Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 12

Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Brjóstmyndin af Georgíu ersafninu dýrmæt, því bæðier hún góður vitnisburðurum starf listamannsins auk þess að halda á lofti nafni konu sem markaði spor í sögunni,“ segir Hildur Arna Gunnarsdóttir safnvörður hjá Listasafni Einars Jónssonar sem er á Skólavörðuholtinu í Reykjavík. Þang- að barst á dögunum nýr safngripur sem gerist ekki oft, enda er safnið til- einkað verkum listamanns sem lést fyrir meira en 60 árum síðan. Úr þessu öllu spannst ævintýri þar sem persónur og leikendur tengj- ast á ýmsa lund. En hver er sagan? Úr safni Sambandsins Þegar stjórnendur lífeyrissjóðs- ins Birtu voru á dögunum að yfirfara listaverk sem eru í eigu sjóðsins vaknaði sú hugmynd að færa lista- safninu eitt þeirra. Um ræðir brons- steypta brjóstmynd eftir Einar Jóns- son myndhöggvara af Georgíu Björnsson sem var eiginkona Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslenska lýðveldsins. Verkið ber ártalið 1941, en árið áður fluttu þau Georgía og Sveinn, sem var lengi sendiherra Ís- lands í Kaupmannahöfn, heim frá hernuminni Danmörku. Hann varð ríkisstjóri Íslands og fór þá með skyldur Danakonungs á Íslandi. Sú tignarstaða var einskonar upptaktur að forsetaembættinu, sem varð til með stofnun lýðveldsins 17. júní 1944. Brjóstmyndin góða var upp- runalega eign Sambands íslenskra samvinnufélaga. Það átti allstórt safn listaverka eftir gömlu íslensku meist- arana. Við skuldaskil á rekstri SÍS árið 1992 komst listaverkasafn þess í eigu Samvinnulífeyrissjóðsins, sem er einn fyrirrennara Birtu. „Nei, eng- inn sem ég hef talað við veit hvernig stendur á því að styttan af Georgíu varð eign Sambandsins, né hvenær það gerðist. En sannarlega er brjóst- myndin merkileg og okkur fannst mjög ánægjulegt gefa hana til safns- ins,“ segir Ólafur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Birtu, í samtali við Morgunblaðið. Fjöldi gifsmynda Í Hnitbjörgum, en svo heitir safnhúsið á Skólavörðuholtinu, eru í geymslu rúmlega 30 gifsafsteypur af brjóstmyndum Einars; sem síðar voru steyptar í brons. „Við fórum í margvíslegt grúsk og lögðumst í að rekja saman þræði þegar brjóstmyndin af Georgíu var komin í hús. Þetta var mjög spenn- andi rannsókn satt að segja. Hér í safninu er meðal annars til gifsmynd í geymslum okkar sem einhverra hluta vegna var skráð óþekkt, einnig gerð árið 1941 og sannarlega bar hún svip Sveins forseta. Afkomendur þeirra Georgíu staðfestu að umrædd mynd væri af Sveini. Sögðu okkur einnig að bronsafsteypur af verkunum báðum væru til suður á Bessastöðum; rétt eins og forsetaskrifstofan staðfesti við okkur þegar við sendum þangað fyrirspurn,“ segir Hildur Arna Gunn- arsdóttir. Samkvæmt framangreindu eru nú til á Bessastöðum og í Hnit- björgum sín hvor bronsafsteypan af Georgíu. Hildur Arna svarar aðspurð að samkvæmt þessu sé ekki ólíklegt að gerð hafi verið fleiri en ein brons- mynd af Sveini Björnssyni. Vitneskja um slíkt liggi hins vegar ekki fyrir og þá hvort myndin sé enn til eða hvar hún leynist. „Listaverk Einars Jóns- sonar eru mörg og hvert þeirra á sér merka sögu,“ segir Hildur Arna. Að bronsmyndin af Georgíu sé komin í hús hafi vakið áhuga starfsfólks safnsins á brjóstmyndagerð lista- mannsins, og uppi eru hugmyndir um að efna til sérstakrar sýningar á þeim með vorinu. Fyrst verði þó myndin af Georgíu forsetafrú ein að nægja, en hún er nú til sýnis í Hnitbjörgum og verður fram á nýja árið. Gagnvegir og vinátta Milli Einars Jónssonar (1874- 1954) og Sveins Björnssonar (1881- 1952) voru gagnvegir og vinátta. Þannig var Sveinn einn hvatamanna að því að Einar byggði fyrrgreint safnhús yfir listaverk sín og studdi hann það framtak á ýmsa lund. Með þeim voru einnig fjölskyldutengsl; systir Einars, Guðný Jónsdóttir, átti dótturina Gígju sem giftist Henrik Sv. Björnssyni sendiherra, sem var sonur forsetahjónanna Sveins og Georgíu. Síðan tengjast ættir saman og í Hnitbjörg kom í heimsókn fyrir nokkrum dögum Anna Margrét Björnsson, blaðamaður á mbl.is, með dóttur sinni, Ásu Georgíu Björnsson Þórðardóttur. Stúlkan sem er sjö ára ber því nafn langalangömmu sinnar, Georgíu sem lést 1857. Georgía snýr aftur Forsetafrú úr felum! Lítt þekkt listaverk Einars Jóns- sonar komið í Hnitbjörg. Góð gjöf barst frá Birtu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nöfnur Forsetafrúin í bronsi og Ása Georgía Björnsson Þórðardóttir sem fór í fínu fötin fyrir heimsókn í Hnitbjörg. Heimsókn Mæðgurnar Anna Margrét Björnsson og Ása Georgía skoða brjóstmyndirnar undir leiðsögn Hildar Örnu Gunnarsdóttur. Í gifsi til hægri á þessari mynd er Matthías Þórðarson (1877-1961) þjóðminjavörður. Sjaldan eru sundlaugarnar jafn vin- sælar sem á jólunum. Eftir kyrrsetu og munaðarlíf um hátíðarnar finnst mörgum gott að bregða í sund, til dæmis eftir góðan göngutúr. Ágætt getur líka verið að fara í jólabaðið í sundlaugunum og í dag, aðfangadag jóla, eru allar laugarnar í Reykjavík opnar fram til kl. 13 en lokaðar á morgun, jóladag. Á öðrum degi jóla er í Reykjavík op- ið 12-18 í Vesturbæjarlaug, Sundhöll- inni við Barónstíg, Laugardalslaug og Árbæjarlaug og á þessum sama tíma á nýársdag. Í Kópavogi eru sundlaug- in við Borgarholtsbraut og Salalaug opnar annan í jólum frá 10-18. Þá verður Ásvallalaug í Hafnarfirði opin þennan dag frá 8-17 en aðrar laugar bæjarins lokaðar. Sundlaugarnar í Garðabæ eru lokaðar um jól. Vinsælt að taka jólabaðið í laugunum Synt um jólin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Laugardalslaug Vinsæll staður. Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Georgia Björnsson forsetafrú var dönsk, fædd á Jótlandi 1884. Að hætti sinnar tíðar fylgdi hún Sveini eiginmanni sínum eftir í hans margvíslegu störfum, en þau bjuggu lengi til dæmis í Kaupmannahöfn þar sem Sveinn var sendiherra Ís- lands. Þau hjón eignuðust alls sex börn og er afkomendahóp- urinn því stór. Georgía lifði mann sinn og lést 18. sept- ember 1957. Eftirtektarvert er að þrjár konur af sex sem hafa verið for- setafrúr á Bessastöðum eru frá útlöndum; það er Georgía, Dorr- it Moussaieff og nú Eliza Reid. Mikill fjöldi afkomenda JÓSKA FORSETAFRÚIN Brautskráning Fjölbrautaskólans við Ármúla í Reykjavík fór fram sl. föstu- dag, 21. desember , á vetrarsól- stöðum. Magnús Ingvason skóla- meistari stýrði athöfninni. Brautskráðir voru 102 nemendur, þar af 71 með stúdentspróf. Dúx skólans á haustönninni var Sigurður Arnór Sigurðsson stúdent af félagsfræðabraut með meðalein- kunnina 8,62. Hann fékk líka verð- laun fyrir góðan árangur í sálfræði, félagsfræði, þýsku og fyrir mætingu og ástundun. Í ræðu sinni við slit skólans, lagði Magnús Ingvason skólameistari út af nauðsyn samskipta. Samskipti færu allt of mikið í gegnum netheima í stað raunheima, segir í frétt frá FÁ. Sigurður Arnór dúxaði í FÁ Afburða Sigurður Arnór stúdent.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.