Morgunblaðið - 24.12.2018, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Íbókinni Prédikunum, eft-ir Helga G. Thordersenbiskup yfir Íslandi, sem
gefin var út árið 1883, nokkru
eftir dauða hans, segir í pré-
dikuninni sem tilheyrir jóla-
deginum: „Það á í alla staði
vel við, að þér sópið og prýðið
hús yðar, þegar Kristur kem-
ur, en yður má samt engan
veginn gleymast, að hann
einkum kýs sér bústað í hjört-
um yðar, og að þess vegna ríð-
ur mest á, þegar hann kemur,
að sópa og prýða hinn innra
manninn.
Það er mjög svo samkvæmt
anda hátíðarinnar, að þér
framar venju fjölgið ljósum í
bæjum yðar, minnugir hans,
sem fæddist til að verða ljós
heimsins. En gleymið eigi, að
þau ljós, sem þér tendrið, eru
að eins mjög döpur ímynd
þess ljóss, sem ekki einungis
leiptraði umhverfis fjárhirð-
ana við Betlehem, heldur og
hefur skotið geislum sínum
yfir alla heimskringluna.“
Þá bætti hann því við að
það væri líka tilhlýðilegt og
kristilegt, einkanlega á jól-
unum, að gleðja börnin með
gjöfum „í minningu hins
ógleymanlega barnsins sem
fæddist á helgri næturstund“.
Helgi biskup velti tíma-
setningu fæðingar Krists ekki
frekar upp í fyrrnefndri pré-
dikun og taldi slíkar vanga-
veltur ef til vill ekki hafa sér-
staka þýðingu.
Þær geta þó verið áhuga-
verðar og í ágætri grein Þór-
halls Heimissonar, sem birt
var hér í blaðinu fyrir nokkr-
um dögum, var þetta tekið til
umfjöllunar og vikið að því að
fæðing Jesú hafi í raun átt sér
stað í það minnsta 5-6 árum
fyrir þann tíma sem við köll-
um fæðingu Jesú. Þar að auki
er, samkvæmt grein Þórhalls,
óvíst hvenær ársins Jesú
fæddist, en líklega þó að vori.
Í fróðlegri bók Sverris Jak-
obssonar, sem kom út nýlega,
Kristur, saga hugmyndar, er
komið inn á það að á dögum
Constantinusar keisara hafi
hafist „sá siður að haldið væri
upp á fæðingardag Krists 25.
desember en Rómverjar
tengdu þann dag fæðingu sól-
arinnar. Elsta dæmið um þá
dagsetningu er í rómversku
dagatali frá árinu 336. Áður
höfðu kristnir menn ekki
haldið upp á fæðingu Krists á
tilteknum degi, en í heimild
frá 3. öld, De pascha compu-
tus, er fæðingardagur Krists
talinn vera í lok mars. Klem-
ens frá Alexandríu nefndi
hins vegar 19. eða 20. apríl
eða 20. maí sem líklega fæð-
ingardaga Krists (Strom.
1.21.145). Á þessum tíma voru
flestir kristnir menn á því að
fæðingarhátíðir væru heiðinn
siður og ekki samboðnar
kristnum mönnum. Á 4. öld
voru viðhorfin breytt og
messudagar voru helgaðir
fæðingu Krists, bæði 25. des-
ember og 6. janúar.“
Í bók sinni bendir Sverrir á
hve mikið hafi verið um Krist
skrifað í gegnum tíðina og að
það sé ekki á færi nokkurs
manns að fara í gegnum öll
þau skrif. En umfjöllunar-
efnið nálgast menn að
minnsta kosti með tvennum
hætti. Annars vegar er það
hinn sagnfræðilegi Jesús og
hins vegar Kristur sá sem
kristnir menn trúa á. Í bók
Sverris er sjónum fremur
beint að hinni sagnfræðilegu
hlið, eins og við er að búast,
en hin er þó vitaskuld aldrei
langt undan. Og í bókinni er
rakin saga deilna um túlkun
kristinna manna á Kristi og
eðli hans fyrstu aldirnar eftir
dauða hans og er það áhuga-
verð samantekt.
Slík umræða hefur haldið
áfram löngu eftir að Nýja
testamentið var að fullu sam-
an sett á fjórðu öld og eftir að
frásögn Sverris lýkur nokkr-
um öldum síðar. Einn af at-
hyglisverðari þátttakendum
þeirrar umræðu hlýtur að
teljast Joseph Ratzinger, eða
Benedikt páfi XVI., sem sendi
frá sér bókina Jesús frá Nas-
aret eftir að hann tók við
embætti páfa, og áður en
hann lét af því nokkrum árum
síðar.
Í þeirri bók er lof borið á þá
sem hafa rannsakað ævi og
störf frelsarans frá sjónarhóli
sagnfræðinnar og augljóst að
höfundur hefur mikinn áhuga
á þeirri hlið Jesú Krists. Ekki
þarf þó að koma á óvart að
páfi hafi fremur rætt trúar-
legar hliðar frelsarans og telji
ekki hægt að draga upp fulla
mynd af Jesú án þess að gefa
þeirri hlið verulegan gaum.
Það er einmitt þeirri hlið
sem er fagnað í dag, klukkan
sex síðdegis, og hefur mesta
þýðingu fyrir kristna menn
þegar fjallað er um Jesúm. Þá
geta þeir tekið undir með
Helga biskupi sem sagði í
fyrrnefndri jólaprédikun:
„Náttúran sveipar sig myrkr-
um, til þess ljós náðarinnar
megi skína því bjartara í
hjörtum vorum, því sá er oss
nú fæddur, sem oss hefur
hrifið undan valdi myrkr-
anna, sem eins og eilíf rétt-
lætisins sól lýsir oss á lífsins
vegi og uppljómar skamm-
degi vorra æfistunda.“
Gleðileg jól!
Ljós í myrkri
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ráðhúsið Jólasveinn og krakkar sem mættu í Jólaskóginn í Ráðhúsi Reykjavíkur hlustuðu af athygli á jólasögur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þjóðminjasafnið Giljagaur skemmti börnum sem heimsóttu safnið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ísaksskóli Nemendur gengu í kringum jólatré á jólaballi skólans og sungu með.
Jólatré Nú fer hver að
verða síðastur að finna
sér jólatré í stofuna en
þessi fjölskylda var
snemma á ferðinni.