Morgunblaðið - 24.12.2018, Síða 37

Morgunblaðið - 24.12.2018, Síða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is LeIðIsKrOsS SeM ÞOlIr ÍSlEnSkA VeÐRÁTtU! VERÐ 8.990 KR. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt ekki að vera í neinum vand- ræðum með að inna af hendi þau verkefni sem þér hafa verið falin þótt flókin séu. 20. apríl - 20. maí  Naut Hugur þinn er kvikur og þú getur ekki búist við hinu ómögulega af öðrum. Tilfinn- ingar þínar byggjast ekki á því hvernig aðrir bregðast við þeim og fólki finnst það þægi- legt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það þarf mikinn kjark til þess að viðurkenna að eitthvað sé ekki á færi manns. Varastu flókinn málatilbúnað því einfaldleik- inn er oft áhrifamestur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vinirnir eru þér mikilvægari en ella um þessar mundir, reyndu að gefa þér tíma til þess að hitta þá. Hlustaðu ekki á umtal um fólk sem þú veist engin deili á. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Að vera innan um fólk sem trúir á þig og hvetur hefur áhrif á viðhorf þitt og þar með hæfileika og framleiðni. Þú hefur verið einn á báti of lengi og ættir að finna þér félagsskap. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ef þér líkar ekki hitinn skaltu halda þig frá eldhúsinu. Láttu nokkra daga líða svo þú náir að framkalla skýrari mynd af stöðu mála þegar kemur að lausn vandamáls. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ef þú kemur auga á fegurðina sem er allt í kringum þig leyfirðu öðrum að njóta fegurð- arinnar sem býr innra með þér. Samstarfs- menn þínir kunna vel að meta þetta. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Lífsgleði þín er mikils virði og stór hluti af ástæðunni fyrir velgengni þinni. Sýndu á þér þínar bestu hliðar til þess að allt fari vel. Bjartsýni þín gerir þetta auðvelt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Allt það sem þú gerir til að bæta heilsu þína í dag mun skila góðum árangri. Af ýmsum ástæðum er samband þitt við aðra mun dýpra en venjulega. 22. des. - 19. janúar Steingeit Blandaðu ekki saman raunveru- leika og ímyndun því sú blanda getur reynst hin mesta ólyfjan. Nú er rétti tíminn til að ræða tilfinningamálin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Þér verður ekkert úr verki ef þú keppir við tímann. 19. feb. - 20. mars Fiskar Í stað þess að einblína á trén sérðu loks skóginn. Vertu opinn fyrir hugmyndum annarra um það hvering þú getur aukið lífs- gæði þín. Á Boðnarmiði birti GuðmundurArnfinnsson þetta fallega ljóð sem hann kallar „Bernskujól“: Árin hverfa út í bláinn eins og fyrir vindi strá. Sit ég nú við „sjónvarpsskjáinn“, sýnir margar birtast þá. Fyrir hugskotssjónum svífa, sólufáð og húmi skyggð, horfin ár, sem að mér drífa ört með gleði sína og hryggð. Minningarnar margar geyma myndir bernskudögum frá, er ég sæll og hrifinn heima horfði jólaljósin á. Þá var löngum kátt í koti, krakkar fengu gjafirnar. Bærinn varð að björtu sloti, búinn skrauti alls staðar. Ólafur Stefánsson segir „horfur góðar“ á Leir: Lít ég lengst til fjalla, í ljúfum austanblæ. Horfi til hamrastalla, hvergi greini snæ. Stutt er sólar stundin stöðvað tímans hjól. Bljúg og barnsleg lundin, bresta senn á jól. Og Ingólfur Ómar segir að nú fari jólin senn að ganga í garð með öllum sínum hátíðarbrag: Skuggar byrgja hlíð og hól hnígur sól til viðar. Senn við höldum heilög jól hátíð ljóss og friðar. Vonarbirtu ljósið ljær lífs á dimmum vetri. Hátíð nálgast helg og skær hlýnar sálartetri. Hátíð jóla heims um ból hýrgar gleðibraginn. Lyftast fer á lofti sól og lengja tekur daginn. Kærleiksríku gildin góð glæða sálarkynni. Mannúð vex og vonarglóð vermir hjartans inni. Á Boðnarmiði í síðustu viku bað Gunnar J. Straumland menn gæta varúðar: „Skötuveislur fram undan! Afbragðsgott í iðralos, allt fer þar úr skorðum. Kæst og úldið, óætt tros, er nú víða á borðum. Á gæðin fæst við getum sæst, gorið æst við hötum. Ýldan kæst svo aldrei þvæst eða næst úr fötum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bernskujól og sitthvað þeim tengt „Þessi er vinsælust – en þú munt kaupa ódýra eftirlíkingu á netinu af vafasömum seljanda sem stelur kortaupplýsingunum þínum.” „Ertu viss um aÐ barninu þínu gremjist ekki aÐ gefa herbergiÐ eftir?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... gæinn þinn. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann JÓLIN ERU KOMIN! EKKI BLIKKA AUGUNUM! ÞÚ BLIKKAÐIR ÉG KEYPTI ÞESSI BJÚGU HANDA MÉR Í KVÖLDMATINN! ÞAU ERU MJÖG FITANDI! OG ÞÚ VERÐUR OF SADDUR TIL AÐ STUNDA LÍKAMSRÆKT EFTIR ÁTIÐ! HVAÐ MEÐ ÁÐUR EN ÉG BORÐA ÞAU? KRISTAL- KÚLUR ÚTSALA Í vitund flestra er hátíð ljóssins, semnú er að ganga í garð, safn minn- inga, siða og hefða sem okkur finnst að ekki megi breytast. Ella sé hátíð- leikinn fyrir bí. Þegar við lítum til baka má okkur þó strax vera ljóst að aðfangadagskvöld í dag er allt öðru- vísi en var í æsku. Ný kynslóð og alls- konar viðhengi eru komin inn í fjöl- skylduna og ömmu og afa sem jafnan voru með sínu fólki á helgistundu nýt- ur ekki lengur við. Í ranni Víkverja er sama skrautið dregið fram fyrir hver einustu jólin og kertaljós skapa líka alltaf notalegt andrúmsloft. x x x Sú var raunar tíðin að þegar veriðað matbúa sló rafmagnið gjarnan út vegna ofurálags. Hluti af stemn- ingu kvöldsins var myrkur og raf- magnsleysi, svo hamborgarhrygg- urinn var ekki borinn fram fyrr en langt var liðið á kvöld! Miklar úrbæt- ur hafa nú verið gerðar á rafmagns- kerfinu svo straumurinn helst kvöldið allt. Það er auðvitað hið besta mál þó að straumrof og flöktandi ljós á jólum hafi á sinn hátt verið krydd í til- veruna og séu í dag skemmtileg minning. x x x Að ættingjar og vinir skiptist á jóla-kortum virðist vera á undan- haldi. Í gamla daga bárust fjölskyld- unni kannski 40-50 kort, en í ár ná þau ekki tugnum. Í staðinn koma skemmtilegar kveðjur ýmist með tölvupósti eða á samfélagsmiðlum. Stundum fylgja þar með skemmti- legar sögur þar sem fólk segir frá bardúsi sínu og birtir myndir af börn- unum sem stækka, dafna og eru orðin fullorðið fólk fyrr en varir. x x x Útvarpsmessan klukkan 18 á að-fangadagskvöld er inngöngu- mars; klukkur Dómkirkjunnar hringja inn jólin og bera með sér há- tíðleikann. Eitt sinn áttu þarna sviðið sr. Hjalti Guðmundsson og Þórir Stephensen en í kvöld þjóna sr. Sveinn Valgeirsson og Elínborg Sturludóttir. Þjóðin leggur við hlust- ir; sagan af manntalsþinginu forðum og barnsfæðingunni forðum er sígild og skemmtileg. Gleðileg jól! vikverji@mbl.is Víkverji Viska er fyrir öllu, aflaðu þér visku, kostaðu öllu til að afla þér hygginda (Orðskviðirnir 4.7)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.