Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 8
Náttúrufræðingurinn
88
afla á hverja sóknareiningu, sem getur
gefið vísbendingar um breytingu
á stofnstærðum.
Miklar breytingar hafa orðið á
bleikjuveiði í Mývatni en hlutfallslega
minni í veiði urriða, að minnsta kosti
á þeim tíma sem gögn um urriðaveiði
ná til. Þegar stofnar verða mjög litlir
skapast hætta á að breytingar komi
fram í erfðasamsetningu eða jafnvel að
arfbundnir eiginleikar hverfi úr stofn-
inum.36,37 Ef veiðiálag er, til dæmis,
meira á hraðvaxta fiska en hægvaxta og
eiginleikinn fyrir að vaxa hratt er arf-
bundinn getur mikið veiðiálag valdið
varanlegum breytingum á stofnum.
Hreistursýni af bleikju úr Mývatni hafa
varðveist allt frá árinu 1941 og gefa
þau mikilsverðar upplýsingar um vöxt
bleikju og árgangaskiptingu hennar
í afla.28 Greining hreistursýna getur
varpað ljósi á það hvort breytingar hafa
orðið á lífssögulegum þáttum, svo sem
vaxtarhraða, og á aldurssamsetningu
yfir lengra tímabil.
ÁGRIP AF VEIÐISÖGU MÝVATNS
Elstu heimildir um silungsveiði í
Mývatni eru Jarteinabók Guðmundar
biskups góða. Meðal jarteina dýrlings-
ins eru þær að hann lætur veiða þrisvar í
Mývatni á hvítasunnudag, og hafði áður
um vorið „engi veiður“ verið í vatninu.
Varð mokveiði eftir þetta og þökkuð
hinum sæla biskupi. Ritið í varðveittri
gerð er ekki yngra en frá fyrstu ára-
tugum 14. aldar, en þessir atburðir eiga
best við sögu biskups á fyrstu áratugum
13. aldar.38 Saga veiða úr Mývatni frá því
um miðja 19. öld hefur að nokkru verið
rakin í rituðum heimildum.39 Jónas
Helgason40 frá Grænavatni (f. 1887)
greindi frá silungsveiði við Mývatn í
ritgerð og lýsti Jónas veiði frá bæjum í
Mývatnssveit fjær vatninu ásamt legu
uppsátra og örnefnum sem tengdust
veiðum og verkun silungs. Jafnframt
lýsir Jónas fornum verkunaraðferðum
og örnefnum tengdum byrgjum sem
silungur var geymdur í og þurrkaður.
3. mynd. Blágrænubakteríur, sem Mývetningar kalla leirlos, geta náð miklum þéttleika og myndað
litaða skán á Mývatni á logndögum síðsumars. – Blue green bacteria (Anabena) can form a
layer on the surface of Lake Mývatn in late summer. Ljósm./Photo: Guðni Guðbergsson.
4. mynd. Bleikja, hængur ofar og hrygna úr Mývatni. – Arctic charr, male
(above) and female from Lake Mývatn. Ljósm./Photo: Guðni Guðbergsson.
Minnist hann á heitin útiþurr og ein-
ætur um þurrkaðan silung. Mun þessi
aðferð hafa verið notuð fyrir þann tíma
að farið var að salta silung fyrir reyk-
ingu. Veiðar frá bæjum sem ekki áttu
land að Mývatni munu hafa lagst af eftir
stofnun Veiðifélagsins 1905 þar sem
einungis landeigendur við vatnið áttu
aðild. Illugi Jónsson á Bjargi (f. 1909)
hefur sagt frá silungsveiði í Mývatni.41
Þá ritaði Þorgrímur Starri Björgvinsson
í Garði (f. 1919)42 um veiði í Mývatni og
náttúrufar vatnsins.
Mývatn hefur um aldir verið eitt
af fengsælustu veiðivötnum landsins
og byggði fólk í Mývatnssveit löngum
afkomu sína að talsverðum hluta á
þeirri veiði sem vatnið gaf. Mývatn er
nú eitt fárra vatna á Íslandi þar sem
silungsveiði er enn stunduð sem hluti af
hefðbundnum búskap.
Mannvistarleifar frá fyrstu búsetu
á Hofsstöðum í Mývatnssveit benda
til að þar hafi silungur verið á borðum
frá fyrstu byggð.43 Í frásögnum Stefáns
Stefánssonar frá Ytri-Neslöndum um
veiði í Mývatni á síðari hluta 19. aldar
kemur fram að skipst hafa á góð og
slæm veiðiár í Mývatni.39 Það bendir til
að sveiflur hafi lengi verið í lífríki vatns-
ins. Var þá mál manna að góð og slæm
veiðiár skiptust á með um sjö ára milli-