Morgunblaðið - 24.12.2018, Qupperneq 44
Laugarnar í Reykjavík
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Við þökkum samveruna
á árinu 2018 og hlökkum
til samverustunda 2019
milljónir gesta
á árinu 2018
2,3
Páll Óskar Hjálmtýsson heldur
Pallaball annan í jólum í Gamla
kaupfélaginu á Akranesi og mun
hann taka öll sín bestu og þekkt-
ustu lög ásamt dönsurum og
draumaprinsum. Eru það smellir á
borð við „Stanslaust stuð“, „La
Dolce Vita“, „Allt fyrir ástina“, „Int-
ernational“, „Betra líf“ og „TF-
Stuð“.
Pallaball á Akranesi
annan í jólum
MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 358. DAGUR ÁRSINS 2018
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 641 kr.
Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr.
PDF á mbl.is 6.173 kr. iPad-áskrift 6.173 kr.
Handknattleiksmaðurinn Elvar Örn
Jónsson er afar eftirsóttur af er-
lendum félagsliðum um þessar
mundir. Segja má að forráðamenn
handknattleiksliða í Evrópu nærri
því sláist um Selfyssinginn um
þessar mundir. Elvar fór um daginn
til Þýskalands og kannaði aðstæður
hjá Hannover-Burgdorf sem leikur í
efstu deild þar í landi. »1
Elvar Örn er eftirsóttur
af atvinnumannaliðum
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Helena Sverrisdóttir, leikmaður
Vals, var besti leikmaður desem-
bermánaðar í Dominos-deild
kvenna í körfubolta að
mati Morgunblaðsins.
Valur vann alla þrjá
leiki sína í desember
og komst fyrir vikið
upp í fjórða sæti
deildarinnar, eftir erf-
iða byrjun. Helena er
með 20 stig, 6,8 stoð-
sendingar og 7,6 fráköst
að meðaltali í fimm
leikjum með Val til
þessa. Morgunblaðið
spjallaði við Helenu
og valdi úrvalslið
Dominos-deildar-
innar í desember.
»3-4
Helena sú besta
í desembermánuði
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Um 250 manns skráðu sig í jólamat
Hjálpræðishersins í kvöld. Búið er
að loka fyrir skráningu. „Við þurfum
að vita fjölda gesta svo allir fái nóg
að borða og jólagjöf. Við erum búin
að pakka inn gjöfunum og kaupa í
matinn, það er því ekki hægt að
bæta við gestum fram á síðustu
stund,“ sagði Hjördís Kristinsdóttir,
foringi í Hjálpræðishernum. Matar-
boð Hjálpræðishersins á aðfanga-
dagskvöld á sér meira en 100 ára
sögu, samkvæmt heimildum.
Hópurinn sem mætir er bland-
aður og á breiðu aldursbili. „Þetta er
hugsað fyrir jaðarsett fólk sem býr
við fátækt og félagslega einangrun.
Hjálpræðisherinn hefur aldrei farið í
manngreinarálit. Við þjónum sam-
borgurum okkar án mismununar
vegna trúarbragða, kynhneigðar, lit-
arháttar eða þjóðernis,“ sagði Hjör-
dís. Hún sagði að samsetning hóps-
ins hefði breyst. Áður komu einkum
Íslendingar auk útlendinga sem
voru hér tímabundið. Fyrir 4-5 árum
urðu hælisleitendur og aðrir útlend-
ingar sem búa hér til lengri tíma
meira áberandi.
Margir sjálfboðaliðar leggja lið
Starfsmenn velferðarstarfs Hjálp-
ræðishersins í Reykjavík, 1,8 stöðu-
gildi, hafa verið uppteknir allan des-
ember við undirbúning. Um leið hafa
sjálfboðaliðar safnað í velferðarsjóð
Hersins í Kringlunni, Fjarðar-
kaupum og Smáralind. Þeir hafa
einnig leitað til fyrirtækja um veislu-
föng og afslátt af því sem þarf að
kaupa. „Við njótum mikillar vel-
vildar fyrirtækja,“ sagði Hjördís. Í
dag mæta svo 60 sjálfboðaliðar sem
undirbúa veisluna, taka á móti gest-
um, matreiða, þjóna til borðs, gefa
gjafir, vaska upp og ganga frá.
Boðið verður upp á steikt lamba-
læri og hnetusteik í aðalrétt með til-
heyrandi meðlæti. Í eftirrétt verður
tíramisú, ís eða hrákaka.
„Það er eitthvað við það að halda
jólin á þennan hátt,“ sagði Hjördís.
„Það er mjög notalegt að sitja heima
með fjölskyldunni og eiga góða
stund á aðfangadagskvöld. En það
að geta gefið af tíma sínum og þjón-
að fólki sem getur ekki haldið jólin
með sínum nánustu og á kannski
enga að er einnig mjög dýrmætt.
Fólk, sem annars væri kannski ein-
samalt, getur nú komið á góðan stað
og notið kærleika og samfélags. Svo
fara allir heim eftir að hafa notið
góðrar máltíðar og fengið fallega
jólagjöf. Það er alveg einstakt.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hjálpræðisherinn Hjördís Kristinsdóttir foringi með hluta af jólapökkunum sem verða afhentir í veislunni í kvöld.
Einstök samverustund
á aðfangadagskvöld
Hjálpræðisherinn býður til jólamáltíðar í Ráðhúsinu
Hjálpræðisherinn býður þeim
sem eru einir eða einmana til
jólaskemmtunar og jólamáltíðar
í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld.
Máltíðin hefst kl. 18.00 en húsið
verður opnað kl. 16.00.
Jólamatur
í Ráðhúsinu
HJÁLPRÆÐISHERINN