Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 87

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 87
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 167 Helgi Hallgrímsson Johan Gerhard König og upphaf íslenskrar grasafræði Elstu heimildir um íslenskar plöntur er að finna í ritgerð Gísla Oddssonar biskups, De mirabilibus Islandiae, frá um 16401 og riti Jóns Guðmundssonar lærða, Um nokkrar grasa náttúrur, frá um 1650.2 Gísli skráði um 100 íslensk plöntunöfn, og hefur tekist að heimfæra um 90 þeirra til þekktra tegunda. Jón skráði um 90 nöfn, íslensk og latnesk, og er hægt að líta á um 45 þeirra sem þekktar tegundir. Rit Gísla var ekki prentað fyrr en 1917 og rit Jóns um plöntur hafa enn ekki verið gefin út.3 Þessi rit voru því óþekkt fyrri tíma fræðimönnum. Á 18. öld upphófst mikil vísindavakning í anda upplýsingarstefnu, og Ísland fór ekki varhluta af henni. Þá urðu flestar fræðigreinar til, þar á meðal grasafræðin, sem var þó enn svo nátengd læknisfræði að varla varð skilið þar á milli. Sví- inn Carl von Linné (1707–1778), prófessor í Uppsölum, bar þá höfuð og herðar yfir aðra náttúrufræðinga. Með ritum sínum, Systema naturae (1735), Genera plantarum (1737) og Species plantarum (1753), skipaði hann dýrum og plöntum í tilbúið kerfi, frumlýsti fjölda tegunda og innleiddi „tvínefnareglu“ þá sem enn gildir. INNGANGUR Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson könnuðu allt Ísland á árunum 1752–1757 og birtist árangur þeirrar könnunar í ferðabókinni miklu sem Eggert samdi á dönsku og prentuð var í Sorø á Sjálandi árið 1772, en fyrst gefin út á íslensku 1944 í þýðingu Steindórs Steindórssonar, og í skrautútgáfu 1975.4 Þeir félagar voru vel að sér í grasafræði, einkum Bjarni sem lagði stund á læknisfræði. Í bókinni er getið 135 tegunda, flestra með fræði- nöfnum, þar af eru um 120 háplöntur. Þeir söfnuðu plöntum fyrir Danska vís- indafélagið og til er skrá yfir plöntusafn sem þeir sendu félaginu 1761. Þar eru 200 fræðinöfn háplantna og viðbætir með 14 nöfnum. Næsta ár sendu þeir um 15 tegundir til viðbótar af mosum, fléttum og fjöruþörungum. Þessar skrár voru fáum kunnar og birtust ekki á prenti fyrr en í Ferðadagbókum Eggerts og Bjarna, sem Sigurjón Páll Ísaksson bjó til prentunar og gaf út 2017.5 Johan Gerhard König (1728– 1785) var þýsk-baltneskur læknir, lyfja- og grasafræðingur, sem kannaði flóru Íslands og safnaði plöntum hér á landi 1764–1765 fyrir ritsafnið Flora Danica, sem byrjað var að gefa út 1761.6 Sú könnun bar furðulega mikinn árangur. Hinsvegar kom það í hlut þeirra Ottos Friedrichs Müller og Johans Zoëga að semja tegundaskrár og komu þær út 1770 og 1772.7,8 Um 350 háplöntur voru skráðar samtals í báðum skrám. Við nánari skoðun höfundar reynd- ust um 275 vera fullgildar íslenskar tegundir. Um 220 tegundir lágplantna eru í skránum, margar vafasamar (sjá síðar). Þessar skrár eru elstu prentaðar heimildir um plönturíki Íslands, sem allar plöntuskrár á 19. öld byggðust á að verulegu leyti, og má því kalla upphaf íslenskrar grasafræði. Náttúrufræðingurinn 88 (3–4), bls. 167–174, 2018 Naflagras, Koenigia islandica, í Flora Danica. Teiknað eftir íslensku eintaki sem König safnaði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.