Morgunblaðið - 24.12.2018, Side 39

Morgunblaðið - 24.12.2018, Side 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 svari fyrir sem Chaplin áttaði sig á að myndu leiða til ragnaraka. Því miður hlustaði enginn á viðvörun Chaplin, ekkert frekar en hlustað var á Kassöndru. Því Chaplin hafði á réttu að standa,“ segir Cederholm og bendir á að sem höfundur leik- gerðarinnar þurfi hann í dag ekki að vara við Hitler, eða Hynkel, eins og hann nefnist bæði í myndinni og leikgerðinni, heldur miklu frekar að hjálpa áhorfendum að skilja hvers vegna fjölmargir voru tilbúnir að fylgja Hitler að málum. „Sem lið í þessu læt ég Hynkel tala með orðum Hitler sjálfs. Hynkel heldur stórar ræður í myndinni. Í tveimur fyrstu ræðunum talar Chaplin bullmál með þýskum hreim. Í þriðju og síðustu ræðunni, þegar Chaplin í hlutverki rakara af gyð- ingaættum hefur verið tekinn í mis- gripum fyrir Hynkel, stígur Chaplin út úr báðum hlutverkum og talar beint til áhorfenda. Á sínum tíma voru gagnrýnendur mjög ósáttir við þessa túlkunarleið hans. Í raun er merkilegt að enginn gagnrýnandi hafi áttað sig á því að Chaplin stæði í raun og öskraði viðvörunarorðum að áhorfendum. Chaplin reynir með öll- um meðölum að vara við heimsstyrj- öld,“ segir Cederholm og bendir á að hann hafi í fyrri ræðunum tveimur sótt í raunverulega orðræðu Hitler. Ber vott um virðingarleysi „Það þarf ekkert að koma á óvart að ekki allt sem Hitler sagði var heimskulegt. Hann talaði fyrir því að allir ættu rétt á bæði menntun og fríi frá vinnu. Hvort tveggja eru atriði sem erfitt er að vera ósammála hon- um um. Önnur og ógeðfeldari orð Hitler eru enn notuð orðrétt af þjóð- ernissinnum í dag sem skipta heim- inum upp í við og hinir og telja ógerning að samþætta félagshyggju og alþjóðahyggju,“ segir Cederholm og tekur fram að hann hafi í leikgerð sinni einnig breytt samskiptum og valdajafnvægi persóna. „Í myndinni eru gyðingarnir og herra Jaeckel, sem er forráðamaður Hönnu, eintóna persónur í góð- mennsku sinni. Á hinn boginn er Garbitsch, sem sækir fyrirmynd sína til Goebbels, illmennið sem stýrir framvindunni. Allar aðrar persónur myndarinnar hegða sér eins og saklaus börn, þeirra á meðal er Hynkel og rakarinn. Þessu breytti ég með því að gera Jaeckel einnig að rasista þar sem rasismi hans birtist í afstöðu hans gagnvart öðrum gyðingum bæði til að gera hann mennskari og til að sýna að rasisminn litar öll samfélög og kerfi. Á sama tíma hef ég breytt valda- strúktur verksins þannig að Hynkel er ekki eins og stór barn eða vilja- laus strengjabrúða sem lætur nota sig heldur gerandi í verkinu meðan Garbitsch verður eins og hundur sem er upptekinn af því að fá hrós og athygli frá Hynkel.“ Hvernig er að fá tækifæri til að setja Einræðisherrann upp aftur? „Það vill svo skemmtilega til að ég mun setja sýninguna aftur upp í Danmörku á næsta ári, þá í Óðins- véum með hluta leikhópsins sem lék upprunalegu uppfærsluna í Kaup- mannahöfn. Ari keypti uppfærsluna mína frá Kaupmannahöfn og því er ég ekki að finna nýja leið að efninu heldur að setja upp sömu sýninguna. En í ljósi þess að ég er að vinna með nýjum leikhóp skiptir auðvitað miklu fyrir mig að komast að því hvað þau geta og það tekur tíma. Ég hef því verið opinn fyrir öllum góðum til- lögum leikhópsins auk þess sem verkið hvílir algjörlega á góðu og kraftmiklu samspili leikaranna,“ segir Cederholm og hrósar íslenska leikhópnum í hástert. „Ég er mjög ánægður með leikhópinn, enda eru þau ótrúlega fær – ekki bara í að leika heldur líka syngja, dansa og vinna með „slapstick“,“ segir Ceder- holm og vísar þar til gáskafulls lík- amlegs gamanleiks sem Kasper Ravnhøj hefur umsjón með. Af öðr- um listrænum stjórnendum Ceder- holm frá Danmörku má nefna Önju Gaardbo sem hannar sviðshreyf- ingar og Line Bech búninga. Uppfærslan í Kaupmannahöfn hlaut afar góðar viðtökur. Hversu miklu máli skiptir gagnrýni þig? „Ætli það megi ekki segja að sam- band mitt við gagnrýnendur sé svip- að og samband ljósastaurs við hunda. Þegar ég var yngri hafði gagnrýnin mun meiri áhrif á mig en í dag. Þá gat ég orðið svo reiður ef mér fannst gagnrýnandi hafa rangt fyrir sér að mig langaði að lúskra á viðkomandi. Nú er svo komið að ég nenni varla lengur að lesa leikdóma. Mér finnst ekki áhugavert að lesa órökstudda skoðun annarra þar sem skortir alla greiningu, þó að það eigi auðvitað ekki við um alla gagnrýn- endur. Að mínu mati er það fyrst og fremst hlutverk gagnrýnenda að meta hver ætlun listafólksins sé sem setur upp sýninguna og greina síðan hversu vel til tókst. Fæstir gera það og skrifa aðeins um eigin smekk. Mér gremst alltaf þegar ég sé gagn- rýnanda á hálfum öðrum tíma rakka niður uppfærslu sem listafólk hefur eytt heilu ári í að skapa. Mér finnst það bera vott um virðingarleysi.“ Ekki lengur yfirmaður vinanna Á löngum ferli hefur þú unnið sem leikari, leikstjóri, leikhússtjóri og höfundur. Hvert þessara hlutverka á best við þig? „Ég byrjaði feril minn sem leikari, en hætti tiltölulega fljótlega að leika. Mér fannst meira spennandi að skrifa, leikstýra og stjórna. Leik- stjórnin er fyrir mér eins náttúruleg og að draga andann. Mér finnst mjög krefjandi og erfitt að skrifa leikrit, en það er samt það sem heillar mig mest af því að þá er mað- ur, líkt og guð, að skapa heilan heim úr engu. Hvað snýr að leikhússtjórn- inni þá er auðvitað voða ágætt að fá að stjórna öllu. Ég sækist ekki í valdastöðu til þess að ráða yfir öðr- um heldur vegna þess að mig langar að koma mínum góðu hugmyndum í framkvæmd. Mér fellur vel að stjórna vegna þess að ég á auðvelt með að drífa fólk með mér og ná því besta út úr því. Af mér fer það orð að ég ætlist til mikils, en á móti kemur að árangurinn lætur ekki á sér standa,“ segir Cederholm og tekur fram að hann sé búinn með sinn skerf sem leikhússtjóri. „Ég var leikhússtjóri frá því ég var 15 ára þar til ég varð fertugur. Þá var ég búinn að fá nóg af því að vera alltaf yfirmaður vina minna. Ég nýt þess að vera ekki lengur leikhússtjóri og verð að viðurkenna að ég sakna ekki allra fundanna sem starfið krafðist. Nú hef ég meiri tíma til að vera skapandi.“ »Með mynd sinni varaði Chaplin samferðarfólksitt við Hitler og þeim öflum sem hann var í forsvari fyrir sem Chaplin áttaði sig á að myndu leiða til ragnaraka. Því miður hlustaði enginn. „Það er ekkert hægt að fara í fótspor þessa manns, þó vissulega sé hægt að læra ýmislegt af honum,“ segir Sigurður Sigurjónsson um Charlie Chaplin, en Sigurður leikur hlutverkin tvö sem Chaplin fór með í kvikmyndinni Einræðisherrann í leikgerð og leikstjórn Nikolajs Ceder- holm sem Þjóðleikhúsið frumsýnir annan í jólum. „Á endanum verður maður alltaf að gera þetta á sinn hátt. Það er eini lykillinn sem ég finn að þessu.“ Spurður hvort Einræðisherrann sé í miklu uppáhaldi hjá honum sem kvikmynd svarar Sigurður því játandi. „Þegar ég sá hana fyrst sem unglingur áttaði ég mig samt ekki fyllilega á því hversu mikið tímamótaverk þessi mynd er. Það var ekki fyrr en ég komst til vits og ára sem ég áttaði mig á þeim þunga undirtón sem mynd- ir hefur,“ segir Sigurður og tekur fram að myndin sé verk sem „eldist því miður alltof vel miðað við boðskap- inn, því hann á svo sannarlega erindi í dag. Eftir því sem maður skoðar þessa sögu betur í dag er í raun magnað hversu framsýnn Chaplin var og djarfur.“ Inntur eftir því hvernig það leggist í hann að fá tæki- færi til að starfa með listafólki frá útlöndum segir Sig- urður það alltaf mjög gaman. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru vinnubrögðin í leikhúsinu svipuð milli landa, en vissulega er alltaf gaman að fá ferska vinda – sérstaklega frá vinum okkar í Danmörku.“ Í samtali við leikstjórann sem lesa má hér til hliðar segir hann uppfærsluna reyna talsvert á leikhópinn og að verið sé að búa til „gamaldags leikhús“ í góðum skilningi þess orðs. „Ég kalla þetta leikhús fyrir opnum tjöldum. Ég held að áhorfendur muni hafa mjög gaman af því að sjá hvernig allt er búið til. Við erum með ansi flókið verkefni, sem gaman er að leysa. Það er hins veg- ar óhætt að segja að við séum alveg að vinna fyrir kaup- inu okkar meðan á sýningu stendur,“ segir Sigurður, sem er á sviðinu nær alla sýninguna og skiptir látlaust milli rakarans af gyðingaættum og Hynkel sem eru tví- farar. „Ég skipti 20 sinnum um gervi í sýningunni og þarf því að spretta úr spori, því ég hef 10-20 sekúndur utan sviðs til að skipta um búning. En það er bara gaman,“ segir Sigurður og tekur fram að sýningin virki ekki nema allur leikhópurinn og tæknifólkið vinni saman sem heild. „Þó ég sé mikið á sviðinu, þá er það fyrst og síðast leik- hópurinn sem býr til þessa sýningu,“ segir Sigurður og tekur fram að hjartað í sýningunni sé stórt. „Þetta er hlátur og alvara í bland – svona eins og gott leikhús á að vera.“ Að sögn Sigurðar hefur hann, eins og flestir leik- arar, stúderað leiktækni Chaplin. „Lykillinn að snilld hans felst, fyrir utan afburða tækni og tímasetningar, í því að hann lék þetta allt með hjartanu.“ silja@mbl.is „Leikhús fyrir opnum tjöldum“ ÞARF AÐ SKIPTA UM BÚNING 20 SINNUM Á KVÖLDI OG HEFUR ÞÁ TIL ÞESS 10-20 SEKÚNDUR Reiður Sigurður Sigurjónsson í hlutverki einræðisherrans. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Elly (Stóra sviðið) Sun 30/12 kl. 15:00 aukas. Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Sun 30/12 kl. 20:00 aukas. Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Stjarna er fædd. Ríkharður III (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 20:00 Frums. Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Ég, tveggja stafa heimsveldi Allt sem er frábært (Litla sviðið) Sun 30/12 kl. 20:00 25. s Fös 4/1 kl. 20:00 26. s Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 28/12 kl. 20:00 12. s Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Lau 29/12 kl. 20:00 13. s Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Sun 30/12 kl. 20:00 14. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Núna 2019 (Litla sviðið) Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 20:00 2. s Sun 13/1 kl. 20:00 3. s Núna er ekki á morgun, það er NÚNA Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 5/1 kl. 20:00 1. s Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Sun 6/1 kl. 20:00 2. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Sannar en lygilegar sögur! Ég dey (Nýja sviðið) Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Lau 29/12 kl. 13:00 Auka Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Lau 29/12 kl. 16:00 Auka Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 30/12 kl. 13:00 26. s Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 30/12 kl. 16:00 27. s Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Mið 26/12 kl. 19:30 Frums Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fim 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Fös 28/12 kl. 19:30 3.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Insomnia (Kassinn) Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.