Morgunblaðið - 24.12.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018
Árlegar jólaheimsóknir forstjóra
Hrafnistu, Péturs Magnússonar,
fóru fram fyrir helgi en þá lagði
hann dagleg störf til hliðar í því
skyni að heimsækja allar deildir,
skrifstofur, ganga, kaffistofur, setu-
stofur og aðrar starfsstöðvar á öllum
Hrafnistuheimilunum sex í Reykja-
vík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði
og Reykjanesbæ, þar sem eru tvö
Hrafnistuheimili. Alls starfa um
1.200 manns á heimilunum að með-
töldum þeim sem eru í hlutastarfi.
Með Pétri í för voru Böðvar Guð-
mundsson með nikkuna og nokkrir
unglingar sem sungu og spiluðu á
hljóðfæri fyrir íbúa og starfsfólk
heimilanna þar sem staldrað var við.
Í hvert sinn voru sungin og leikin tvö
til fimm lög fyrir gesti, sem að jafn-
aði voru frá 20-50 eftir því hvar num-
ið var staðar.
Að sögn Péturs er ekkert í starf-
inu sem stimplar jólin jafn vel inn
hjá honum en hann hefur haft þetta
fyrir sið síðan á aðventunni 2009.
Hrafnista Böðvar Guðmundsson á harmonikku og nokkur efnileg ung-
menni sungu fyrir gesti og starfsfólk Hrafnistuheimilanna.
Leikið og sungið á
Hrafnistuheimilum
Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði
hefur selt nýjan bát til eyjarinnar
Freyju í Þrændalögum. Kaupendur
bátsins eru bræðurnir Andre og
Karl Vikan, sem jafnframt verða
skipverjar á bátnum.
Segir frá þessu í tilkynningu frá
Trefjum. Báturinn hefur fengið
heitið Vigrunn, en hann er af gerð-
inni Cleopatra 33 og mælist ellefu
brúttótonn.
Selja bát til Freyju
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er í gildi nein samþykkt um
veiðitilhögun og veiðitíma á vatna-
svæði Veiðifélags Árnesinga á kom-
andi ári eftir að tillaga sem hópur fé-
lagsmanna fékk samþykkta í stað
tillögu stjórnar var úrskurðuð ólög-
mæt. Samþykktin fól í sér að aðeins
yrði heimilt að veiða á stöng og að
veiðiréttareigendur sem búa við þær
aðstæður að aðeins er hægt að veiða
í net gætu ekki notið hlunninda jarða
sinna. Formaður Veiðifélagsins seg-
ir að flýta þurfi aðalfundi næsta árs
til þess að samþykkja veiðitilhögun.
„Ég fagna því að þessi niðurstaða
hafi fengist. Vonin er sú að menn
leysi ágreiningsmál sín með hags-
muni allra félagsmanna að leiðarljósi
en ekki bara sumra. Ef það á að
skikka menn til að vera í félagi, eins
og er í veiðifélögum, verður félagið
að gæta hagsmuna allra,“ segir Har-
aldur Þórarinsson í Laugardælum
sem kærði samþykkt síðasta aðal-
fundar um veiðitilhögun ásamt
Hrafnkatli Karlssyni á Hrauni. Þeir
veiða báðir í net.
Yfirtóku fundinn
Stjórn Veiðifélags Árnesinga lagði
fram tillögu um veiðitilhögun og
tíma fyrir árið 2019, eins og venja er,
á aðalfundi sem haldinn var í apríl á
síðasta ári. Mismunandi hagsmunir
eru í félaginu sem nær yfir vatna-
svæði Ölfusár og Hvítár allt frá ósum
að Þingvallavatni í vestri og Gullfossi
í norðri. Samkvæmt samþykktum fé-
lagsins er heimilt að leigja svæði út
til stangveiði og veiða í net. Veitt er í
net í Hvítá og Ölfusá en einnig eru
góð stangveiðisvæði eins og í Tungu-
fljóti, Stóru-Laxá og Soginu, svo
dæmi séu tekin.
Sex félagsmenn yfirtóku fundinn
með því að mæta með umboð frá 78
félagsmönnum í uppsveitum. Sam-
þykkt var tillaga sem þeir lögðu
fram en hún fól í sér að aðeins yrði
heimilt að veiða á stöng.
Fiskistofa telur að það sé and-
stætt samþykktum félagsins og úr-
skurðaði ákvörðunina ólögmæta.
Ekki er hægt að áfrýja úrskurðinum
en menn geta látið reyna á sjónarmið
sín fyrir dómstólum.
Leigt út í heild?
Jörundur Gauksson í Kaldaðar-
nesi, formaður Veiðifélagsins, segir
að á næsta aðalfundi þurfi að taka
ákvörðun um tilhögun veiða fyrir tvö
ár. Hann hefur þann fyrirvara að
stjórn félagsins hafi ekkert ákveðið
um það. Aðalfundur er venjulega
haldinn í apríl en veiðar hefjast 1.
apríl þannig að líklegt er að aðal-
fundi verði flýtt.
„Ég held að hún staðfesti það sem
langflestum var ljóst fyrir að ekki
væri hægt að útiloka hluta félags-
manna frá því að nýta hlunnindi sín
með ákvörðun veiðifélags,“ segir
Jörundur þegar spurt er um afstöðu
hans til úrskurðar Fiskistofu. „Svo
er að athuga hvaða lærdóm er hægt
að draga af upphlaupi fólks sem virð-
ist ekki átta sig á því að við erum í fé-
lagi til að gæta hagsmuna hvert ann-
ars en ekki að ná einhverju af öðrum.
Mér finnst það alvarlegt þegar svona
mál kemur upp í félagi þar sem
skylduaðild er,“ segir Jörundur.
Grundvöllur félagsins er að hver
veiðiréttarhafi veiði fyrir sínu landi
en hópar geta tekið sig saman og
stofnað deild um tiltekin svæði eins
og gert er í Stóru-Laxá og Tungu-
fljóti. Veiðifélagið hefur heimild til
að leigja allt vatnasvæðið út og þá
féllu deildirnar niður og arðinum
yrði skipt á milli allra veiðiréttar-
hafa. Jörundur telur ekki að áhugi sé
fyrir því í félaginu.
Hann tekur fram að deilurnar séu
ekki aðeins á milli þeirra sem veiða í
net og leigja stangveiði. Því miður
séu mörg dæmi um að þeir sem
veittu umboð til hópsins sem yfirtók
fundinn hafi ekki haft hugmynd um
hvernig nota átti umboðið. Fólk á
öllu svæðinu sé óánægt með hvernig
staðið var að málum.
Fiskistofa fékk tvær aðrar kærur
vegna aðalfundarins en þær hafa
ekki verið afgreiddar.
„Hagsmunir allra verði
hafðir að leiðarljósi“
Samþykkt Veiðifélags Árnesinga stangast á við lög félagsins
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sögusvið Hvítá og Sogið sameinast í Ölfusá við Ingólfsfjall. Stangveiði er
stunduð í bergvatnsám á vatnasvæðinu en netaveiði í jökulánum.
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Dansk julegudstjeneste
holdes i Domkirken mandag den 24.
december kl. 15.00 ved pastor
Ragnheiður Jónsdóttir. Alle velkomne.
Danmarks ambassade.
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll
Rangt nafn og starf
Í umfjöllun um snjóskilin milli
Norðaustur- og Suðvesturlands sem
birtist í Morgunblaðinu laugardag-
inn 22. desember síðastliðinn var
Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landa-
fræði við Háskóla Íslands, ranglega
sögð heita Inga. Þá var hún einnig
ranglega titluð starfsmaður Veður-
stofu Íslands. Beðist er velvirðingar
á þessu.
LEIÐRÉTT