Morgunblaðið - 24.12.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018
Enn er helgisagan sögð á ný,
sig til borgar Davíðs Jósep skráði.
Fögnuður á jólum felst í því,
Frétt úr Betlehem til heimsins náði.
Biblíunnar guðspjall greinir frá,
gleðinni sem fjárhirðunum veittist.
Barnið hirðar fyrstir fengu að sjá,
fyrir vikið allur heimur breyttist.
Lagði í jötu frumburð fátæk mær,
faðmaði og barnið reifum vafði.
Gleðifréttin barst sem boðun tær,
blessun vor frá Guði komið hafði.
Frelsarinn nú fæddur heimi var,
fjárhirðunum guðleg birta lýsir
Fyrsta jólakveðjan flutt sem var:
Finnið staðinn sem að barnið hýsir.
Sannan boðskap friðar gaf oss Guð,
glaðir kristnir menn í heimi fagna.
Mannsins erfðasynd var afskrifuð,
eins og skilja má af lestri sagna .
Jólin okkur gefa ljós og líf
látum það oss styrkja alla daga.
Gegnum trúna Guð er öllum hlíf,
gengur þannig áfram lífsins saga.
Helgisagan áfram lifir enn,
eykur sýn á mildi Guðs í verki.
Lítum fram er lýkur ári senn,
leið oss Kristur undir þínu merki!
Norðfjarðarprestakalli,
jólin 2018.
Sigurður Rúnar
Ragnarsson
Enn er helgisagan sögð á ný
SIGURÐUR RÚNAR
RAGNARSSON
sóknarprestur í Norðfjarðar-
prestakalli.
sigurdur.runar.ragnarsson@kirkjan.is
Stjörnuskin í austri streymdi frétt um jörð.
Í strjálum kofa flutt var þakkargjörð.
Inn í myrkan heiminn eilíft ljósið bar
hinn undurblíði konungsson sem fæddist þar.
Það voru englar hjá og vöktu nóttum á,
og vængi mjúka breiddu yfir rúmið hans,
er heilög, agnarsmá og höfug luktist brá
á hnoðra litlum sem var tenging Guðs og manns.
Gestur þangað margur gerði sína leið,
og gert það hefur nú um aldaskeið.
Til að líta augum tign sem hæsta ber,
og tindrar skærast alls í veröldinni hér.
Það voru englar hjá og vöktu nóttum á,
og vængi mjúka breiddu yfir rúmið hans,
er heilög, agnarsmá og höfug luktist brá
á hnoðra litlum sem var tenging Guðs og manns.
Er sem forðum daga útrétt barnsins hönd,
og elsku dreifir vítt um höf og lönd.
Vindar þó að blási vita megum nær
þann vin, sem ekki nokkur kraftur bugað fær.
Þar vakir englalið og veitir ró og frið
og vængi breiðir yfir dýrmætt hjarta’ og sál.
Þar vakir englalið og veitir ró og frið
og vængi breiðir yfir dýrmætt hjarta’ og sál.
Já, vængi breiðir yfir dýrmætt hjarta’ og sál.
Ljóðið er ort í desember 2017 við lagið Änglavingar eftir þá
Magnus Johansson & Arvid Svenungsson sem út kom árið 2016
á instrúmentalgeisladiski þeirra og ber sama nafn.
Englavængir
SIGURÐUR ÆGISSON
prestur á Siglufirði.
Sigurður Ægisson