Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 30

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 30
Náttúrufræðingurinn 110 5. mynd. Hellisheiðarvirkjun séð úr Hellisskarði. – The Hellisheiði Power Station seen from the mountain pass Hellisskarð SW-Iceland. Ljósm./ Photo: Anna Dóra Sæþórsdóttir. Hengilssvæðið er ólíkt fyrirhuguðu virkjunarsvæði kringum Hvalá að því leyti að aðgengi að svæðinu er mjög gott, á því hefur þegar verið virkjað umtals- vert og ummerki mannvistar eru sýnileg um allt. Fleiri en fjórum af hverjum fimm svarendum á Hengilssvæðinu (83,8%) fannst að hugtakið víðerni/ósnortin nátt- úra gæti ekki náð yfir svæði ef þar væru mannvirki til staðar. Heldur fleiri (86,8%) sögðust hafa orðið varir við mannvirki á leið sinni um svæðið. Hins vegar fannst nær öllum svarendum á svæðinu (97,4%) víðerni/ósnortin náttúra vera hluti af aðdráttarafli svæðisins. Í svörunum er því að finna ákveðna þversögn, þ.e. þorri svarenda upplifir svæðið sem víðerni og ósnortna náttúru þrátt fyrir að hafa orðið varir við sýnileg mannvirki.59 Þessa þver- sögn þarf að rýna betur og kann niður- staða þeirrar skoðunar að verða birt síðar í Náttúrufræðingnum. Virkjunarhugmyndir til umfjöll- unar í 3. áfanga rammaáætlunar Erlendir ferðamenn voru í miklum meirihluta á flestum stöðunum sem voru til skoðunar í tengslum við 3. áfanga rammaáætlunar (gögn C), nema við Trölladyngju þar sem Íslendingar voru tæplega 80% gesta (6. mynd). Ferða- mennirnir voru ánægðir með heimsókn sína á svæðin. Svarendur töldu svæðin almennt vera mjög náttúruleg og þeir töldu að víðerni væru mikilvægur hluti af aðdráttarafli þeirra, en einnig fegurð náttúrunnar almennt og það að þar væru fáir ferðamenn. Ferðamennirnir töldu öll stærri mannvirki óæskileg á svæðunum en æskilegt að hafa þar fjallaskála, sal- erni, tjaldsvæði og malarvegi. Slitlagðir vegir og heilsársvegir voru óæskilegir að mati meira en helmings svarenda á hálendissvæðunum, en á láglendi þóttu slíkir vegir æskilegir. Skoðanir ferða- manna við Seltún voru að þessu leyti ólíkar skoðunum ferðamanna á öllum öðrum svæðum, og voru þeir jákvæðari gagnvart hvers konar mannvirkjum. Að mati meirihluta þeirra ferðaþjón- ustuaðila sem rætt var við í rannsókn- inni fara orkuvinnsla og ferðaþjónusta illa saman, því að orkuframleiðsla rýrði gildi svæða til náttúruskoðunar. Nokkrir viðmælenda töldu ferðamennsku og raforkuframleiðslu geta farið saman og rökstuddu það með því að vísa í að ferðaþjónustan nyti góðs af vegarlagn- ingu vegna virkjunarframkvæmda. Nefnd voru dæmi um virkjunarvegi sem ferðaþjónustan hefði notið góðs af, svo sem Nesjavallavegur, vegurinn að Kárahnjúkavirkjun og vegurinn að Kröflu. Góður vegur dygði þó ekki einn og sér. Huga þyrfti að öðrum þáttum, svo sem að takmarka lýsingu frá virkj- unum, t.d. vegna norðurljósaferða, og að gott samráð væri haft við ferðaþjón- ustuna almennt.57 Í nokkrum tilfellum komu fram ólík sjónarmið í viðtölum við stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja í Reykjavík og á landsbyggðinni, sér í lagi hjá þeim sem seldu gistiþjónustu. Mikill meirihluti ferðaþjónustuaðila í Reykjavík taldi að ekki ætti að bæta aðgengi að hálendinu. Þótt sumir teldu að kannski mætti laga vegina svolítið þá mætti ekki gera þá fólksbílafæra. Lélegir vegir héldu fjöldanum burtu og sköpuðu þar með ákveðna eftirsóknarverða upplifun. Svæðið gæti þar með höfðað til ákveðins markhóps, þ.e. þeirra sem vildu komast út úr mannmergðinni á hringveginum, sér í lagi á Suðurlandi. Sumir ferða- þjónustuaðilar á landsbyggðinni töldu bætt aðgengi vera til góðs því að þá mætti ætla að ferðamönnum fjölgaði á svæðunum og að ferðamannatímabilið lengdist hugsanlega.57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.