Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 8
Náttúrufræðingurinn 88 afla á hverja sóknareiningu, sem getur gefið vísbendingar um breytingu á stofnstærðum. Miklar breytingar hafa orðið á bleikjuveiði í Mývatni en hlutfallslega minni í veiði urriða, að minnsta kosti á þeim tíma sem gögn um urriðaveiði ná til. Þegar stofnar verða mjög litlir skapast hætta á að breytingar komi fram í erfðasamsetningu eða jafnvel að arfbundnir eiginleikar hverfi úr stofn- inum.36,37 Ef veiðiálag er, til dæmis, meira á hraðvaxta fiska en hægvaxta og eiginleikinn fyrir að vaxa hratt er arf- bundinn getur mikið veiðiálag valdið varanlegum breytingum á stofnum. Hreistursýni af bleikju úr Mývatni hafa varðveist allt frá árinu 1941 og gefa þau mikilsverðar upplýsingar um vöxt bleikju og árgangaskiptingu hennar í afla.28 Greining hreistursýna getur varpað ljósi á það hvort breytingar hafa orðið á lífssögulegum þáttum, svo sem vaxtarhraða, og á aldurssamsetningu yfir lengra tímabil. ÁGRIP AF VEIÐISÖGU MÝVATNS Elstu heimildir um silungsveiði í Mývatni eru Jarteinabók Guðmundar biskups góða. Meðal jarteina dýrlings- ins eru þær að hann lætur veiða þrisvar í Mývatni á hvítasunnudag, og hafði áður um vorið „engi veiður“ verið í vatninu. Varð mokveiði eftir þetta og þökkuð hinum sæla biskupi. Ritið í varðveittri gerð er ekki yngra en frá fyrstu ára- tugum 14. aldar, en þessir atburðir eiga best við sögu biskups á fyrstu áratugum 13. aldar.38 Saga veiða úr Mývatni frá því um miðja 19. öld hefur að nokkru verið rakin í rituðum heimildum.39 Jónas Helgason40 frá Grænavatni (f. 1887) greindi frá silungsveiði við Mývatn í ritgerð og lýsti Jónas veiði frá bæjum í Mývatnssveit fjær vatninu ásamt legu uppsátra og örnefnum sem tengdust veiðum og verkun silungs. Jafnframt lýsir Jónas fornum verkunaraðferðum og örnefnum tengdum byrgjum sem silungur var geymdur í og þurrkaður. 3. mynd. Blágrænubakteríur, sem Mývetningar kalla leirlos, geta náð miklum þéttleika og myndað litaða skán á Mývatni á logndögum síðsumars. – Blue green bacteria (Anabena) can form a layer on the surface of Lake Mývatn in late summer. Ljósm./Photo: Guðni Guðbergsson. 4. mynd. Bleikja, hængur ofar og hrygna úr Mývatni. – Arctic charr, male (above) and female from Lake Mývatn. Ljósm./Photo: Guðni Guðbergsson. Minnist hann á heitin útiþurr og ein- ætur um þurrkaðan silung. Mun þessi aðferð hafa verið notuð fyrir þann tíma að farið var að salta silung fyrir reyk- ingu. Veiðar frá bæjum sem ekki áttu land að Mývatni munu hafa lagst af eftir stofnun Veiðifélagsins 1905 þar sem einungis landeigendur við vatnið áttu aðild. Illugi Jónsson á Bjargi (f. 1909) hefur sagt frá silungsveiði í Mývatni.41 Þá ritaði Þorgrímur Starri Björgvinsson í Garði (f. 1919)42 um veiði í Mývatni og náttúrufar vatnsins. Mývatn hefur um aldir verið eitt af fengsælustu veiðivötnum landsins og byggði fólk í Mývatnssveit löngum afkomu sína að talsverðum hluta á þeirri veiði sem vatnið gaf. Mývatn er nú eitt fárra vatna á Íslandi þar sem silungsveiði er enn stunduð sem hluti af hefðbundnum búskap. Mannvistarleifar frá fyrstu búsetu á Hofsstöðum í Mývatnssveit benda til að þar hafi silungur verið á borðum frá fyrstu byggð.43 Í frásögnum Stefáns Stefánssonar frá Ytri-Neslöndum um veiði í Mývatni á síðari hluta 19. aldar kemur fram að skipst hafa á góð og slæm veiðiár í Mývatni.39 Það bendir til að sveiflur hafi lengi verið í lífríki vatns- ins. Var þá mál manna að góð og slæm veiðiár skiptust á með um sjö ára milli-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.