Morgunblaðið - 24.12.2018, Side 34

Morgunblaðið - 24.12.2018, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Ég Andrea Brabin, framkvæmdastjóri og annar eigenda aðfyrirtækinu Eskimo, á 50 ára afmæli á morgun, jóladag.Eskimo var stofnað 1996 og er umboðsskrifstofa fyrir módel og svo er fyrirtækið einnig með skrá yfir fólk til að leika í bíómyndum og sjónvarpsauglýsingum og þá eru það ekki bara leikarar heldur einnig venjulegt fólk til að leika aukahlutverk. „Við erum alltaf með nokkrar fyrirsætur sem starfa erlendis og hóp af fyrirsætum sem vinna hér. Fyrir myndirnar og auglýsing- arnar erum við með gagnagrunn af fólki sem telur um 15.000 manns. Ég sé um þann hluta vinnunnar, er svokallaður „casting director“, sem er sá sem velur leikara til að koma í prufur og heldur utan um allt sem kemur að þeim og þetta er alltaf jafn skemmtilegt starf og fjölbreytilegt.“ Andrea fylgist því vel með bíómyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég er algjör alæta og horfi á hvað sem er og geri mikið af því. Þess á milli les ég, elda góðan mat og fer út að labba með hundinn.“ Eiginmaður Andreu er Kristinn Þórðarson, framleiðandi og rekur kvikmyndadeildina hjá Truenorth. Börn Andreu eru Eva Lena Brabin Ágústsdóttir, sem er að læra fatahönnun í Kaup- mannahöfn, og Dagur Brabin Hrannarsson, nemandi í 10. bekk í Hagaskóla. „Ég ætla að taka það rólega á afmælisdaginn. Dóttir mín er á landinu og við fjölskyldan ætlum að taka bröns saman heima. Svo ætla ég að eyða afmælisdeginum eins og ég geri vanalega. Les jólabækurnar uppi í rúmi í náttfötunum og fæ að vera í friði, ég fæ það í jólagjöf. Síðan ætla ég að halda veislu í janúar fyrst ég á stórafmæli.“ Þrjár kynslóðir Eva Lena, Andrea og móðir Andreu, Eva Hreinsdóttir. Les jólabækurnar á náttfötunum Andrea Brabin verður fimmtug á morgun B rynjólfur Gíslason fæddist á Kirkjubæjar- klaustri í Vestur- Skaftafellssýslu annan í jólum 1938 og ólst þar upp. Hann lærði fyrst hjá föður sín- um, var í Barnaskólanum á Kirkju- bæjarklaustri, lauk landsprófi frá Héraðsskólanum að Skógum, lauk stúdentsprófi frá MA 1959 og emb- ættisprófi í guðfræði við HÍ í janúar 1968. Brynjólfur var kennari í Gagn- fræðaskóla Keflavíkur 1959-60, auk þess sem hann var stundakennari við aðra skóla í Reykjavík á náms- árunum og um tíma blaðamaður við dagblaðið Vísi. Hann var fram- kvæmdastjóri félagasamtakanna Verndar 1967-69 og var síðan sókn- arprestur í Stafholtsprestakalli 1969-2008. Brynjólfur sat í skólanefnd Varmalandsskóla um skeið og var formaður hennar í fjögur ár, hefur setið í skólanefnd Húsmæðraskól- ans á Varmalandi, verið forseti Rot- aryklúbbs Borgarness, formaður Ungmennafélags Stafholtstungna í tvö ár, formaður Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu í eitt ár, hefur átt sæti í kjördæmaráði og setið í ritnefnd Borgfirðings, tímarits Sögufélags Borgarfjarðar. Þú þjónaðir Stafholtstungum í tæpa fjóra áratugi, Brynjólfur. Voru það ekki viðbrigði fyrir ykkur hjón- in að flytja í Borgarnes? „Jú, það má segja það. Við kunn- um afskaplega vel við staðinn og sveitasamfélagið, alla tíð. Tókum strax heima, má segja, enda bæði úr sveit. Við voru með smá búskap í Stafholti, fé og hross og konan kom þar upp myndarlegum skrúðgarði. En í Borgarnesi fer líka vel um Brynjólfur Gíslason, fv. prestur í Stafholti á Mýrum – 80 ára Stafholtskirkja í jólaskapi Núverandi kirkja í Stafholti var reist á árunum 1875-77 og var þá með allra stærstu og glæsilegustu sveitakirkjum hér á landi. Hún var upphaflega með þakturni og dómkirkjukraga en var breytt 1948. Þjónaði Stafholtstung- um í tæpa fjóra áratugi Hjónin Brynjólfur og Áslaug ferðast mikið. Hér eru þau stödd í Þórsmörk. Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson Ljósmynd/Þorsteinn Jónsson Þann 26. desember 2018 eiga hjónin Hlöðver Jóhannsson og Ólöf Sigríður Björns- dóttir 70 ára brúðkaupsafmæli. Í tilefni dagsins verður opið hús á heimili þeirra. Platínubrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.