Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 81

Náttúrufræðingurinn - 2018, Síða 81
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 161 Núna fjölgaði um 11 pör við Arnarnes en mikil fækkun varð í óshólmunum. Vorið 2010 var þarna næstfjölsetnasti varpstaðurinn í Eyjafirði, alls 54 pör.2 Vorið 2015 voru aðeins 18 varppör á svæðinu, sem er samdráttur um 36 pör eða 67%. Stærsti hluti varpsins við Fnjóská 2010 var á eyri skammt neðan við brúna á ánni. Vorið 2015 voru mikil umsvif á þessu svæði við malarnám og er sennilegt að það hafi fælt fuglana frá varpstaðnum. Í Krossanesborgum varð rúmlega helmings fækkun, úr 45 pörum 2010 í 20 pör 2015. Krossanesborgir eru annað svæðið af tveimur (hitt er Hrísey) þar sem einnig hefur verið talið önnur ár en í reglubundnum talningum á fimm ára fresti. Á tímabilinu 1998 til 2013 eru til tölur um fjölda varppara þessi ár: 1998 (10 pör), 2003 (11), 2008 (18) og 2013 (31).4 Krossanesborgir voru friðlýstar sem fólkvangur árið 20055 en fækkun hefur hafist milli 2010 og 2013. Ekki er sennilegt að truflun hafi hrakið storm- máfa á brott þannig að leita verður annarra skýringa. Stormmáfum hélt áfram að fækka við Akureyrarflugvöll en á sama tíma fjölg- aði mikið í óshólmum Eyjafjarðarár skammt austan flugvallar. Augljóst er að tilflutningur er vegna aðgerða starfs- manna flugvallarins til að fækka fuglum við flugvöllinn.6 Vorið 2010 urpu 45 pör við flugvöllinn en 32 vorið 2015. Þau voru flest 85 árið 2000.1 Í óshólmum Eyjafjarðarár austan flugvallar voru 48 varppör árið 2010 en vorið 2015 voru þau orðin 147, sem er aukning um 99 pör. Hluta þessarar fjölgunar má skýra með tilflutningi frá öðrum varpstöðum sunnan óshólmanna beggja vegna Eyjafjarðarár suður að þverbraut milli Hrafnagils og Laugalands. Á því svæði fækkaði milli áranna 2010 og 2015 um 22 pör, úr 94 pörum í 72. Einn af fjölsetnustu stöðunum 2010 var á áreyrum Þverár fremri við bæinn Munkaþverá, alls 41 par. Árið 2015 voru þar aðeins 18 pör, sem er 56% fækkun. Undanfarin ár hefur verið mikið mal- arnám á Þveráreyrum sem hélt áfram árið 2015. Hefur það eflaust orsakað tilflutning fuglanna til annarra svæða. Sum þessara para hafa að líkindum flutt sig norður í óshólmana þar sem er ágætt næði um varptímann. Á sama tímabili hélst fjöldi para óbreyttur við Stokkahlaðir vestan Eyjafjarðarár gegnt Munkaþverá. Talið er að sumir fuglanna hafi flutt sig þangað frá Munkaþverá milli áranna 2005 og 2010.2 Eftir nær samfellda fjölgun storm- máfa í Eyjafirði frá 1980 til 2010 fækk- aði um 5,8% til ársins 2015 (4. mynd). Á þessu stigi er erfitt að fullyrða að fjöldi verpandi stormmáfa í Eyjafirði hafi náð hámarki á svæðinu. Þannig getur einhver fækkun orsakast af lélegu varpi í einstökum árum þannig að sum varppör hafi flutt sig frá varpstöðunum fyrir talningu. Í talningunum 2005 og 2010 bætt- ust nýir varpstaðir við milli eldri staða innan athugunarsvæðisins, frekar en í útjöðrum þess. Í samantekt um þær talningar var álitið líklegt að stormmáfar myndu nema land í Ólafsfirði.2 Storm- máfar hafa sést árlega við Ólafsfjarðar- vatn að vorlagi frá 2010 (eigin ath.). Fyrsta hreiðrið fannst þar sumarið 2013 og eitt hreiður vorið 2015. Enn sem fyrr eru stormmáfar hvergi taldir reglulega hér á landi á stóru svæði nema í Eyjafirði þar sem stærsta hluta íslenska varpstofnsins er að finna. Kringum árið 2000 var íslenski stormmáfsstofninn álitinn vera um 700 varppör og allt að 70% hans á vöktunarsvæðinu í Eyjafirði.1 Stormmáfar hafa breiðst út um landið frá því þeir fóru að verpa hér um miðja síðustu öld. Verpa þeir nú strjált á láglendi um land allt nema sáralítið á Vestfjörðum og takmarkað á Suðurlandi. Skipuleg heildarúttekt á íslenska varp- stofninum hefur ekki farið fram síðan árin 1980 og 1981.1 Er fyllilega kominn tími á aðra landstalningu og samantekt á þekktum varpstöðum. Nýir varpstaðir hafa verið skráðir jöfnum höndum eftir því sem upplýsingar hafa komið fram. Þá hefur verið talið á mörgum varpstöðum þegar tækifæri hafa gefist. Um 130 varp- staðir eru nú skráðir en varppör eru horfin frá sumum þeirra, eins og sjá má í Eyjafirði (2. mynd). Á flestum þessara staða verpa aðeins stök eða fáein pör en meginþorri para utan Eyjafjarðar virðist verpa á aðeins örfáum stöðum, svo sem í Blönduhlíð í Skagafirði (1990: 31 par), á Héðinshöfða á Tjörnesi (2003: 18),7 í Kelduhverfi (2007: 13),8 á Austursandi í Öxarfirði (2009: 35)9 og við Þinganes í Nesjum (2006: 33).10 Miðað við til- tækar talningar í fórum höfunda verpa nálægt 250 pör utan vöktunarsvæðisins í Eyjafirði þar af um það bil helmingur á ofangreindum fimm stöðum. Heildar- stofninn í landinu var áætlaður um 880 pör 2015 og hefur Eyjafjörður því haldið sínum hlut með um 70% íslenska stofns- ins. Vöktunin í Eyjafirði gefur því enn góða vísbendingu um framvindu varp- stofns stormmáfa á Íslandi. Engu að síður er æskilegt að stormmáfar verði vaktaðir á fleiri stöðum í landinu. 4. mynd. Heildarfjöldi stormmáfspara í Eyjafirði á tímabilinu 1980–2015. Línuleg aðhvarfs- greining er notuð til að lýsa stofnframvindu. – Total number of breeding Common Gull pairs in Eyjafjörður 1980–2015. Linear regression is used to define the population changes. 1975 0 100 200 300 400 500 600 700 y = 16,259x - 32095 R2 = 0,93559 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.