Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 53

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 133 1. jafna. 2. jafna. Mývatns má rekja til innstreymis volgs vatns í Ytriflóa, blöndu af jarðhitavatni og köldu grunnvatni (1. mynd).3 Jarð- hitavatn hefur háan styrk leystra efna þar sem efnaskipti vatns og bergs aukast með hækkandi hita. Hluti leystra efna í Mývatni eru nauðsynleg næringarefni fyrir ljóstillífandi lífverur og því getur hratt gegnumstreymi þessa efnaríka vatns staðið undir miklum lífmassa innan vatnsins. Í heildina litið má sjá sams konar hegðun leystra efna í Geira- staðaskurði og í Laxá við Helluvað. Styrkur leystra aðalefna Til aðalefna í vatni teljast kísill (SiO2), natríum (Na), kalíum (K), kalsíum (Ca), magnesíum (Mg), súlfat (SO4), klór (Cl), flúor (F) og leyst ólífrænt kolefni (e. DIC, dissolved inorganic carbon). Aðal- efnin nema allt að 99% af magni leystra efna í vatninu og oft er samanlagður styrkur þeirra (TDS) notaður til að gera grein fyrir mismun vatna. Basavirkni í Geirastaðaskurði var á bilinu 1049–1358 µeq/l og að með- altali var hún 2,6 sinnum meiri en í Þingvallavatni 2007–2017.22 Basavirkni byggist að mestu á magni kolefnis í vatn- inu (HCO3 - og CO3 2-) við pH 7,5–9, en við pH 9–10 er það klofin kísilsýra (H4SiO3 -) sem heldur uppi miklum hluta basa- virkninnar.24 Styrkur ólífræns kolefnis í lindavatni (DIC) sem streymir í Mývatn er frá 1.100 til 2.600 µmól/l (50–117 mg/l CO2) og eykst styrkur þess með hækk- andi hitastigi.3 Íblöndun jarðhitavatns og efnaskipti vatns og bergs auka basa- virkni vatns, sem skýrir háa basavirkni í Mývatni (1. viðauki og 3. mynd).3,25,26 Mikil basavirkni í Mývatni (1. við- auki, 3. mynd) dregur úr pH-breytingum í vatninu en þrátt fyrir það hefur ljóstil- lífun mikil áhrif á pH-gildi vatnsins á bjartasta tíma ársins. Eins og sjá má í 1. og 2. jöfnu veldur ljóstillífun upp- töku á H+-jónum (sýru) sem gerir vatnið basískara (pH-gildi hækkar). Við öndun/rotnun ganga efnahvörfin til baka (til vinstri) og vatnið súrnar (pH-gildið lækkar). Sumarið 2000 varð pH-gildið hæst 9,86 í sýnum í Geira- staðaskurði en var um 8,1 veturinn eftir (3. mynd). Hæst getur pH-gild Mývatns farið yfir 10 um bjartasta tíma ársins.11,16 Síritandi mælingar sem gerðar voru á pH og blaðgrænu í útfalli Mývatns sumarið 2016 sýndu að pH eykst í réttu hlutfalli við aukna frumframleiðni, auk þess sem dagssveifla pH (spönn hvers dags) eykst með aukinni frumfram- leiðni (pH-gildið hækkar á daginn en lækkar á nóttunni) (Árni Einarsson, munnl. upplýs.). Niðurstöður rannsóknarinnar á innri efnahringrás Mývatns frá 2000 benda til þess að kísilþörungar á botni Mývatns taki til sín bíkarbónat (HCO3 -) þegar styrkur CO2 í vatninu minnkar vegna ljóstillífunar, og nýta þá köfnun- arefni á formi ammóníums (NH4) í stað nítrats (NO3) (2. jafna). 16 Það veldur meiri upptöku á H+-jónum en kemur fram í 1. jöfnu og veldur því enn meiri pH-aukningu en ljóstillífun samkvæmt 1. jöfnu. Ennfremur hefur binding kísils í skeljar þörunga við hátt pH-gildi í för með sér upptöku H+-jóna úr vatninu og þar með hærra pH-gildi.16 Ljóstillífun krefst orku og næring- arefna í ákveðnum hlutföllum (1. og 2. jafna) og takmarkast ef skortur verður á ljósi (orku) eða einhverju hinna nauðsynlegu næringarefna.27 Kísil- þörungar halda að miklu leyti uppi frumframleiðni Mývatns, og þurfa þeir auk næringarefnanna í 1. og 2. jöfnu, kísil til að byggja skeljar sínar. Mólhlut- föll C:Si í kísilþörungum eru nokkuð breytileg28 en hér er notast við hlutföllin 106:85.29 Styrkur kísils í Mývatni er mik- ill þar sem jarðhitavatn sem streymir í Ytriflóa hefur mikinn kísilstyrk.3,26 Styrkur kísils í vatninu veturinn 2000– 2001 var um 384 µmól/l, minnkaði snemma vors og varð minnstur í júlí, 40 µmól/l (3. mynd). Að hausti jókst kísil- styrkur á ný vegna minni upptöku kís- ilþörunganna (3. mynd). Minnkun kísils sumarið 2000 nam um 75%. Þó hefur verið sýnt fram á að kísill takmarkar ekki vöxt kísilþörunga í Mývatni.7 Kísilþörungar eiga sér tvö blóma- skeið á ári.13 Vorblóminn hefst um leið og ís fer af vatninu og stendur út júní. Þá er vatnið orðið næringarefnasnautt og þörungavöxtur stöðvast. Haustblóminn hefst í ágúst og stendur út september.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.