Morgunblaðið - 24.12.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Þingvallakirkja er komin í fallegan
jólabúning. Á laugardag fóru starfs-
menn þjóðgarðsins í svonefnda
Hrafnagjá og felldu tveggja metra
hátt rauðgreni sem þeir komu svo
fyrir í litlu timburkirkjunni. Tréð
var svo skreytt með marglitum kúl-
um og öðru glingri og íslenska fán-
anum og er nú sérdeilis fallegt á að
líta. Eins og hefð er fyrir verður
messa í Þingvallakirkju á morgun,
jóladag. Hátíðarguðsþjónusta hefst
kl. 14 og annast séra Kristján Valur
Ingólfsson helgihaldið.
Ætla verður að margir leggi leið
sína á vinsæla ferðamannastaði í ná-
grenni borgarinnar um jólin, bæði
Íslendingar og erlendir ferðamenn.
Útlit er fyrir ágæta færð á vegum,
en rigningu á jóladag. Á Þingvöllum
verður gestastofan á Hakinu opin til
hádegis í dag, aðfangadag, og á
morgun, jóladag, frá kl. 10.30 til kl.
15.00. sbs@mbl.is
Sóttu rauðgreni í Hrafnagjá
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skreytingar Þingvallabörnin í jólaskapi í kirkjunni. Aftar eru systurnar
Guðný Helga, til vinstri, og Þórhildur Helga Einarsdætur Sæmundsen. Milli
þeirra er Guðmundur Kolbeinsson og fremst Hildur systir hans.
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
Þrátt fyrir súld og hráslaga fram eft-
ir degi lagði fjöldi fólks leið sína í
miðbæ Reykjavíkur á síðasta sunnu-
degi aðventu. Þegar blaðamaður og
ljósmyndari Morgunblaðsins komu
þar við um kaffileytið var margt um
manninn. Margir vegfarenda örkuðu
um bæinn með heitan drykk í hendi,
sem í bland við marglitan vetrar-
klæðnað bæjarbúa og jólaljós setti
sérstaklega hátíðlegan blæ á bæjar-
lífið.
Þó að sumir hafi þotið um bæinn á
ógnarhraða í leit að seinustu jólagjöf-
unum voru flestir þeir sem blaða-
maður ræddi við í þann mund að
leggja lokahönd á jólaundirbúning-
inn þetta árið. Sögðust t.a.m. Ágústa
og Viktoría, tvær af gestum miðbæj-
arins í gær, vera „búnar með allt“
heima fyrir, og áttu einungis eftir að
kaupa örfáar jólagjafir áður en hátíð
gengur í garð.
Annað par sem rætt var við, Gunn-
ar Dofri og Stella Rún, hafði svipaða
sögu að segja, en þau höfðu nýlokið
við kaup á „næstsíðustu gjöfinni“.
Spurð hver sú gjöf væri eiginlega
svaraði Stella: „Þetta er ein handa
systur minni.“
Kaupmenn ánægðir með veðrið
Á meðan margir sötruðu kaffi-
drykki og jólabjór inni á kaffihúsum,
eða skautuðu í hringi á skautasvell-
inu á Ingólfstorgi, var í búðum bæj-
arins víða nokkuð rólegt.
Kaupmenn í miðbænum voru flest-
ir sammála um að gott veðurfar í
desember hefði haft þau áhrif að fólk
væri fyrr á ferðinni að kaupa gjaf-
irnar, en sögðu þó Þorláksmessu
hafa farið vel af stað, og bjuggust
þeir við reytingi af fólki fram á kvöld.
Edda Hauksdóttir, afgreiðslukona
í versluninni Stellu við Bankastræti,
hefur staðið við búðarborðið margar
Þorláksmessur. Sagði hún ómögu-
legt að spá fyrir um hvernig dagur-
inn yrði þó að þekkt væri að margir
legðu leið sína í bæinn á Þorláks-
messukvöld.
Hún sagði jólavertíðina hafa geng-
ið vel og fagnaði því að hafa í desem-
ber fengið fjölda Íslendinga inn í
búðina í bland við erlendu ferða-
mennina.
Morgunblaðið/Eggert
Barnafjöldi Mörg börn nutu útsýnisins í miðbænum í gær á meðan þeim var ekið um í vögnum. Eldri börn renndu sér á skautum á svellinu á Ingólfstorgi eða drukku heitt kakó sem selt var þar hjá.
Engin læti í
Austurstræti
Miðbæjargestir viðbúnir komu jóla
Síðustu gjafirnar keyptar
Fjölskylduferð Birgir, Arndís, Una, Viggó og Ari voru við jólaköttinn á Lækjartorgi þegar ljósmyndari kom við.
Reiðubúnar Viktoría og Ágústa áttu einungis eftir að
kaupa fáar gjafir og ætluðu að gera það í rólegheitum.
Dugleg Edda hafði staðið vaktina í Stellu í Bankastræti
frá morgni þegar Moggamenn bar að garði.