Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 20

Morgunblaðið - 24.12.2018, Page 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. DESEMBER 2018 Heilt á litið virðist sem ástandið á fasteignamarkaði sé að skána frekar en að versna og munar þar ekki síst um að von er á nokkuð mörgum íbúð- um á markaðinn á komandi misser- um. Ætti því framboð að halda n.v. í við eftirspurn, og jafnvel saxa á þá uppsöfnuðu þörf sem skapast hefur á húsnæðismarkaði á undanförnum ár- um. „Í dag eru hér um bil 4.000 íbúðir á byggingastigi 1 til 3, sem þýðir að framkvæmdir eru hafnar og húsin komin allt að því stigi að vera fokheld. Ég myndi reikna með að á komandi ári yrðu svo mikið sem 80% þessara íbúða ýmist tilbúin til afhendingar eða a.m.k. komin í sölu og þá afhent snemma árs 2020.“ Ódýrari lóðir laga ekki endilega vandann Að mati Páls eru samt enn mörg óleyst vandamál á fasteignamarkaði og er eitt það alvarlegasta hve dýrt er fyrir ungt fólk að eignast sitt fyrsta húsnæði. Hann segir hluta þess vanda fólginn í því hve hár byggingarkostn- aður er orðinn, m.a. vegna hás lóða- verðs. „Með öllum gjöldum, fjár- magnskostnaði og lóðakostnaði kostar byggingafermetrinn í kringum 150.000 kr. og er það þá áður en byrj- að er að byggja,“ segir Páll en bendir á að það sé hægara sagt en gert að ætla að lækka fasteignaverð með því t.d. að skikka sveitarstjórnir til að lækka lóðaverð. „Slíkri lækkun myndu þurfa að fylgja vissar kvaðir svo að verktakinn eða aðrir milliliðir gengi ekki einfaldlega á lagið með hærri álagningu, eða málamynda- gjörningum til að fá ávinninginn af hagstæðara lóðaverði í eigin vasa frekar en að láta kaupandann njóta góðs af,“ segir Páll. „Sama gildir með það að t.d. ætla að lækka fjármagns- kostnaðinn, því ef vextir lækka er hætt við að það örvi sölu og hækki þannig fasteignaverð almennt.“ Kannski gæti lausnin verið fólgin í því að bjóða upp á alveg nýjar gerðir húsnæðis, s.s. öríbúðir eða deiliíbúðir. „Deiliíbúðir hafa gefið góða raun víða erlendis en þar hafa einstaklingar og pör sína eigin litlu íbúð, t.d. í 25 fer- metra rými, með eigið baðherbergi og eldhúskrók, en deila með öðrum sam- eiginlegu eldhúsi í fullri stærð, og rýmum þar sem er t.d. hægt að hafa leiktæki, aðstöðu til að læra og lesa, eða horfa á kvikmyndir. Bæði er þetta lausn sem höfðar til ungs fólks, sem leggur ekki endilega svo mikið upp úr því að eiga stór og mikil heimili, hent- ar einnig þeim sem eldri eru, langar að minnka við sig og sjá jafnvel þann kost við þetta íbúðarform að það spornar gegn félagslegri einangrun,“ útskýrir Páll. „Það sem meira er, að ef t.d. fólk sem komið er yfir fimmtugt flytur úr 80 fermetra íbúð í Lindunum og yfir í 25 fermetra deiliíbúð þá losn- ar gamla íbúðin þeirra fyrir unga barnafjölskyldu að flytja inn í.“ Hóflegar hækkanir á næsta ári Að svo stöddu segir Páll að stefni ekki í óefni. Aðgerða er þörf enda von á stórum árgöngum ungs fólks inn á fasteignamarkaðinn, en horfurnar eru ágætar og ekki útlit fyrir neins konar meiriháttar skakkaföll. „Fólk spyr mig oft hvort von sé á hruni fyrst að hægði á hækkun fasteignaverðs, en ef við skoðum þróunina árin 2016 og 2017 þá héldust hækkun á verði og hækkun kaupmáttar n.v. í hendur. Annað var uppi á teningnum árið 2007 þegar hækkun fasteignaverðs var í kringum 30% en kaupmáttur jókst um bara 1-2%. Bankarnir spá á bilinu 4-5,5% hækkun á komandi ári og ekk- ert sem gefur tilefni til að við gætum átt í vændum eitthvað í líkingu við t.d. þá 40% raunlækkun sem varð árið 2008 þegar fasteignabólan sprakk.“ Vænta má stöðugleika á fasteignamarkaði 2019  Eftir tvö ár mikilla hækkana virðist verð á fasteignum hafa náð jafnvægi  Framboð er að aukast en ungt fólk í leit að fyrstu eign er enn í erfiðri stöðu Morgunblaðið/Eggert Lausnir Páll segir forvitnilegt að skoða hvort að t.d. deili-íbúðir geti reynst vel sem kostur fyrir unga kaupendur og fólk yfir fimmtugu sem vill minnka við sig en um leið velja búsetuform sem dregið gæti úr félagslegri einangrun. BAKSVIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Það sem einkenndi markaðinn á þessu ári var að það dró úr þeirri miklu hækkun sem við sáum árin 2016 og 2017. Má segja að 2018 hafi verið tiltölulega heilbrigð hækkun eða í kringum 6%. Einnig var þetta ár frábrugðið ár- unum á undan að því leyti að hlut- fallslega meira seldist af nýbygg- ingum, eða í kringum 22% af öllum seldum eignum. Til sam- anburðar var hlutfall nýrra eigna 4,6% í fyrra, en í löndunum í kringum okkur þykir eðlilegt að nýbyggingar myndi um 15-20% af seldum eignum.“ Þannig lýsir Páll Pálsson fast- eignasali árinu í hnotskurn. Páll hef- ur lengi fylgst vel með fasteigna- markaðinum og gefur reglulega út fréttabréf þar sem hann greinir þró- unina. Hann segir vaxandi framboð nýbygginga eiga sinn þátt í að hægt hafi á hækkun fasteignaverðs. „Við sjáum að framboð nýbygginga var meira á þessu ári en árið á undan, og fleiri eignir almennt boðnar til sölu. Fyrir réttu ári voru um 1.000 eignir á markaðinum en eru núna í kringum 2.200 og sölutíminn hefur lengst sem þýðir m.a. að kaupendur geta gefið sér meiri tíma og eru í betri aðstöðu þegar kemur að því að bjóða í eignir en fyrir bara einu eða tveimur árum síðan þegar mun meiri læti voru á markaðinum.“ Fleiri og minni íbúðir Páll segir greiningardeildir bank- anna hafa bent á að framboð af litlu og ódýru húsnæði mætti vera meira, og er allstór hluti nýs íbúðahúsnæðis dýrar og stórar íbúðir á besta stað. „En við sjáum merki þess að með- alstærð nýrra íbúða fari minnkandi, og mældist meðalíbúðin í nýju hús- næði um 102 fermetrar á þessu ári en var á bilinu 116-117 fermetrar í fyrra.“ Páll Pálsson Saksóknari í Minnesota hefur ákveðið að Richard Liu, forstjóri kínverska netverslunarrisans JD.com, verði ekki ákærður vegna ásakana um nauðgun. Liu, sem er 45 ára gamall, var handtekinn 31. ágúst síðastliðinn eftir að nemandi við Minnesota- háskóla sakaði hann um nauðgun. Liu var sleppt tæpum sólarhring síðar og sneri hann fljótlega aft- ur heim til Kína til að stýra fyrir- tæki sínu. Liu hefur alla tíð neitað sök í málinu, en sendi þó frá sér yf- irlýsingu á samfélagsmiðli þar sem hann kvaðst skammast sín og iðrast vegna málsins og þess sársauka sem það olli fjölskyldu hans. Segir saksóknari að ekki séu nægilegar sannanir fyrir hendi til að vænta megi þess að Liu verði fundinn sekur fyrir dómstólum. Hlutabréf JD.com hækkuðu um 5,9% á föstudag eftir að fréttir tóku að berast af ákvörðun sak- sóknara, en hefði málið farið fyr- ir dóm hefði Liu getað vænst allt að 30 ára fangelsisdóms. Lögfræðingar námsmannsins sem Liu var sakaður um að hafa brotið á segjast ætla að höfða einkamál þar sem kviðdómur muni fá að „heyra alla söguna“. ai@mbl.is AFP Áfall Richard Liu hefur neitað þeim sökum sem á hann voru bornar. Forstjóri JD.com verður ekki ákærður Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á 24. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 118.02 118.58 118.3 Sterlingspund 149.45 150.17 149.81 Kanadadalur 87.19 87.71 87.45 Dönsk króna 18.039 18.145 18.092 Norsk króna 13.57 13.65 13.61 Sænsk króna 13.101 13.177 13.139 Svissn. franki 119.1 119.76 119.43 Japanskt jen 1.061 1.0672 1.0641 SDR 163.63 164.61 164.12 Evra 134.72 135.48 135.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.7865 Hrávöruverð Gull 1255.0 ($/únsa) Ál 1922.5 ($/tonn) LME Hráolía 54.97 ($/fatið) Brent Á föstudag varð ljóst að aðalvísitala Nasdaq-kauphallarinnar, Nasdaq Composite Index, væri komin í dumbungsham (e. bear market). Við lokun markaða á föstudag hafði vísitalan lækkað um 21,9% frá því hún náði hámarki þann 29. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt skil- greiningu þarf lækkunin að vera meiri en 20% svo að tala megi um dumbungsmarkað. Russell 2000 og Dow Jones- samgöngufyrirtækjavísitalan eru þegar í dumbungsfasa, en Nasdaq- vísitalan er sú fyrsta af stóru hluta- bréfavísitölunum þremur til að fara yfir 20% þröskuldinn. Að sögn Reuters mælist S&P 500 vísitalan núna 17,5% lægri en hún var þegar hún toppaði þann 29. september, og Dow Jones-vísitalan er 16,3% undir metinu sem slegið var 3. október. Binda margir vonir við að þær rétti úr kútnum á næst- unni frekar en að halda áfram að veikjast. Nærri helmingur Nasdaq-vísitöl- unnar samanstendur af tæknifyr- irtækjum og skýrir það að hluta hve mikið vísitalan hefur lækkað að fjárfestar hafa að undanförnu orðið afhuga bandarískum tæknirisum á borð við Facebook og Apple. ai@mbl.is Dumbungsdagar hafnir á Nasdaq AFP Sigling Þrátt fyrir veikinguna að undanförnu hefur Nasdaq-vísitalan verið á miklu skriði frá mars 2009 og hækkað um meira en 500%. Frá NYSE.  Skiptar skoðanir um hvort Dow Jones og S&P 500 munu fara sömu leið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.