýtt mat á launum forstöðu- manna ríkisstofnana  Fjármálaráðuneytið metur nú launin í stað kjararáðs Gissur Pétursson Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri afhentu í gær barnadeild sjúkrahússins tólf ný sjúkrarúm, að verðmæti um 10 milljónir króna. Andrea Andrésdóttir, yfirlæknir barnadeildar, tók við gjöfinni af Jó- hannesi G. Bjarnasyni, formanni Hollvinasamtakanna. Á árinu 2018 hafa samtökin af- hent lækningatæki fyrir meira en fimmtíu milljónir króna og á síð- ustu fimm árum hafa samtökin fjár- magnað þriðjung allra tækjakaupa Sjúkrahússins á Akureyri. Alls eru um 2.500 félagsmenn í samtökunum en farið verður í átak á næsta ári til að fjölga þeim. Mark- mið samtakanna er að Sjúkrahúsið á Akureyri verði jafn vel tækjum búið og bestu sjúkrahús á Norður- löndum. „Mikilvægt er að starfsfólk hafi ávallt bestu möguleg tæki til- tæk til að þjónusta sjúklinga sem allra best,“ segir Jóhannes. Gáfu barnadeild 12 ný sjúkrarúm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.