Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 22

Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir liljahrund@mbl.is Yfir 220 manns létust og hátt í 900 manns slösuðust þegar flóðbylgja skall á ströndum eyjanna Jövu og Súmötru í Indónesíu um klukkan hálftíu að staðartíma sl. laugardags- kvöld. Að minnsta kosti 28 er enn saknað og þykir líklegt að tala lát- inna eigi eftir að hækka enn frekar. Eftir því sem fram kemur á fréttavef BBC telja yfirvöld í Indónesíu að fljóðbylgjuna megi rekja til Anak Krakatau-eldfjallsins sem hefur gosið með hléum allt árið og olli líklega eldsumbrotum neðansjávar. Þá hafa yfirvöld varað við hættu á frekari flóðbylgjum á svæðinu. Að sögn upplýsingafulltrúa utan- ríkisráðuneytisins á Íslandi hafa engir Íslendingar óskað eftir aðstoð vegna hamfaranna. Hundruð bygginga og mannvirkja á strandlengjum eyjanna urðu flóð- bylgjunni að bráð og er eyðileggingin gríðarleg. „Hér er brak sem þekur jörðina, kramdir bílar, kramin vélhjól, við erum að horfa á byggingar hrynja,“ sagði starfsmaður Rauða krossins á svæðinu í samtali við BBC. Þá sagði annað vitni að tré, gámar, bílar og önnur farartæki hefðu borist meira en 10 metra með flóðbylgjunni. Að sögn talsmanns hamfarar- stjórnunar indónesíska stjórnvalda hafa að minnsta kosti 556 íbúðarhús, níu gistihús, 60 matarvagnar og 350 bátar orðið fyrir tjóni. Flóðbylgjur ekki óalgengar Sökum landfræðilegrar staðsetn- ingar Indónesíu er mikið um eldvirkni og jarðhræringar. Eru flóðbylgjur því ekki fátíðar. Í september létust yfir 2.000 manns þegar kraftmikill jarð- skjálfti rétt utan við eyjuna Sulawesi olli gríðarstórri flóðbylgju og í desem- ber 2004 létust hátt í 228.000 manns, flestir í Indónesíu, eftir að skjálfti í Indlandshafi olli flóðbylgjum sem náðu til alls 13 landa á svæðinu. Viðvörunarkerfi í Indónesíu vara almennt við flóðbylgjum sem orsak- ast af jarðhræringum, en ekkert slíkt kerfi fór af stað á laugardag. Hörmungarnar voru ekki þær fyrstu sem rekja má til Anak Kraka- tau-eldfjallsins, en árið 1883 létust 30.000 manns sökum flóðbylgju sem var talin vera bein afleiðing virkni eldfjallsins. Mikið mannfall eftir flóðbylgju  Yfir 220 manns voru í gær sagðir látnir eftir flóðbylgju sem skall á eyjarnar Jövu og Súmötru í Indónesíu  Hátt í 900 manns eru slasaðir og líklegt þykir að tala látinna eigi eftir að hækka frekar AFP Hamfarasvæði Mannskaði og tjón sökum flóðbylgjunnar er gríðarlegt. Náttúruhamfarir í Indónesíu tíðar á árinu » Fjölmargra er enn saknað eftir hamfarirnar og leita ást- vinir þeirra. » Stjórnvöld telja aðra flóð- bylgju ekki útilokaða og hvetja fólk á svæðinu til að halda sig frá ströndum eyjanna tveggja. » Nokkur þúsund manns hafa látist á árinu vegna jarðhrær- inga og flóðbylgja. Yfir 80.000 Japanir vottuðu keisara sínum Akihito virðingu sína í gær þegar hann flutti sitt síðasta afmæl- isávarp fyrir afsögn sína í apríl nk. Í ræðu sinni sagðist keisarinn þakklátur fyrir stríðslausa valdatíð og undirstrikaði mikilvægi þess að Japanir öxluðu ábyrgð á gjörðum sínum í síðari heimsstyrjöld. Aki- hito er fyrsti keisarinn í tæplega 200 ár til að afsala sér japönsku krúnunni. Við fráhvarf hans tekur elsti sonur hans Naruhito við emb- ætti Japanskeisara. Japanskeisari kveður þjóð sína JAPAN AFP Bless Akihito og keisaraynjan Michiko. Á markaði einum í þorpinu Kumarikata á Indlandi mátti í gær sjá tvo götusala sem sér- hæfa sig í sölu á rottukjöti. Vaktina standa þeir félagar í viku hverri og greinir fréttaveita AFP frá því að þeir hafi jafnan í nógu að snúast. Rottuna selja þeir á tæpar 300 krónur stykkið og eru þær, að sögn þeirra sem vel þekkja til, á bragðið eins og svínakjöt. Rottukjötið er þó sagt vera meyrara en svínið. AFP Selja rottur á götumarkaði í viku hverri Donald Trump, Bandaríkja- forseti, er sagður hafa óskað eftir því við ríkisstjórn sína að hún veiti honum leyfi til að reka Jerome Powell seðla- bankastjóra eftir að stýrivextir voru hækkaðir þar vestra í síðustu viku. Trump er í fréttum CNN og Bloomberg sagður hafa orðið ævareiður þegar ákvörð- unin var tekin, en Powell gaf það til kynna að vextir gætu hækkað tvisv- ar sinnum til viðbótar árið 2019. Steven Mnuchin fjármálaráðherra er sagður hafa lagst gegn því að Po- well yrði rekinn. Í færslu Trumps á Twitter kveðst hann aldrei hafa haft í hyggju að reka Powell. „Ég lagði aldrei til að Jay Powell seðlabankastjóri yrði rekinn. Ég held ég hafi ekki einu sinni rétt til að gera það,“ skrifaði Trump. AFP segir hugsanlega brottvikn- ingu Powells geta haft neikvæð áhrif á markaði verðbréfa þar í landi. Ósáttur við hækkanir  Trump sagður hafa viljað reka Powell Jerome Powell

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.