Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 6

Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Boðskapur jólanna er von. Ekk- ert orð fangar veruleika og boð- skap jólanna betur. Jól boða ekki bara von fyrir allan heiminn, von um eitthvað annað og betra, þrátt fyrir öll þau vandamál og allar þær hættur sem blasa við í veröld- inni í dag - og virðast vera allt að því óyfirstíganlegar - heldur einn- ig von fyrir mig, þrátt fyrir mis- bresti mína og vankanta. Raun- verulega von fyrir alla.“ segir sr. Gunnar Jóhannsson sóknar- prestur í Hveragerði. Eins og í öðrum byggðum landins verður messað í Hvera- gerðiskirkju um hátíðarnar sem og á Kotströnd í Ölfusi, en séra Gunnar þjónar í báðum kirkj- unum. Hann kom til starfa fyrir austan fjall í september síðast- liðnum og segist það forréttindi á allan hátt að fá að starfa þar. Í lopapeysu með úfið hár „Það tekur tíma að kynnast nýjum bæ og nýju samfélagi en ég reyni bara að vera ég sjálfur, í lopapeysu og stundum með úfið hár. Það finnst mér best, að fá að vera ég með kostum mínum og göllum, eins og aðrir. Mér hefur verið afar vel tekið og mæti alls staðar jákvæðni og velvild og fyrir það er ég afskaplega þakklátur. Samfélagið hér er gott og opið og ég hef einstakt samstarfsfólk í kringum mig,“ segir Gunnar. Áð- ur bjó hann um fjögurra ára skeið í Noregi ásamt fjölskyldu sinni og starfaði sem sóknarprestur í Ringebu í hinum fallega Guð- brandsdal. Þar á undan var hann sóknarprestur í rúman áratug í Skagafirði. „Árin mín fyrir norðan eru ógleymanleg. Þar kynntist ég kirkjunni sem hópi af venjulegu fólki af öllu tagi. Það kenndi mér að vera prestur.“ Friður handan við hornið En aftur að boðskap jólanna, hátíðarinnar þegar fæðingu frels- arans er fagnað – sem helst í hendur við að daginn er nú farið að lengja. „Guð er orðin hluti af sögunni sem er líf okkar allra. Ef maður gerir sér raunverulega grein fyrir því hvað og hver Guð er þá byrjar maður að átta sig á því hversu stóra frétt og ótrúlegan boðskap jólin fela í sér. Guð, orsök og upp- spretta lífsins, er ekki fjarlægur og afskiptalaus. Honum stendur ekki á sama um mig, um okkur, um líf okkar, og þann vanda sem er fólgin í því að vera manneskja. Þvert á móti,“ segir sr. Gunnar og heldur áfram: „Jólin segja okkur að raun- verulegur friður er mögulegur og handan við hornið. Fæðing Jesú, koma Guðs inn í þennan brotna heim, er leið Guðs til þess byggja hann upp að nýju, til þess að rétt okkur hönd sína og gera kærleika sinn til okkar áþreifanlegan. Frið- ur við Guð, samfélag við Guð, líf með Guði! Hér og nú. Og ef við finnum frið í Guði og líf með hon- um, þá getum við líka skapað frið okkar á milli, við annað fólk.“ Efi getur opnað dyr Hið nútímalega vestræna samfélag einkennist í vaxandi mæli af vantrú og efa, einstakl- ings- og afstæðishyggju, segir sr. Gunnar sem telur hugsunarhátt- inn sem mótar hinn nútímalega mann sífellt lokaðri fyrir því að eitthvað geti verið til umfram dautt efnið. „Menningin og umhverfið þjálfar okkur snemma í að sjá ekk- ert handan þess, að trúa ekki á hið yfirnáttúrulega. Þeir þröskuldar sem þarf að yfirstíga í dag til þess að trúa á veruleika jólanna eru stórir. En það er hægt. María og Jósef voru hugsi yfir því sem gerð- ist. Þau efuðust, þau hugsuðu, spurðu og beittu skynsemi sinni – rétt eins og við verðum að gera í dag. Efi getur líka opnað dyr, opn- að á möguleikana,“ segir sr. sem Gunnar telur að kirkjan verði að halda sig við boðskapinn ella verði hún fljótt mállaus og týnd: „Kirkja sem byggir tilveru sína á orðum og gjörðum Jesú Krists á að vera virk í þjóðfélag- inu og láta sig varða það sem varðar fólk, í stóru og smáu. Kirkjan á að tala fyrir kærleika Guðs, réttlæti hans, fyrirgefningu og friði. En það er ekki nóg að segja að kirkjan eigi að vera virk og lifandi í samfélaginu; samfél- agið, fólk, verður að vera virkt í kirkjunni.“ Svör við öllum spurningum Um jólin breytir tilveran um takt og ró og helgi færist yfir allt, hátíðleiki sem sr. Gunnar segir að flestum sé kærkomin. „Ég held að fæstir lifi lífinu staðfastlega í því ljósi að ekki sé meira fólgið í sögu lífsins en það sem hægt er að tjá í formúlum vísindanna. Áskor- anirnar sem maðurinn mætir eru slíkar að við þurfum mótvægi og athvarf og það finnum við hvert og eitt þó með ólíkum hætti sé. Á bak við hverja lífsskoðun er að finna svör okkar við hinum stóru spurningum um uppruna, gildi, merkingu og tilgang tilverunnar. Og í jólunum, í vonarboðskap kristinnar trúar, mætast svörin við öllum þessum spurningum.“ Jólahátíðin er stórfrétt sem felur í sér ótrúlegan boðskap Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hveragerði Eins og víða í byggðum landsins stendur kirkjan hátt og setur sterkan svip á allt umhverfi sitt. Raunveruleg von allra  Gunnar Jóhannesson fædd- ist árið 1977. Hann lauk emb- ættis- og meistaraprófi í guð- fræði með áherslu á trúar- heimspeki.  Hefur starfað sem sóknar- prestur frá árinu 2004, fyrst í Hofsós- og Hólaprestakalli í Skagafirði, þar næst í Suður- Guðbrandsdalsprófastsdæmi í Hamarsbiskupsdæmi í Noregi og nú í Hveragerðisprestakalli. Hver er hann? Morgunblaðið/Hari Prestur „Kirkja sem byggir tilveru sína á orðum og gjörðum Jesú Krists á að vera virk í þjóðfélaginu, segir sr. Gunnar í viðtalinu. Félagsþjónusta Seltjarnarnesbæjar hættir niðurgreiðslu á heimsending- argjaldi máltíða fyrir eldri borgara bæjarins eftir áramót, auk þess sem gjald fyrir hverja máltíð hækkar. Verð fyrir hverja máltíð hækkar úr 945 krónum í 1.215 krónur. Þá bæt- ist 200 króna heimsendingargjald við, sem áður var niðurgreitt af bænum. Heimsend máltíð mun því kosta 1.415 krónur hjá bænum en til samanburðar mun heimsend mál- tíð frá Reykjavíkurborg kosta 940 krónur eftir áramót. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri Seltjarnarness, segir að niðurgreiðslu heimsendingar sé hætt til að gæta jafnræðis milli eldri borgara bæjarins, auk þess sem fáir nýti sér heimsendingar- þjónustuna. „Tekin var ákvörðun um að gæta jafnræðis milli allra eldri borgara á Seltjarnarnesi þannig að við værum ekki að niðurgreiða mat til þeirra sem óska eftir því að fá heimsendan mat, frekar en þeirra sem fá ekki heimsendan mat.“ Hin nýja gjaldskrá hefur ekki verið birt á vef Seltjarnarness en íbúar hafa verið upplýstir um breyt- ingarnar fyrirhuguðu. Snorri Aðal- steinsson, félagsmálastjóri Sel- tjarnarness, segir að gjaldskráin taki gildi 1. janúar 2019. Verð á hverri máltíð hækkar eftir áramót hjá Reykjavíkurborg og Sel- tjarnarnesi en talsmenn sveitarfé- laganna beggja segja að hækkunina megi rekja til vísitöluhækkana. Ný gjaldskrá tekur gildi hjá Reykjavíkurborg eftir áramót en samkvæmt henni munu eldri borg- arar Reykjavíkurborgar greiða 730 krónur í stað 710 króna fyrir hverja máltíð en 210 krónur í stað 205 króna bætast við fyrir heimsend- ingu. Hætt að niðurgreiða heimsendingu matar  Rukka 200 krónur fyrir heimsendingu Morgunblaðið/Golli Seltjarnarnes Eldri borgarar munu greiða fyrir heimsendingu matar. TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Tímamót? Á tímamótum er gott að skipta um tímakeðju og tímareim Afsláttur í desember 20% afsláttur af tímareimasettum og tímakeðjusettum 10% afsláttur af vinnu við tímareima- og keðjuskipti ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Hann segir að í ráðuneytinu hafi áð- ur verið starfsmenn sem hafi liðsfor- ingjamenntun. „Þetta er talinn góður bakgrunnur á skrifstofu varnarmála þar sem fjallað er um þessi mál. Ísland ber ábyrgð á sínum vörnum í dag og þó að við séum herlaust ríki skiptir máli að það sé góð þekking á málaflokkn- um innan ráðuneytisins,“ segir hann og ítrekar að um borgaralega stöðu sé að ræða. Einnig eru í auglýsingunni taldir upp góðir kostir á borð við reynslu og þekkingu innan vébanda NATO, reynslu og þekkingu á starfi Friðar- gæslu Íslands og góð kunnátta í ís- lensku, ensku og frönsku. jbe@mbl.is Utanríkisráðuneytið auglýsir nú eft- ir starfsmanni með liðsforingja- menntun frá viðurkenndum varnar- málaháskóla. Starfið sem um ræðir er staða borgaralegs varnarmálafull- trúa sem mun sinna störfum á sviði öryggis- og varnarmála. Helstu verkefni varnarmála- fulltrúa eru meðal annars skipulagn- ing og framkvæmd varnaráætlana, varnaræfinga og varnarmannvirkja, upplýsinga- og gagnaöflun, og grein- ing og ritun minnisblaða. „Þetta er ekki nýtt af nálinni, það hefur verið starfandi varnarmála- fulltrúi í ráðuneytinu frá árinu 1985. Þarna er um nýliðun að ræða en ekki stefnubreytingu eða nýbreytni,“ segir Sveinn Guðmarsson, upplýs- Leita að liðsforingja fyrir ráðuneytið  Tekur til öryggis- og varnarmála

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.