Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Rússneski fræðimaðurinn Leonid
Korablev hefur mikinn áhuga á ís-
lenskri þjóðtrú og hefur rannsakað
og skrifað um rúnir, álfa og huldu-
fólk auk þess að skrifa ævisögu
Jóns lærða Guðmundssonar á rúss-
nesku. Hann les íslensku sér til
gagns. Leonid er nú í sjöundu
heimsókn sinni til Íslands og í
fyrsta sinn um hávetur. En hvað
kveikti áhuga hans á Íslandi?
„Móðir mín las fyrir mig ævintýri
Grimmsbræðra þegar ég var dreng-
ur. Ég fékk svo mikið dálæti á
dvergunum að mig langaði að rann-
saka þá nánar,“ sagði Leonid. Þeg-
ar hann var 13 ára gaf móðir hans
honum Hringadróttinssögu eftir
J.R.R. Tolkien. Bókin innihélt þó
aðeins hluta sögunnar því ákveðnir
kaflar voru bannaðir í Sovétríkj-
unum.
„Ég fann álfana í verkum Tolki-
ens,“ sagði Leonid. „Það fengust
ekki margar bækur um vestræna
menningu í Sovétríkjunum. Ég fór
til Bandaríkjanna um leið og ég gat
eftir fall Sovétríkjanna. Margir vin-
ir mínir sem lögðu stund á stærð-
fræði og eðlisfræði fóru einnig og
ég fylgdi þeim til Boston.“
Áhugafólk um álfatungur
Leonid varð heimagangur á al-
menningsbókasafni í Boston og las
þar um írska þjóðtrú og írska álfa.
Þar fann hann einnig bók um germ-
anskar goðsagnir eftir Jacob
Grimm og sagði hann frá íslenskum
álfum og huldufólki. Eins þóttu
Leonid áhugaverð álfatungumálin
sem J.R.R. Tolkien samdi. Leonid
sótti m.a. ráðstefnu hjá félagsskap
um álfatungumál Tolkiens, The
Elvish Linguistic Fellowship. Það
var árið 1993 og var ráðstefnan í
Kaliforníu, nálægt heimili Bills
Welden, málfræðings og sérfræð-
ings í álfatungumálum. Leonid seg-
ir að Welden hafi verið ráðgjafi um
álfatungumál við gerð þekktra kvik-
mynda, eins og Hringadróttinssögu.
„Ég fékk aðgang að mjög góðu
bókasafni Weldens og gat lesið mér
til um írska álfa og norræna álfa,“
sagði Leonid. Hann sneri aftur til
Boston og hélt áfram að afla sér
þekkingar í álfafræðum. Ísland
varð æ veigameira í huga hans.
Sjálfmenntaður í íslensku
„Ég komst að því á síðustu árum
20. aldar að á Íslandi var enn við
lýði trú á álfa og huldufólk,“ sagði
Leonid. „Ég byrjaði að læra ís-
lensku af sjálfshjálparbókum. Einn-
ig var ég áhugasamur um að finna
fólk sem tryði á tilvist álfa og
huldufólks. Ég rakst á handrit eftir
Jón lærða Guðmundsson á bóka-
safninu í Boston. Það kom mér á
óvart að á 17. öld hefði verið ís-
lenskur maður sem hafði svo sterka
trú á tilvist álfa og huldufólks.
Hann hafði skrifað margar áhuga-
verðar greinar og rit.“
Leonid ákvað að komast í sam-
band við Íslending sem þekkti til
þessara mála og ritaði Einari G.
Péturssyni, prófessor við Árna-
stofnun, árið 1998. Leonid var mjög
glaður þegar Einar svaraði bréfi
hans. Þeir urðu pennavinir.
Á þessum tíma var netið að ryðja
sér til rúms. Vinir Leonids í Boston
höfðu náð tökum á vefsíðugerð og
settu upp fyrir hann vefsíðu sem
var ein sú fyrsta á rússnesku. Vef-
síðan vakti mikla athygli á meðal
rússneskumælandi fólks.
Landvistarleyfi Leonids í Banda-
ríkjunum var útrunnið og hann
sneri aftur til Rússlands undir lok
ársins 2000.
Bók um galdrastafi og rúnir
„Draumur minn var að heim-
sækja Ísland, það var draumalandið
mitt, en ég var blankur og hafði
ekki ráð á að ferðast,“ sagði Leo-
nid. „Konan mín hvatti mig til að
skrifa bók um íslenska galdrastafi
og rúnir og gefa hana út. Í fyrstu
var ég tregur til því þetta tengist
myrkari hliðum mannlífsins. En
þetta var vænleg hugmynd og við
fundum útgefanda.“ Bókin kom út
2002 og gekk vel. Árið eftir fylgdi
bók með rússneskum þýðingum
Leonids á úrvali úr þjóðsögum Jóns
Árnasonar þar sem huldufólk kom
við sögu. Leonid skrifaði sendiráði
Íslands í Moskvu og bað um stuðn-
ing.
„Benedikt Bjarki Jónsson, sendi-
herra, tók beiðni minni mjög vel og
styrkti mig til að kynna íslenska
menningu í Rússlandi. Ég er hon-
um mjög þakklátur fyrir það.“
Sakaður um svartagaldur
Hann leitaði til Ríkisháskólans í
Moskvu og hitti þar prófessor sem
þekkir til norrænna fræða. Leonid
fannst prófessorinn misnota vinnu
hans. Hann var fenginn til að skrifa
grein um íslenskar rúnir fyrir
almanak Moskvuháskóla. Greininni
var kippt út rétt fyrir prentun
almanaksins. Leonid óttaðist að
prófessorinn ætlaði að hagnýta
grein sína í kennslu og birti hana á
vefsíðu sinni (alfatruin.msk.ru). Það
varð til þess að prófessorinn kærði
Leonid til lögreglunnar og sakaði
hann um að hafa beitt sig svarta-
galdri.
„Ég var boðaður á lögreglustöð
og beðinn að útskýra hvers vegna
ég hefði magnað galdur gegn pró-
fessornum,“ sagði Leonid. Hann
fékk bréf frá Einari G. Péturssyni
2008 um að haldið yrði málþing um
Jón Guðmundsson lærða og bauð
Árnastofnun Leonid til landsins að
halda þar erindi. „Á þessum tíma
hafði ég misst alla von um að fá að
heimsækja Ísland,“ sagði Leonid.
„En draumar mínir rættust og ég
fékk að kynnast landinu sem ég
hafði þráð.“
Ævisaga Jóns Guðmundssonar
lærða, eftir Leonid, kom út á rúss-
nesku 2009 og var endurútgefin
2014. Hluti hennar var einnig birtur
á vefsíðu Leonids. Hann sagði að
Rússum hefði þótt kveðskapur Jóns
í rússneskri þýðingu, til dæmis þeg-
ar Jón kvað niður Snæfjalla-
drauginn, einkar kröftugur og
áhrifamikill.
Leonid segir að áhugi Rússa á
rúnum og norrænni þjóðtrú og dul-
speki fari vaxandi og þar með áhugi
á Íslandi.
Eigin kynni af huldufólki
Leonid hefur m.a. leiðsagt rúss-
neskum ferðamönnum um álfaslóðir
á Íslandi og skrif hans um íslenska
álfa og huldufólk hafa verið gefin út
fyrir ferðamenn.
„Fólk heldur almennt að sögur af
álfum séu ævintýri, þjóðsögur eða
eitthvað sem er sagt ferðamönnum.
Sjálfur hef ég tvisvar orðið fyrir
undarlegri reynslu hér. Ég var hjá
Húsavík í Steingrímsfirði en gamlar
sagnir segja að þar hafi verið háð
álfaþing. Ég svaf á steini og heyrði
mjög undarlega laglínu úr stein-
inum. Þetta var hvorki ímyndun né
draumur.
Dag einn 2013 var ég að leiðsegja
rússneskum ferðamönnum nálægt
hrauni við Öskju. Þá sá ég unga
bláklædda konu. Fyrst hélt ég að
hún væri ferðamaður og gekk í átt-
ina til hennar. Ég leit af henni
augnablik og þegar ég leit aftur þá
var hún horfin. Ég er viss um að
þetta eru vísbendingar um raun-
verulega tilvist álfa hér,“ sagði Leo-
nid.
Heillaður af rúnum og álfasögum
Rússneskur fræðimaður lærði íslensku af sjálfsdáðum Skrifaði ævisögu Jóns Guðmundssonar
lærða Hefur ritað mikið um galdrastafi og rúnir Heyrði tónlist úr álfasteini og sá huldukonu
Rússneski fræðimaðurinn Leo-
nid Korablev, f. 1971, hefur tekið
ástfóstri við Ísland og íslenska
þjóðfræði. Út hafa komið 24
bækur hans sem m.a. fjalla um
íslenska galdrastafi, álfa og
huldufólk, rúnir og Jón Ólafsson
frá Grunnavík, álfasögur, ævi-
sögu Jóns Guðmundssonar
lærða, stafagaldur Íslendinga,
engilsaxneska galdra, galdra-
rúnastafróf Íslands, dulfræði
rúnanna, ellefu álfastaði á Ís-
landi, um íslenska dulspeki auk
meira en 20 greina um ýmsa
þætti íslenskrar menningar.
Korablev hefur komið að gerð
heimildarþátta um íslenskar
rúnir og vakið athygli á Íslandi í
rússneskum fjölmiðlum.
Áhugasamur
um Ísland
FRÆÐIMAÐURINN
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fræðimaðurinn Rússinn Leonid Korablev heillaðist af íslenskri þjóðfræði, ekki síst álfa- og huldufólkssögum.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Siglufjörður Álfhóll við mynni Fjarðarár er einn fjölmargra staða á Íslandi
sem kenndir eru við álfa. Örnefnin eru til vitnis um þjóðtrúna.
Vörurnar frá tetesept fást á eftirfarandi stöðum: Akureyrarapótek, Austurbæjar apótek, Heilsuver, Íslandsapótek og Reykjanesapótek.
EKKI
láta veturinn
ná þér