Morgunblaðið - 24.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.2018, Blaðsíða 2
Dagur B. sagður hafa brugðist sem borgarstjóri  Þrír oddvitar minnihlutans krefjast tafarlausrar afsagnar borgarstjóra Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Fyrstu viðbrögð oddvita minnihlut- ans í Reykjavík við skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um kostnað vegna endurgerðar bragga við Nauthólsveg eru nær samhljóma. Allir segja þeir að skýrslan varpi ljósi á gríðarlega sóun á fjármunum borgarbúa. Þess utan telja þrír oddvitanna að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri verði að axla pólitíska ábyrgð í málinu og stíga tafarlaust til hliðar sem æðsti yfirmaður borgarinnar. „Það er greinilegt að hann hefur brugðist sem framkvæmdastjóri og hann segist finna til ábyrgðar. Það er auðvitað leiðinlegt að enda þetta svona eftir sextán ár, en það er eðli- legast að hann segi þetta gott,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, um stöðu Dags í kjölfar birtingar skýrslunnar. Vigdís Hauksdóttir, oddviti Mið- flokksins, tekur í svipaðan streng, en bætir við að það sé ekki síður alvar- legt að tölvupóstar starfsmanna sem tengjast málinu séu óaðgengilegir auk þess sem tölvupóstum einstakra aðila hafi verið eytt. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag voru lög og reglur um skjalastjórn opinberra stofnana þverbrotin í mál- inu. „Förgun þessara skilaboða verð- ur að líta alvarlegum augum. Maður spyr sig hver ástæðan sé og hvort það geti verið að bragginn hafi verið ruslakista sem önnur verk voru skrifuð á,“ segir Vigdís sem telur borgarstjóra ekki eiga sér undan- komuleið og að nú sé svo komið að hann verði að stíga til hliðar. „Þetta mál lyktar af spillingu“ Að sögn Kolbrúnar Baldursdótt- ur, oddvita Flokks fólksins, hefur braggamálið svokallaða einkennst af spillingu frá fyrsta degi. Þá hafi hún viljað kanna hvort tilefni væri til lög- reglurannsóknar á málinu. „Það sem er athugavert í þessu máli er að þarna eru engin útboð eða samningar gerðir auk þess sem skortur er á skjölum. Mín fyrstu við- brögð voru að kanna hvort þetta væri tilefni til lögreglurannsóknar þar sem ekkert eftirlit var haft með því hvernig fjármunum borgarbúa var eytt,“ segir Kolbrún og bætir við að tillögu hennar hafi verið svarað á þá leið að þrátt fyrir mikla misferl- isáhættu væru sannanir ekki til auk þess sem innri endurskoðun hefði Dagur B. Eggertsson Samfylkingu Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins „Ég varð í raun orð- laus þegar þetta var kynnt fyrst. Ég átti von á ýmsu en ekki þessu.“ Vigdís Hauksdóttir Miðflokki „Þetta mál ásamt hin- um spillingarmálunum sýnir að rekstur borg- arinnar er í molum.“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Pírötum „Það er alvarlegt hversu röng og villandi upplýsingagjöf er til borgarráðs í málinu.“ Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Viðreisn Eyþór Arnalds Sjálfstæðisflokki „Ég ætla að vona Dags vegna að hann stígi fram með einhverja af- stöðu í málinu.“ Sanna Magdalena Mörtudóttur Sósíalistaflokki „Maður er náttúrlega bara orðlaus yfir því hvernig þetta gat farið svona úr böndunum.“ Líf Magneudóttir Vinstri grænum talið að ekki væri um efnahagsbrot að ræða. Kolbrún kveðst vilja fá ut- anaðkomandi aðila til að fara betur ofan í einstök atriði skýrslunnar. „Þetta mál lyktar af spillingu þar sem leitað var eftir verktökum í gegnum kunningja. Allt frá því að ég tók sæti sem borgarfulltrúi hefur þetta verið slóð mála sem eru algjört bull. Borgarstjóri ber aðalábyrgðina í þessu máli og það er sannarlega komið nægt tilefni til að hann stígi til hliðar,“ segir Kolbrún. Píratar taka afstöðu á nýju ári Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, seg- ist hafa orðið orðlaus við lesningu skýrslunnar. „Ég ætlaði mér að strika yfir það sem stóð upp úr í skýrslunni með gulu en það endaði þannig að allar síðurnar voru orðnar gular. Það eru enn margar spurn- ingar eftir lesninguna,“ segir Sanna. Ekki er enn orðið endanlega ljóst hvort Píratar muni styðja Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra en formleg ákvörðun verður tekin á fundi flokksins í janúar. Að sögn Sig- urborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, nýtur Dagur stuðnings Pírata þar til annað kemur í ljós. „Þetta er ekki gott mál og í raun óásættanlegt. Ég er algjörlega sammála niðurstöðum skýrslunnar en finnst eðlilegt að við sem flokkur rýnum sameiginlega í skýrsluna. Það verður haldinn fundur með grasrót- inni í janúar þar sem skoðað verður hvaða formlegu ákvarðanir verða teknar í framhaldinu. Ég ber fullt traust til Dags og við styðjum hann þar til annað kemur í ljós,“ segir hún. Kristín Soffía Jónsdóttir, borgar- fulltrúi Samfylkingarinnar, segir þann sem ber ábyrgð í málinu hafa látið af störfum. „Að mínu mati er ekkert í skýrslunni sem styður þær vangaveltur að Dagur hafi leynt borgarráð upplýsingum. Sá sem bar ábyrgð í þessu máli er hættur störf- um,“ segir Kristín Soffía. Vísar hún í máli sínu til Hrólfs Jónssonar, fyrr- verandi skrifstofustjóra eigna og at- vinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Þá hefur Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagst ætla að segja sig úr rýnihóp sem skoða á skýrsluna nánar dragi Dagur sig ekki úr hópnum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisn- ar, er einnig í hópnum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð- ist hvorki í borgarfulltrúa Vinstri grænna né Viðreisnar. Kristín Soffía Jónsdóttir Samfylkingu „Þetta er ekki gott en í skýrslunni virðist farið vel í málið og helstu spurningum svarað.“ EKKI NÁÐIST Í ÞESSA ODDVITA ÞRÁTT FYRIR TILRAUNIR 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Í ár er langvinsælasta jólagjöfin fjölnota dömubindi fyrir stúlkur í Malaví,“ sagði Kristín S. Hjálmtýs- dóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, í samtali við Morgunblaðið, en gjafabréf frá hjálparstofnunum eru nú sem fyrr vinsæll kostur sem jólagjöf til vina og vandafólks. Kristín sagði tölu- verða aukningu vera í sölu gjafa- bréfanna frá því sem var árið á undan og sagðist þekkja mörg dæmi um að fólk kláraði öll jóla- gjafainnkaup á einu bretti með gjafabréfum frá Rauða krossinum. Bjarni Gíslason, framkvæmda- stjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, hafði svipaða sögu að segja og sagði sölu gjafabréfa enn vera í fullum gangi þegar Morgunblaðið náði tali af honum laust eftir hádegi í gær. „Geitin heldur sér á toppnum yfir vinsælustu gjafirnar, alveg hik- laust. Svo fylgja hænurnar fast á eftir,“ sagði Gísli en hjálpar- samtökin hafa um árabil selt gjafa- bréf sem færir fátækri fjölskyldu í Úganda geit. Hjá Unicef voru vinsælustu jóla- gjafirnar hlýr fatnaður og teppi sem send eru til barna víða um heim sagði Anna Margrét Hrólfs- dóttir fjáröflunarstjóri í spjalli við Morgunblaðið. „Oft koma heilu fjöl- skyldurnar í heimsókn til okkar og kaupa allar jólagjafirnar.“ Margrét sagðist einnig merkja aukna sölu gjafabréfanna frá því sem hefur verið síðustu ár. teitur@mbl.is Dömubindi og geitur eru vinsælar jólagjafir í ár  Margir kaupa allar jólagjafirnar hjá hjálparsamtökum Morgunblaðið/Árni Torfason Á toppnum Geit er vinsælasta gjöf- in hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Morgunblaðið kemur næst út fimmtudaginn 27. desember. Að venju verður öflug frétta- þjónusta á fréttavef Morgun- blaðsins, mbl.is, yfir jóladag- ana. Hægt er að senda ábendingar um fréttir á net- fangið netfrett@mbl.is. Þjónustuver áskriftardeildar er opið í dag, aðfangadag, frá kl. 8-12. Lokað er á jóladag og annan dag jóla. Þjónustuverið verður opnað aftur fimmtudag- inn 27. desember kl. 7. Netfang þjónustvers er askrift@mbl.is. Blaðberaþjónustan er opin í dag, aðfangadag frá kl. 6-12. Lokað er á jóladag og annan dag jóla. Blaðberaþjónustan verður opnuð aftur fimmtudag- inn 27. desember kl. 5. Netfang blaðberaþjónust- unnar er bladberi@mbl.is. Auglýsingadeildin er lokuð en verður opnuð aftur fimmtu- daginn 27. desember kl. 8. Hægt er að bóka dánar- tilkynningar á mbl.is. Netfang auglýsingadeildar er augl@mbl.is. Fréttaþjónusta mbl.is um jólin ÍS L E N S K A S IA .I S IC E 8 81 5 4 12 /1 8 GLEÐILEGA HÁTÍÐ Efnt var til hinnar árlegu Frið- argöngu niður Laugaveg í miðbæ Reykjavíkur í 39. skiptið í gær- kvöldi, en gangan er orðin fastur liður í jólahaldi margra. Menning- ar- og friðarsamtökin MFÍK og Samtök hernaðarandstæðinga standa fyrir göngunni. Hamrahlíð- arkórinn gekk fremst og söng við- eigandi lög. Þá var notast við sér- stök fjölnota friðarljós í stað hinna hefðbundnu vaxkerta að þessu sinni. Gengið til friðar Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.