Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 59

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 139 Bór er ættað úr bergi, kvikugasi og úrkomu30 og minni styrk þess vorið 2000 má rekja til vorleysinga og aukins innstreymis snjóbráðar af vatnasviðinu. Málmar bindast oft lífrænum sýrum sem auka leysni þeirra í vatni. Það má sjá sterkt samband á milli styrks kóbolts (Co) og leysts lífræns kolefns (DOC; 4. mynd) (R2=0,92) og hækkar styrkur beggja yfir hásumarið. Svipað samband er á milli styrks nikkels (Ni) og DOC (R2=0,68). Styrkur króms (Cr) minnk- aði yfir hásumarið svipað og styrkur kísils og bendir það til áhrifa lífríkisins, beinna eða afleiddra, á krómið. Styrkur strontíums (Sr), kadmíums (Cd), blýs (Pb) og sinks (Zn) er óreglulegur yfir árið og ekki hægt að skýra á auðveldan hátt með pH-breytingu eða öðrum áhrifum frá lífríkinu. Mólýbden (Mo) er nauðsynlegt næringarefni fyrir köfnunarefnisbind- andi bakteríur. Nýlega var gerð rann- sókn á styrk og samsætum mólýbdens í sýnunum sem safnað var 2000–2001 í Geirastaðaskurði.21 Niðurstöðurnar sýna að köfnunarefnisbindandi bakt- eríur hafa mikil áhrif á samsætur Mo, sem sést þó ekki í styrk þess (6. mynd). Þessar lífverur taka frekar upp léttar Mo-samsætur sem þýðir að Mo-sam- sætur í vatninu verða sífellt þyngri eftir því sem þéttleiki köfnunarefnisbind- andi baktería vex. Rannsóknin sýnir einnig að sterkt samband er á milli Mo- og S-samsætna og endurspeglar það sameiginlega ferla sem hafa áhrif á þessi efni. Áhrif lífríkis á innri hringrás næringarefna Styrkur næringarefna er mjög breyti- legur eftir árstíðum (3. og 4. mynd). Þör- ungar þurfa mismikið af hverju næring- arefni. Til dæmis taka kísilþörungar 106 mól af kolefni, 85 mól af kísli,29 16 mól af N og 1 mól af P (1. jafna). Það næring- arefni sem fyrst þrýtur takmarkar vöxt ljóstillífandi lífvera. Rotnun lífrænna leifa skilar svo næringarefnunum smám saman aftur inn í vatnsbolinn þar sem þau eru tekin upp ef aðrar aðstæður leyfa. Þó eru ekki allir frumframleið- endur háðir því að öll nauðsynleg nær- ingarefni séu til staðar í vatninu. Eins og áður sagði geta blágrænar bakteríur brotið köfnunarefni úr andrúmsloftinu (N2), sem síðan hvarfast við vetni eða súrefni. Við það verður köfnunarefnið aðgengilegt ljóstillífandi lífverum. Á 7. mynd er sýndur heildarstyrkur leysts fosfórs (TDP) og köfnunarefnis (TDN), lífræns og ólífræns, í útfalli Mývatns í Geirastaðaskurði og Laxá við Helluvað, ásamt niðurstöðum úr rannsókn á flæði leystra efna um botn Mývatns.16 Athugið að 5. og 7. mynd eru ólíkar að því leyti að á 5. mynd er sýndur styrkur leysts ólífræns köfnun- arefnis (DIN) en ekki heildarstyrkur leysts fosfórs og köfnunarefnis líkt og á 7. mynd. Heildarstyrkur leysts fos- fórs (TDP) minnkar með fjarlægð frá innstreymi lindanna í Mývatn en heildarstyrkur leysts köfnunarefnis (TDN) eykst (7. mynd). Hlutfall efnanna nálgast því N:P Redfield-hlutfallið (1. jafna; brotalína á 7. mynd) á meðan það streymir í gegnum vatnið. Hér koma nokkrar skýringar til álita. Í fyrsta lagi getur aukningin stafað af reiki NH4 úr setinu á botni Mývatns upp í vatnsbol- inn. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í Álftavogi á styrk NH4 í botnseti annars vegar og vatnsbol hins vegar jafngildir reiki NH4 upp um botn vatns- ins öllu innstreymi bundins köfnunar- efnis (NO3 og NH4) með grunnvatni 14 og um 24% af nettóbindingu köfnun- arefnis í lífrænt efni í vatninu.11 Í öðru lagi getur þetta stafað af bindingu blá- grænubaktería á köfnunarefni úr and- rúmsloftinu. Ekki var áberandi blómi A. flos-aquae í Mývatni sumarið 2000 en binding köfnunarefnis úr andrúms- lofti á sér engu að síður stað í vatninu, þar sem fleiri tegundir köfnunarefn- isbindandi baktería eru til staðar, þótt þær séu ekki eins mikilvirkar og A. flos- -aquae. Auk þess eru nokkrar tegundir kísilþörunga hýslar fyrir bakteríur sem geta bundið köfnunarefni, meðal annars Epithemia turgida,42 en kísilþörungar af ættkvíslinni Epithemia hafa fundist í Mývatni.43 Í þriðja lagi getur aukinn heildarstyrkur leysts köfnunarefnis (TDN) stafað af niðurbroti lífræns efnis í vatninu og hlutfallslega hraðri losun köfnunarefnis miðað við fosfór. Köfnunarefnisbinding blágrænna baktería krefst þess að fosfór sé í nægi- legum styrk í vatninu, og á aðgengilegu formi. Þegar köfnunarefnisbinding blágrænna baktería á sér stað í stöðu- vötnum gengur á fosfórinn í vatninu, og skortur fosfórs takmarkar að lokum ljóstillífun þeirra. Innri hringrás fosfórs er hægari en innri hringrás köfnunar- efnis í vatni þar sem fosfór er torleyst efni og fellur oft út í súrefnisríku vatni. Sýnt hefur verið fram á að leysing fos- fórs úr botnseti í Eystrasalti er mest þar sem botnsetið er ríkt af lífrænu kolefni og umhverfið súrefnissnautt. Sú rann- sókn sýndi einnig sterka fylgni á milli styrks Mn og PO4 í setvatni (vatni á milli setkorna) á botni Eystrasalts.44 Eins hefur verið sýnt fram á að það er beint samband á milli styrks járns, mangans og fosfórs í lausn og ör-ögnum (e. coll- oids) í grunnum stöðuvötnum í Kanada þar sem súrefnisþurrðar gætir árstíða- bundið.40 Þessar vísbendingar gefa til kynna að fosfór sem leysist úr botns- eti í Eystrasalti eigi uppruna sinn bæði í niðurbroti lífræns efnis og leysingu járnútfellinga (e. iron(oxy)hydroxide) í botnseti við súrefnissnauðar að- stæður.44 Súrefnisstyrkur í vatni hefur áhrif á leysni margra málma, svo sem járns, mangans og efna sem falla 8. mynd. Samband leysts járns, mangans og fosfórs í útfalli Mývatns í Geirastaðaskurði 2000–2001. Leysni, og þar með hreyfanleiki, Fe, Mn og P eykst eftir því sem súrefnis- styrkur vatnsins minnkar. – The relationship between Fe, Mn and PO4 in the outlet of Mý- vatn at Geirastaðaskurður. The solubility, and thus mobility, of Fe, Mn and P is a function of the redox state of the water and increases at reduced conditions.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.