Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 88

Náttúrufræðingurinn - 2018, Side 88
Náttúrufræðingurinn 168 ÆVIÁGRIP KÖNIGS Johan Gerhard König fæddist 29. nóvember 1728 í Ungernhof, sem lík- ast til var sveitabær, nálægt Kreutz- burg-setrinu í pólska hertogadæminu Lívoníu (Líflandi). Setrið og héraðið umhverfis kallast nú Krustpils og er í Lettlandi. Ungernhof og Kreutzburg eru þýsk heiti, nafn Königs er einnig þýskt og þýska var móðurmál hans, enda höfðu Þjóðverjar flust snemma á þessar slóðir. Þorvaldur Thoroddsen segir König hafa lært lyfjafræði í Riga og komið til Danmerkur 1748 (tvítugur), starfað í lyfjabúðum í Sorø og Viborg, og farið til Uppsala 1757 „til að lesa læknisfræði, og við að hlusta á fyrirlestra Linnés fékk hann áhuga á grasafræði, og fékkst mikið við þá vísindagrein eftir það ...“.9 König var tvö ár í Uppsölum og fékk síðan starf á Friðriksspítala í Höfn, en hefur meðfram lagt stund á nátt- úrufræði. Árið 1764 er hann kominn í þjónustu forsvarsmanna Flora Danica, og safnar plöntum á Borgundarhólmi.10 Samkvæmt bréfi hans til Linnés 26. október 1763 (sjá hér á eftir) stóð til að senda hann til Vestur-Indía, þar sem Danir áttu þá nýlendu, en frá því var horfið, og í staðinn var hann sendur til Íslands vorið 1764. Þar dvaldist hann til hausts 1765 og safnaði meðal annars plöntum og skráði. Heim kominn lagði hann stund á læknisfræði og tók kandídatspróf 1767.9 Í ársbyrjun 1769 sigldi hann til Indlands og starfaði sem læknir í Tharangambadi (áður Tranquebar, d. Trankebar), fyrst hjá Danska verslun- arfélaginu. Árið 1773 hlaut hann dokt- orstitil í læknisfræði in absentia frá Kaupmannahafnarháskóla. Samhliða læknisstörfum fékkst hann við náttúruskoðun og söfnun náttúru- gripa af ýmsu tagi, og sendi Linné og fræðimönnum í Lundi og Kaupmanna- höfn. Þá tókst hann ferðir á hendur til fjalla norðan við Madras og til Ceylon sem nú heitir Sri Lanka. Árið 1778 fékk König stöðu hjá Breska Austur-Indía- félaginu og hélt henni til dauðadags 1785. Á því tímabili fór hann margar rannsóknaferðir og vann með merkum vísindamönnum, svo sem George Camp- bell, William Roxburgh, Johan Chr. Fabricius og Sir Joseph Banks. Líklega var merkasta ferðin farin til Taílands og Malakkasunds 1778–1780. Hann hitti Patrick Russel, sem kom til Tranquebar 1782, og var í stöðugu sambandi við hann. Árið 1784 var hann á ferðalagi um Indland og veiktist þá af blóðkreppu- sótt. Hann náði sér aldrei af veikinni og lést í Andhra Pradesh 26. júní 1785, 57 ára að aldri.11 Lítið liggur eftir J. König á prenti, fyrir utan doktorsritgerð hans 1773. Niðurstöður rannsókna hans er aðallega að finna í bréfum og ferðadagbókum og hefur sumt af því verið prentað. Hann ánafnaði Sir. Joseph Banks handrit sín og eru þau geymd í British Museum (Natural History) í London.10 Hann lýsti mörgum plöntum sem notaðar voru til lækninga á Indlandi. Linné nefndi plöntukvíslina Koenigia eftir honum, líka Murraya koenigii, sem er tegund af karrílauftrjám.11 König var tvígiftur, en ekki er kunnugt um að hann hafi eignast afkomendur. TILDRÖG ÍSLANDSFERÐAR KÖNIGS – FLORA DANICA Tilefni Íslandsferðar Königs var útgáfa hinnar miklu myndabókar Flora Danica, sem Georg Christian Oeder í Kaupmannahöfn hóf að gefa út 1761 og stóð fyrir í áratug. Komu þrjú fyrstu bindin út á þeim tíma.6 Georg Christian Oeder var fæddur 1728 í Ansbach í þýska greifadæminu Oldenburg (Aldinborg), sem þá tilheyrði danska konungs- ríkinu. Hann lærði læknisfræði í Göttingen og starfaði sem læknir í Slésvík til 1751. Þá var hann kallaður til Kaupmannahafnar og útnefndur konunglegur grasafræðiprófessor („professor botanicus regius“). Hann hóf þá að byggja upp grasagarðinn þar (Botanisk Have), og vann að útgáfu Flora Danica frá 1753 til 1772, þegar hann varð að láta af starfi vegna „byltingar“ í konungs- garði. Hann var síðan opinber embættismaður á heimaslóðum sínum og lést 1791 í Oldenburg.12 Flora Danica er afar glæsilegt safnrit, í stóru broti (folio), með heilsíðuteikn- ingum, samtals 3.060, sem voru hand- litaðar í hluta upplagsins. Skýringar eru á latínu í hluta danska upplagsins, vísað í ýmis fræðirit, og víða getið um dönsk og norsk heiti. Í upphafi var ritinu dreift ókeypis til biskupa ríkisins, og áttu þeir að deila því áfram til áhuga- samra presta. Þannig bárust nokkur ein- tök hingað til lands. Þau eru nú orðin sjaldséð. Höfundi er kunnugt um þau á Amtsbókasafninu á Akureyri, Lands- bókasafni og Náttúrufræðistofnun Ís- lands. Konunglega bókasafnið (vís- indadeild) í Höfn lét skanna ritið fyrir nokkrum árum og er það nú aðgengilegt á vefsetri safnsins.6 Árið 1790 voru þær myndir sem þá voru komnar út greyptar á matarstell úr postulíni fyrir kon- unginn, og fást eftirmyndir af stellinu í Konunglegu postulínsiðjunni í Höfn.13 Lagt var upp með að teikna myndir af öllum plöntutegundum í konungsrík- inu, þ.e. Danmörku, Noregi, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og löndum konungs í Þýskalandi, ekki aðeins af háplöntum heldur líka af mosum, þörungum, fléttum og sveppum. Þessi áætlun breyttist þegar Noregur fór undir sænska kónginn 1814 og aftur 1864 þegar Danir misstu Slésvík og Holstein. Líklega hefur nýlenda Dana í Vestur- Indíum (Dönsku Jómfrúreyjar) átt að vera með í ritinu, og var því áformað að senda König þangað 1763, en af því varð ekki. Í stað þess var hann sendur til Íslands vorið 1764 til að safna plöntum fyrir myndaverkið, ásamt teiknara, sem ekki er vitað hvað hét, og dvöldust þeir á landinu til hausts 1765.12 Þorvaldur Thoroddsen segir að König hafi komið á land „fyrir sunnan, reið norður um þing 1764 og þaðan austur, og fór utan í Reyðarfirði um haustið 1765; „var hann hvorki lofaður né lastaður,“ segir Jón Espólín.9, 14 Stefán Stefánsson getur Königs lofsamlega í ritgerð sinni um „gróðurfarslegar rannsóknir á Íslandi“ 189115 en bætir engu við það sem aðrir rita. Naflagras, Koenigia islandica. Ljósm. Hörður Kristinsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.