Morgunblaðið - 24.12.2018, Side 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bátar
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur,
fyrir veturinn
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Fundum okkar
Ingvars Baldurs-
sonar bar fyrst
saman á Hellu á
Rangárvöllum dag
einn í marsmánuði 1984. Ingvar
var þá kominn suður um heiðar
frá Akureyri til að kynna sér
starfsemi Hitaveitu Rang-
æinga, en nokkru áður hafði
honum boðist staða hitaveitu-
stjóra að undangenginni aug-
lýsingu. Um var að ræða nýtt
starf og mér hafði verið falið að
ganga frá ráðningunni. Ingvar
vildi skoða dæluhúsin og bún-
aðinn á Laugalandi, aðveituna
og það fábrotna húsrými sem
hitaveitan hafði til afnota. Að-
Ingvar
Baldursson
✝ Ingvar Bald-ursson fæddist
21. mars 1943.
Hann lést 15. októ-
ber 2018.
Útförin fór fram
í kyrrþey.
staðan var ekki
sérstaklega álitleg
en verra var þó að
hitaveitan hafði
gengið í gegnum
mikla rekstrarerf-
iðleika á þeim
stutta tíma sem
liðinn var frá því
hún var stofnsett.
Þrátt fyrir allt lét
Ingvar ekki hug-
fallast enda var
það ekki hans háttur og tók
hann ótrauður til starfa sem
hitaveitustjóri vorið 1984.
Hitaveita Rangæinga var
stofnuð í nóvember 1981 og var
í eigu þriggja hreppa í sýsl-
unni. Miklar vonir voru bundn-
ar við veituna og eftirvænting
var hjá íbúum á svæðinu, enda
var þess að vænta að kynding-
arkostnaður myndi lækka um-
talsvert með tíð og tíma.
Fyrstu húsin voru tengd dreifi-
kerfinu í desember 1982 og á
nokkrum vikum hafði tekist að
tengja nærri 200 hús, en í lok
febrúar 1983 hrundi borholan á
Laugalandi í Holtum og hita-
veitan varð vatnslaus. Þessi bil-
un varð áfall fyrir byggðarlagið
og rekstur hitaveitunnar, en
nærri mánuð tók að koma veit-
unni í gagnið á nýjan leik. Tals-
verðan tíma tók að endurvekja
tiltrú fólks á hitaveitunni, auka
rekstraröryggi, bæta búnað og
tryggja fjárhagsgrundvöll veit-
unnar eftir þau áföll sem hún
varð fyrir í upphafi. Þar við
bættist Suðurlandsskjálftinn
hinn 17. júní 2000 sem stór-
skemmdi aðveituna milli
Laugalands og Hvolsvallar og
laskaði dreifikerfið verulega.
Öll þessi uppbygging hvíldi á
herðum Ingvars sem naut
dyggrar aðstoðar annarra
starfsmanna hitaveitunnar og
þegar hann flutti frá Hellu árið
2006 var tæknileg staða veit-
unnar orðin sterk og búnaður
til fyrirmyndar.
Ingvar var samviskusamur,
dugmikill og einarður verkmað-
ur, ósérhlífinn og fylginn sér og
gætti hagsmuna hitaveitunnar í
hvívetna. Hann var vandvirkur
og mikið snyrtimenni og báru
mannvirki og búnaður veitunn-
ar þess vott svo eftir var tekið.
Samstarf okkar Ingvars var
náið og farsælt í þau tæplega
20 ár sem ég var stjórnarfor-
maður Hitaveitu Rangæinga
svo aldrei bar skugga á. Ég
met það samstarf mikils en þó
ekki síður þá vináttu og traust
sem ríkti okkar í millum. Við
Hrafnhildur og börnin okkar
eigum ótal minningar um sam-
verustundir með Ingvari, Jón-
ínu og Gunnu og kveðjum
heimilisföðurinn með þakklæti
og hlýju. Ingvar var traustur
og heilsteyptur maður, bóngóð-
ur og trygglyndur. Hann var
sterkur persónuleiki og gæddur
ríku skopskyni þótt sumum
þætti húmorinn nokkuð dökkur
á köflum.
Ingvar var hraustmenni
lengst af og hlífði sér hvergi,
en þurfti að gangast undir
hjartaaðgerð fyrir nokkrum ár-
um og eftir það lét heilsan
smám saman undan síga uns
yfir lauk.
Ég kveð minn góða vin með
söknuði og votta Jónínu,
Gunnu, Baldri og öðrum ástvin-
um dýpstu samúð.
Fannar Jónasson.
✝ SystirEmmanuelle
Brüggemann, síð-
asta príorinna St.
Jósefssystra hér á
landi, fæddist í
Essen í Westfalen
í Þýskalandi 9.
september 1927.
Hún lést á hjúkr-
unarheimili í
Kaupmannahöfn
12. desember
2018.
Systir Emmanuelle gekk í
St. Jósefsregluna árið 1959 og
kom fyrst til Íslands árið
1962. Þar vann hún í 17 ár, til
ársins 1979, fyrst á skrifstofu
St. Jósefsspítala í Landakoti
og síðar á skrifstofu Kaþólsku
kirkjunnar í Reykjavík.
Systir Emmanuelle fór til
dvalar í Þýskalandi árið 1983
en sneri aftur að fimm árum
liðnum og var þá einróma
kjörin til að vera
príorinna systr-
anna sem þá voru
flestar fluttar á
hvíldarheimili sitt
í Garðabæ.
Hún var síðan
endurkjörin prí-
orinna árið 1993.
Hún átti sæti í
fyrstu formlegu
stjórn Landakots-
spítala, sem skip-
uð var árið 1975, og var einn-
ig skipuð í framkvæmdastjórn
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
árið 1978. Þá sat hún í Ís-
landsstjórn Caritas, alþjóða-
hjálparsamtaka Kaþólsku
kirkjunnar, frá stofnun þeirra
árið 1989.
Systir Emmanuelle var
jarðsett frá „De Gamle Bys“
Kirke við Edith Rodes Vej í
Kaupmannahöfn hinn 19. des-
ember sl.
Ég kynntist St. Jósefssystrum
árið 1976 þegar við urðum ná-
grannar í Holtsbúðinni í Garða-
bæ. Systir Emmanuelle var síð-
asta príorinna í klaustrinu í
Holtsbúðinni.
Með okkur tókst strax sterk
vinátta sem varði svo alla tíð,
enda báðar þýskir Prússar.
Ég vil kveðja kæra vinkonu
mína með þessu fallega ljóði.
Um undrageim í himinveldi háu
nú hverfur sól og kveður jarðar glaum.
Á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan straum.
Þar dvelur mey hjá dimmu fossa tali
og drauma vekur purpurans í blæ
og norðurljósið hylur helga sali,
þar hnígur máninn aldrei niður í sæ.
Þar rísa bjartar hallir sem ei hrynja
og hreimur sætur fyllir bogagöng
en langt í fjarska foldar þrumur drynja
með fimbulbassa undir helgum söng.
Og gullinn strengur gígju veldur hljóði
og glitrar títt um eilíft sumarkvöld,
þar roðnar aldrei sverð af banablóði,
þar byggir gyðjan mín sín himintjöld.
(Benedikt Gröndal)
Hvíl í friði, mín kæra. Hitt-
umst síðar.
Ursula Guðmundsson.
Emmanuelle
Brüggemann
Elskulegur faðir okkar,
ÓTTARR MÖLLER
forstjóri,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. desember.
Emilía Björg Möller
Kristín Elísabet Möller
Erla Möller
Auður Margrét Möller
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Elsku maðurinn minn,
DR. VALGARÐUR EGILSSON,
læknir og rithöfundur,
Hólatorgi 4, 101 Reykjavík,
sem lést á heimili okkar 17. desember, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni föstudaginn 28. desember kl. 15.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Katrín Fjeldsted
Kæru ættingjar og vinir, nær og fjær.
Hjartans þakkir sendi ég ykkur öllum sem
með nærveru, hlýjum kveðjum og
minningargjöfum veittuð mér styrk á
sorgardegi þegar ástkær eiginkona mín,
ÁSDÍS BERG MAGNÚSDÓTTIR,
Sigtúni 15, Patreksfirði,
var til grafar borin þann 17. nóvember sl.
Starfsfólki sjúkrahússins á Patreksfirði þakka ég fyrir góða
umönnun í erfiðum veikindum hennar.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
Hermann Ármannsson
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Vatni í Haukadal,
Asparfelli 6, Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 21.
desember.
Svavar Reynir Benediktsson
Sigurður Haukur Svavarsson Þórlaug Hildibrandsdóttir
Sveinbjörn Rúnar
Svavarsson
Izabela Gryta
Svala Svavarsdóttir Eyþór Jón Gíslason
Benedikta Guðrún
Svavarsdóttir
Ingirafn Steinarsson
og barnabörn
✝ Gissur PéturÆvarr Jónsson
fæddist 26. sept-
ember 1931 í
Reykjavík. Hann
lést í Ástralíu 20.
nóvember 2018.
Foreldrar hans
voru Gróa Jakob-
ína Jakobsdóttur, f.
24. nóvember 1913,
d. 9. október 2000,
og Jón Erlingsson,
f. 25. apríl 1908, d. 29. júní 1941,
fórst með e/s Heklu. Þau slitu
samvistir.
Alsystkini Gissurs eru Erling-
ur Kristinn Ævarr, f. 20. októ-
ber 1932, Sigurbjörn Ævarr, f.
6. ágúst 1934, d. 8.5. 2014, Anna
Esther Ævarr, f. 25. ágúst 1936.
Samfeðra eiga þau tvö systkini.
Fósturfaðir Gissurs og seinni
maður Gróu var Steinn Einars-
son, f. 11. apríl
1914, d. 24. desem-
ber 1986, sem gekk
þeim systkinum í
föðurstað. Sam-
mæðra eru Hall-
dóra V.K. Ævarr
Steinsdóttir, f. 6.
mars 1939, Skúli
Ævarr Steinsson, f.
7. desember 1941,
og Ingibjörg Ævarr
Steinsdóttir, f. 2.
apríl 1953. Einnig ólu þau upp
sem sín eigin börn Maríu Jónínu
Steinsdóttur, sem þau ætt-
leiddu, f. 17. júlí 1944, Jón Bald-
vin Sveinsson, f. 12. febrúar
1945, Matthías Bergsson, f. 2.
ágúst 1949, og einnig barna-
barnið sitt, Gróu Sigurbjörgu
Ævarr Sigurbjörnsdóttur, f. 7.
janúar 1955.
Útför hefur farið fram.
Að lifa er að elska,
og sá sem einhver elskar
getur aldrei dáið.
(Gunnar Dal.)
Elsku, bróðir.
Það róar hugann að setjast
niður og pikka nokkur orð á
blað þar sem þú ert lagður af
stað í annað tilverustig.
Hann var ekkert öðruvísi
jólaundirbúningurinn í ár, en
venjulega hófst hann ávallt á
jólakortinu til þín, þar sem þú
hefur alltaf verið svo óralangt í
burtu frá okkur, hinumegin á
hnettinum! Eins og þú sagðir í
den: „Ef borðað væri frá Íslandi
í gegnum hnöttinn, þá gætum
við hist“.
Eitt það besta og notalegasta
sem ég geri í jólaundirbúningn-
um er að skrifa í jólakortin,
kveikja á kerti, koma mér vel
fyrir og hverfa á vit minning-
anna, til þess er kortið á að fá,
fjölskyldu og vina. Reyndar er
þetta eina jólakortið sem ég
skrifaði þetta árið, þar sem ég
handleggsbrotnaði þremur dög-
um síðar, á pennahendinni, um
það leyti þegar við, fjölskyldan
þín, fengum þær fréttir að þú
værir allur, eftir mjaðmakúlu-
aðgerðina þarna úti.
Síðast er ég heyrði í þér
baðstu mig um að fá leyfi til
þess að fá að liggja í grafreitn-
um hjá mömmu og pabba er þú
værir allur og láta senda
öskuna heim. Ég varð við því og
fékk leyfi til þess, en gantaðist í
símanum með að það væri nú
alls ekkert á næstunni. En
svona skipast veður í lofti og
menn vita ekki sína ævina fyrr
en öll er.
Hafðu þökk fyrir bréfin þín,
sem þú nenntir að skrifa/svara
mér á mínum yngri árum, þar
sem ég var „svo ó-pennalöt“ að
þinni sögn, en þau eru mér kær.
Við vorum, jú, hvort á sínum
endanum, þú elstur og ég yngst.
Kátur varstu með harðfiskinn,
flatkökurnar og myndirnar sem
ég var vön að senda þér fyrir
jólin á meðan það mátti, eða var
einfaldlega hægt að fram-
kvæma, sökum reglna. Þá
græddi ég símtal frá þér, dill-
andi hlátur þinn og alltaf með
íslenskuna upp á hundrað.
Það var alltaf eitthvað pínu
framandi að eiga bróður í Ástr-
alíu á mínum uppvaxtarárunum
og eftirminnilegt er þú komst
heim til Íslands, þegar dóttir
þín og ég fermdumst, en við
vorum skírðar saman forðum
daga.
Nú ertu laus við þjáningar,
kominn á vit forfeðranna og ég
veit að þau hafa öll tekið vel á
móti þér, tekið þig í faðm sinn.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri er öllu í heimi.
(G. Guðm.)
Farðu í friði, kæri bróðir,
englarnir yfir þér vaki.
Þín „litla systir“
Ingibjörg Ævar Steinsdóttir.
Gissur Pétur
Ævarr Jónsson