Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 14

Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 hugsaði með mér: hver skrambinn, nú verð ég að leggja mótorhjólinu og breyta um stefnu því þarna er kom- inn faðir barnanna minna.“ Merkilegt nokk þá hitti Ína tengdaföður sinn áður en hún hitti framtíðareiginmanninn: „Ég hitti tengdó tveimur vikum fyrr; hann kynnti sig, sagðist eiga son sem kæmi stundum til Mósambík og ynni þar með honum, og spurði hver ég væri: einhvern veginn datt mér í hug að svara honum sem svo að ég væri kon- an sem ætti eftir að giftast syni hans.“ Ína sá eiginmann sinn fyrst álengdar á matsölustað þar sem hún vandi komur sínar. „Ég hafði frétt af því að það væru nokkrir Ísraelar starfandi á svæðinu og þar sem ég hafði verið virk í starfi stuðnings- manna Palestínu þegar ég bjó í Dan- mörku langaði mig að kynnast a.m.k. einum Ísraela líka og þótti asnalegt að hafa verið í Mósambik allan þenn- an tíma án þess að vingast við þetta fólk.“ Lét Ína verkin tala og hikaði ekki við að trufla Naor Zinger þar sem hann sat í mestu makindum og skoð- aði Facebook. „Ég færði til mín tölv- una hans, bætti mér á vinalistann hans á Facebook, og til að gera langa sögu stutta var ég fljótlega flutt inn til hans.“ Komust að samkomulagi í byrjun sambandsins Síðan þá eru liðin sjö ár og fæddist Ínu og Naor stúlkan Míla, fyrir fjór- um árum, svo Líf, nú tveggja ára, og loks Emma sem er eins árs. „Þegar þriðja barnið kom fengum við vin- samleg tilmæli um að fjárfesta í sjón- varpi, svo við hefðum eitthvað annað að gera til að stytta okkur stundir.“ En hvernig heldur íslensk-ísraelsk fjölskylda með þrjár litlar stelpur í hefðirnar í múslimahluta Mósambík? Ína segir að hún og Naor hafi rætt málin vel og vandlega strax í upphafi, og sammælst um hvers konar heimili þau myndu vilja reka. „Við ákváðum að börnin okkar myndu fá hlutlaust uppeldi en læra bæði um íslenskar og ísraelskar hefðir og fræðast um öll trúarbrögð,“ segir Ína og bætir við að eins og flestir Ísraelar sé Naor mjög frjálslegur nútímamaður og er hann t.d. duglegri en hún í eldhúsinu ef eitthvað er, og fjarri því íhalds- samur í sýn sinni á heiminn og hlut- verk kynjanna, eða í trúarbragða- iðkun sinni. „Ég vildi reyndar óska að við myndum halda hvíldardaginn heilagan, en það er einfaldlega of mikið að gera,“ segir Ína. Veisla fyrir börnin Vöruskortur þýðir að gera þarf það besta úr aðstæðum hverju sinni á hátíðisdögum og segir Ína algengt að hvort heldur á hátíðum gyðinga, kristinna eða múslima haldi fjöl- skyldan veislu og bjóði börnunum á svæðinu. „Við skipuleggjum þá leiki eins og fjársjóðsleit og krakkarnir fá að hoppa á trampolíni. Á jólunum fá síðan öll börnin litla gjöf með nýjum fötum og einhverju skemmtilegu.“ Á ljósahátíð iðka stelpurnar á heimilinu hefir gyðinga og á Ína það jafnvel til að elda ísraelskan mat ef hráefnið er fáanlegt til að gera t.d. pítubrauð og hummus. „Þá kalla ég mig gyðingamömmuna og er agalega stolt,“ gantast hún. „Stelpurnar taka virkan þátt og ræða við ömmu sína í Ísrael yfir Skype á meðan þær kveikja saman á menora-kertunum.“ Og eins og allir aðrir íbúar Norð- ur-Mósambík taka Ína og fjölskylda þátt í ramadan-hátíðahöldunum. „Það gerum við með nokkrum Pal- estínumönnum sem búa hér einnig – það er svo ótrúlegt að þegar Ísraelar og Palestínumenn eru í öðru landi þá eiga þeir það til að verða perluvinir. Þegar kemur að Eid al-Fitr er öllu tjaldað til, allir fá pakka og hátíðar- stemning um allan bæ.“ En Ína segist gera sér grein fyrir að jólaupplifun barnanna í Mósambík kann að vera svolítið takmörkuð. „Það er einfaldlega núll-jólalegt hérna,“ segir hún. „Þess vegna göng- um við alveg extra langt ef við erum á Íslandi um jólin eða í Ísrael þegar þar er haldin hátíð. Við vorum t.d. á Íslandi um síðustu jól og lætur nærri að við höfum ofgert með öllu jóla- skrautinu og -gleðinni.“ Mósambík er límið Það er ekkert fararsnið á Ínu og fjölskyldu, og daglegt líf þeirra alveg ágætt. „Olían og gasið þýddu að pen- ingarnir tóku að streyma inn í sam- félagið og um leið er Pemba að nú- tímavæðast hratt. Við sjáum t.d. æ oftar konur á ferð í buxum, frekar en í hefðbundnum klæðnaði, og það fjölgar hratt í skólunum enda borgar sig greinilega að kunna að lesa og skrifa þegar olía er komin í spilið.“ Ína bendir þó á að Mósambík sé ekki fyrir alla og margir Vestur- landabúar sem reyni að setjast þar að gefist fljótlega upp. „En fyrir okk- ur er ekki laust við að Mósambík sé límið í fjölskyldunni, og kannski væri það að storka örlögunum að ætla að setjast að í Reykjavík eða Tel Aviv þegar við unum okkur ágætlega hér.“ Að halda í hefðirnar í Mósambík  Ína Steinke fann sér ísraelskan eiginmann á matsölustað í Mósambík  Í dag eiga þau þrjár dætur og halda veislur fyrir sín börn og annarra á hátíðisdögum kristinna, gyðinga og múslima Samfélag Ína er vön að sauma föt á börn sín og annarra á tyllidögum. Hér strunsar Líf í burtu, ekki á þeim buxunum að láta mynda sig. Míla og Emma sitja hins vegar prúðar fyrir með hinum börnunum. Sennilega verður elduð afrísk villibráð á aðfangadag, og ræðst matseðillin af því hvað veiðist þann daginn. Strandlíf Ína með manni sínum Naor og dætrunum þremur. Míla er elst, þá Líf og loks Emma. Norðurhluti Mósambík hefur þróast hratt að undanföru. Trú Þessa kirkju er að finna í höfuð- borginni Maputo í suðrinu. Ljósmynd / Thinkstock. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Suður í Mósambík, í borginni Pemba í nyrsta hluta landsins, býr hálf- íslensk fjölskylda sig undir að halda sérdeilis fjölmenningarleg jól. Krist- ína Steinke, kölluð Ína, reiknar þó ekki með að verja löngum stundum í eldhúsinu – frekar en venjulega – heldur á hún von á að fjölskyldan ým- ist fari út að borða og panti kjúkling á veitingastað, ellegar slái upp grill- veislu. „Það veltur svolítið á því hvað veiðist þann daginn hvaða kjöt er í boði, en það verður einhver afrísk villibráð,“ segir hún og virðist greini- lega ekki kippa sér upp við vöntun á hangikjöti, laufabrauði og maltöli þar sem hún býr, ekki svo langt frá landa- mærunum að Tansaníu. Ína hefur búið á þessum slóðum í ellefu ár en á samt ekki auðvelt með að finna gott svar þegar hún er spurð hvað það er sem heldur í hana. Fólkið á svæðinu búi við töluverðan skort og fjarri því hægt að finna allt til alls í Pemba en Ínu hefur tekist að koma sér ágætlega fyrir með fjölskyldu sinni og reynir að hafa jákvæð áhrif. „Það er bæði ánægjulegt og gefandi að fá að vera hluti af þeirri uppbygg- ingu sem hefur verið að eiga sér stað hérna. Er óhætt að segja að Mósam- bík sé rosalega „raunverulegur“ stað- ur til að búa á: hér leyfist ekkert rugl því lífsbaráttan er hörð en sjá má hvernig er smám saman að takast að búa til land sem virkar.“ „Nú verð ég að leggja mótorhjólinu“ Ína hefur einkum unnið fyrir sér sem kennari við einkaskóla í Pemba. Olía fannst á svæðinu og síðan þá hef- ur átt sér stað hröð uppbygging. Hún hafði verið á svæðinu um nokkurt skeið þegar örlögin ákváðu loksins að finna handa henni mann. „Það má lýsa því þannig að ég hafi alls ekki verið á þeim buxunum að skjóta rót- um og ekki hafði hvarflað að mér að eignast börn. En svo sá ég hann og ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf. Gleðin kemur innanfrá Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.