Morgunblaðið - 24.12.2018, Side 38

Morgunblaðið - 24.12.2018, Side 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta bráðskemmtilegur gaman- og fjölskylduleikur sem áhorfendur á öllum aldri geta notið. Á sama tíma er auðvitað þung pólitísk undiralda í verkinu,“ segir Nikolaj Cederholm leikstjóri um Einræðisherrann eftir Charlie Chaplin sem frumsýndur verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins annan í jólum þar sem Sigurður Sig- urjónsson leikur aðalhlutverkið. Cederholm er jafnframt höfundur leikgerðarinnar, sem byggist á kvik- mynd sem frumsýnd var 1940 sem Chaplin skrifaði handritið að, leik- stýrði og lék burðarhlutverk í. Blaðamaður settist niður með Cederholm fyrr í mánuðinum og fékk að heyra allt um tilurð sýning- arinnar, sem frumsýnd var hjá Nørrebro-leikhúsinu í Kaupmanna- höfn í fyrra við afar góðar viðtökur. Hvernig er uppfærslan hérlendis til komin? „Ari [Matthíasson þjóðleikhús- stjóri] heyrði greinilega um upp- færsluna úti, mætti á lokasýninguna og spurði mig strax að henni lokinni hvort ég gæti hugsað mér að setja verkið upp á Íslandi,“ segir Ceder- holm og tekur fram að hann hafi um- svifalaust þegið boðið. „Annars veg- ar af því að mig langaði til að Ein- ræðisherrann kæmist út í heim vegna þess hversu efniviðurinn kall- ast sorglega á við samtímann og hins vegar vegna þess að mig langaði aft- ur til Íslands,“ segir Cederholm og rifjar upp að hann hafi fyrir margt löngu komið til Íslands ásamt Kim Witzel sem hannar leikmyndina. „Þegar við vorum 19 ára sigldum við til Seyðisfjarðar og fórum hring- inn um landið. Það var frábær ferð. Við komum til Reykjavíkur um það leyti sem verið var að taka upp Rokk í Reykjavík og sóttum nokkra tón- leika,“ segir Cederholm og rifjar upp að þeir félagar hafi notið þess að ganga í íslenskri náttúru bæði sunn- an- og norðanlands. „Við einsettum okkur báðir að koma aftur til Íslands einn daginn, en vissum ekki að það myndu líða 36 ár milli heimsókna.“ Leikhús á að tala beint til okkar Cederholm hefur sinnt leiklistinni frá táningsaldri og því liggur beint við að spyrja hvort aldrei hafi komið annað til greina en að þjóna lista- gyðjunni. „Leiklistin varð ofan á fyr- ir tilviljun, því þegar ég var yngri ætlaði ég að verða sjávarlíffræð- ingur. Á snemmtáningsárum mínum tók ég þátt í leiklistarstarfi í skól- anum sem leiddi til þess að 1979 stofnaði ég í félagi með fleirum leik- hópinn Dr. Dante’s Desperate Reno- vationsshow sem var undir sterkum áhrifum frá dadaismanum. Síðan hefur ekkert annað en leiklistin komist að,“ segir Cederholm sem út- skrifaðist sem leikari frá leiklistar- skóla Odense-leikhússins 1986. Um svipað leyti var nafni leik- hópsins breytt í Dr. Dante og árið 1992 var Cederholm ráðinn leik- hússtjóri Aveny Teatret, sem fljót- lega skipti um nafn og varð Dr. Dan- tes Aveny. „Undir merkjum Dr. Dante tókst okkur að skapa nokkurs konar neðanjarðarleikhús eða hlið- arheim við hefðbundna leikhúsið í Danmörku þar sem við settum sjálf allar reglurnar. Segja má að við höf- um verið í uppreisn við hefðina, því okkur fannst hefðbundna stofnana- leikhúsið leiðinlegt og gamaldags. Við höfðum mikil áhrif á danskt leik- hús með sýningum okkar og vinnu- aðferðum. Sem dæmi notuðum við óþekkta leikara sem í framhaldinu urðu að stórstjörnum,“ segir Ceder- holm og nefnir í því samhengi leik- ara á borð við Mads Mikkelsen, Ul- rich Thomsen, Sofie Gråbøl, Trine Dyrholm og Nikolaj Coster-Waldau. „Við urðum suðupottur fyrir ungt leikhúsfólk sem langaði eitthvað annað en að komast bara á samning hjá Konunglega leikhúsinu. Ein sér- staða okkar var að við settum nær einvörðungu upp ný dönsk leikrit þó að einstaka ný erlend verk slæddust einnig með,“ segir Cederholm og nefnir í því samhengi heims- frumsýningu á leikgerð á skáldsög- unni American Psycho. Af hverju fannst ykkur mikilvægt að setja á svið ný dönsk verk? „Eitt af vandamálunum við leik- húsið er að það er oft sorglega mikil fjarlægð milli umfjöllunarefnis stóru leikskáldanna á borð við Tsjekhov og Shakespeare og samtímans. Leikhúsið á að tala beint til okkar. Sú mýta var ríkjandi í dönsku leik- húsi að áhorfendur nenntu ekki að sjá ný dönsk leikrit auk þess sem ekki væru nógu mörg góð leikskáld. Við afsönnuðum þá kenningu. Ég held líka að hlutverk leikaranna hafi breyst undir okkar stjórn. Við litum á þá sem meðskapendur sýninga.“ Gætir áhrifa Dr. Dante enn í dönsku leikhúslífi? „Já, ég leyfi mér að halda því fram að afstaða áhorfenda hafi breyst. Þegar við rákum Dr. Dante settum við upp margar mjög vinsælar sýn- ingar, en inni á milli voru líka mis- heppnaðar sýningar. Vegna þess að við vorum tilbúin að taka áhættu og skapa ný verk þá breyttist afstaða áhorfenda og þeir voru tilbúnir að taka áhættuna með okkur og voru sem dæmi tilbúnir að koma aftur þrátt fyrir að hafa séð misheppnaða sýningu. Undir venjulegum kring- umstæðum eru misheppnaðar sýn- ingar það versta í leikhúsinu, líka þegar um er að ræða sýningar í öðr- um leikhúsum, því vondar sýningar fæla áhorfendur burt úr leikhúsinu, enda nennir enginn að láta sér leið- ast í leikhúsinu. Þeir sem skapa vondar sýningar eru þannig að skemma fyrir öllum í bransanum.“ En víkjum aftur að Einræðisherr- anum. Hvernig kviknaði hugmyndin að því að leikgera þessa kvikmynd? „Það var góður vinur minn sem gaukaði þessari hugmynd að mér,“ segir Cederholm og fer ekki dult með að hann hafi verið mikill aðdá- andi Chaplin frá unga aldri. „Ég hef haldið upp á Chaplin frá því ég var smápolli og fór snemma að líkja eftir honum og leika fyrir fjölskylduna og vini,“ segir Cederholm. Hvað er það við Chaplin sem heillar? „Hann er góður fulltrúi almenn- ings sem allir geta samsamað sig við. Hann er einstaklega geðþekkur með öllum sínum göllum og vangetu. Hann er mannlegur. Það er auðvelt að skynja hvernig honum líður. Chaplin gat ekki aðeins leikið, held- ur skrifað handrit, samið tónlist og leikstýrt. Í nútímamenningu er orðið fínna en líkaminn með sama hætti og harmleikurinn er fínni en gaman- leikurinn,“ segir Cederholm og tek- ur fram að slíkt hámenningarsnobb hafi ávallt pirrað sig og leggur áherslu á að í Einræðisherranum sé líkamlegri getu leikaranna gert mjög hátt undir höfði. „Einræðisherrann er fyrsta kvik- mynd Chaplin með hljóði, en leik- stíllinn allur og fagurfræði mynd- arinnar er undir sterkum áhrifum þöglu myndanna. Við erum trú leik- stíl myndarinnar og bjóðum því upp á gamaldags leikhús í jákvæðum skilningi þess orðs. Þannig búa leik- ararnir til öll hljóðin á sviðinu. Af því leiðir að tálsýnin verður öll til í höfði áhorfenda en ekki vegna tækni- brellna okkar. Í því liggur styrkur leikhússins, að áhorfendur trúa orð- um leikaranna og skapa tálsýnina sjálfir,“ segir Cederholm og heldur áfram: „Sagan er skemmtileg, en á sama tíma dapurleg sökum þess að verkið fær okkur til að horfast í augu við það að staða heimsmálanna minnir óþægilega mikið á stöðu mála undir lok fjórða áratugar síðustu aldar,“ segir Cederholm og vísar þar til uppgangs þjóðernishyggju. Chaplin notaði öll meðöl „Chaplin skrifaði handritið að myndinni árið 1937, aðeins fáeinum árum eftir að Hitler komst til valda en áður en seinni heimsstyrjöldin skall á. Margir reyndu að telja hann ofan af því að gera þessa mynd, enda þótti ekki við hæfi að hæðast að lýð- ræðislegum kjörnum valdhafa ann- ars lands. Með mynd sinni varaði Chaplin samferðafólk sitt við Hitler og þeim öflum sem hann var í for- „Fullkomið fyrir samtímann“  Þjóðleikhúsið frumsýnir Einræðisherrann á Stóra sviðinu annan í jólum  Um er að ræða leikgerð Nikolajs Cederholm á samnefndri kvikmynd eftir Chaplin  „Þung pólitísk undiralda í verkinu“ Morgunblaðið/Eggert Árangur „Af mér fer það orð að ég ætlist til mikils, en á móti kemur að árangurinn lætur ekki á sér standa,“ segir leikstjórinn Nikolaj Cederholm. SMÁRALIND – KRINGLAN Opið frá 10- 13 í dag Gleðileg jól!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.