Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 50
Náttúrufræðingurinn 130 Ritrýnd grein / Peer reviewed Eydís Salome Eiríksdóttir, Ingunn María Þorbergsdóttir, Sigurður Reynir Gíslason, Jórunn Harðardóttir, Peter Torssander og Árný E. Sveinbjörnsdóttir Áhrif lífríkis á efnastyrk í Mývatni Mývatn er eitt lífauðugasta vatn á norðurhveli jarðar, þrátt fyrir að það sé hulið ís í um 190 daga á ári. Næringarefni streyma til vatnsins með lindavatni en reika einnig frá botni ef styrkur þeirra í botnseti er hár. Ljóstillífandi lífverur taka upp leyst næringarefni sem komast aftur í lausn við rotnun lífveranna. Frumframleiðni græn- og kísilþörunga í Mývatni takmarkast af köfnunarefni en blágrænar bakteríur, sem oft eru í miklu magni í vatninu, binda köfnunar- efni úr andrúmslofti og því getur fosfór á endanum takmarkað frumframleiðni í vatninu. Styrkur leysts fosfórs er háður súrefnisstyrk þar sem fosfór fellur út með járnútfellingum við súrefnisríkar aðstæður. Breytingar á súrefnisástandi innan vatnsins hafa því áhrif á innri hringrás næringarefna um botn, og er hraði hennar meiri við lítinn súrefnisstyrk en mikinn. Þéttleiki mýlirfa og rotnun lífrænna leifa hefur áhrif á súrefnisstyrk við botn Mývatns. Mýlirfur sem lifa á botni Mývatns flytja súrefnisríkt vatn til botnsins og viðhalda þannig háum súrefnisstyrk á mörkum sets og vatns. Hins vegar veldur rotnun í vatninu sýringu og súrefnisþurrð, og getur þetta aukið leysni Fe-, Mn- og P-útfell- inga og þar með leysni fosfats. Margt bendir til þess að styrkur súrefnis við botn sé minni á tímabilum þegar þéttleiki mýlirfa er lítill á botni Mývatns. Aukið innstreymi fosfórs frá botni eftir að bundið köfnunarefni þrýtur í vatninu getur nýst blágrænum bakteríum, sem þá ná yfirhöndinni. Þetta ferli getur því hugsanlega skýrt að nokkru leyti það öfuga samband sem er á milli mýlirfa og blóma blágrænna baktería í Mývatni. er að meðaltali 33 m3/s við Helluvað7 en þar hafa Kráká og Sortulækur samein- ast vatni úr Geirastaðaskurði. Rennsli Krákár er áætlað 8 m3/s.5 Saga efnarannsókna í Mývatni er stutt. Fyrst var mælt sýrustig (pH) vatnsins og uppleyst súrefni í því, og fóru þær mælingar fram um 1940.8 Þegar undirbúningur hófst að vinnslu kísilgúrs og jarðvarma jukust rann- sóknir og var þá mæld efnasamsetning kísilgúrsins.9 Rannsóknir á þáttum sem tengjast lífríki Mývatns hófust 196910 og á þeim grunni hófust viðamiklar rann- sóknir árið 1971.1,11–13 Sumarið 1998 var efnasamsetning vatns á mismunandi dýpi í kísilgúr á botni Mývatns könnuð14 og þar með var hægt að meta hvort efni reikuðu upp úr kísilgúrnum í vatnsbol- inn eða öfugt. Rannsókn á innri efnahringrás Mývatns með því að mæla flæði leystra efna um botn Mývatns var gerð á árunum 2000–2001.15–17 Rannsóknin náði yfir allar árstíðir og var gerð með því að skoða efnabreytingar í tveimur botnlægum boxum. Var annað boxið gegnsætt en hitt svart. Efnabreytingarnar í gegnsæja boxinu endurspegluðu ljóstillífun botn- þörunga og öndun/rotnun lífvera en í svarta boxinu stöfuðu breytingarnar aðeins af öndun/rotnun botnþörunga og annarra lífvera á botninum. Rannsóknin sem er meginefni þessarar greinar beindist að mælingum á eðlisþáttum og styrk leystra efna í útfalli Mývatns. Rannsóknin hófst í lok árs 1999 og lauk í byrjun árs 2001. Hún stóð í 15 mánuði og var sýnum safnað (2. mynd). Í volgu lindunum er blanda af jarðhitavatni ættuðu frá jarðhitasvæð- inu við Námafjall og köldu grunnvatni sem ættað er allt sunnan úr Dyngju- fjöllum eða jafnvel Vatnajökli.3–5 Úr Ytriflóa rennur vatnið um þröngt sund til Syðriflóa.6 Vatnsmestu lindirnar eru kaldar lindir sem falla í vatnið suðaust- anvert. Mývatn er 37,3 km2 að flatarmáli og er meðaldýpi þess 2,05 m. Viðstöðu- tími vatns í Mývatni er nú að meðaltali 27 dagar, en sökum dýpkunar vatnsins við kísilgúrnám í Ytriflóa 1967–2004 lengdist viðstöðutími vatns úr 13 dögum í 27. Vatn fellur úr Mývatni í Geirastaða- skurð og þaðan til Laxár. Rennsli Laxár INNGANGUR Mývatn er eitt af lífauðugustu vötnum á norðurhveli jarðar, þrátt fyrir legu þess nærri heimskautsbaug og þá stað- reynd að það er hulið ís í um 190 daga á ári (1. mynd).1,2 Vatnasvið þess er um 1.300 km2. Það er hulið gropnum basalt- hraunum sem valda því að nær ekkert yfirborðsrennsli er til vatnsins heldur er mestallt innstreymið grunnvatn sem streymir um lindir í austanvert vatnið eins og sjá má á 2. mynd.3,4 Kort frá Verk- fræðistofunni Vatnaskilum5 sýnir einnig minni grunnvatnsstraum frá Kröflu- svæðinu í átt að Ytriflóa. Nyrstu lind- irnar eru volgar og renna í Ytriflóa en þær syðri eru kaldar og renna í Syðriflóa Náttúrufræðingurinn 88 (3–4), bls. 130–149, 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.