Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 90

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 90
Náttúrufræðingurinn 170 prentaður aftan við Ferðabókina. Er hann að mestu gerður eftir söfnum danska grasafræðingsins Königs, sem ferðaðist um Ísland 1764–1765. Kemur sá listi Ferðabókinni ekki bein- línis við, og er honum því sleppt hér, enda ekki mikið á honum á græða fyrir nútímann.4 Hér skjátlaðist Steindóri; listinn hefur mikið fræðilegt og sögulegt gildi, og hefði því átt að fylgja með íslensku útgáfunni, enda vita fáir um skrá Müll- ers eða geta aflað hennar. Johan Zoëga var fæddur 1742 í Ravsted í Slésvík, sem þá var eitt landa Danakonungs, nú í Þýskalandi. Hann var prestssonur, gekk í latínu- skóla í Pløen, síðar hjá lækninum Johan Christ- ian Fabricius í Tønder, föður dýrafræðings- ins með sama nafni, þar sem áhugi hans á náttúrufræði var vakinn. Eftir frekara nám í menntaskóla í Altona (nú hluti Hamborgar) 1760–1762 fluttist hann til Hafnar, en fór síðar með Fabriciusi yngra til Uppsala og lagði stund á grasafræði undir handleiðslu Linnés. Síðan var hann nokkur ár aðstoðarmaður Oeders við Grasagarðinn í Höfn, eða til 1770, þegar staðan var lögð niður. Eftir það gegndi hann ýmsum störfum í stjórnkerfinu, oftast í ráðuneyti fjár- mála (Finanskollegiet og Rentekammeret) og gat sér gott orð á því sviði. Hann var ekki heilsuhraustur og lést í árslok 1788, 46 ára gam- all, ókvæntur og barnlaus. Helstu störf hans á sviði grasafræði voru að skilgreina plöntur frá Borgundarhólmi og Íslandi fyrir Flora Danica. Hann hélt sambandi við Linné, sem heiðraði hann með því að nefna eina plöntukvísl Zoegea, af körfublómaætt. Hann fékkst við að greina mosa, og átti töluvert safn af þeim, en plöntu- safn hans eyðilagðist í árás Englendinga á Höfn 1807.17 Plöntuskrá Joh. Zoëga er að lang- mestu leyti upptalning á fræðinöfnum sömu plöntutegunda og birtist í lista Müllers 1770. Nokkur nöfn hafa fallið niður, og fáeinum verið bætt við í stað- inn. Talsverð aukning varð á tegundum gróplantna, og jókst heildarfjöldinn um 15 tegundir. Mesta breytingin er að Zoëga setur víða inn stuttar latneskar lýsingar tegunda, auk þess nokkrar klausur á dönsku, og á stöku stað fundarstaði og íslensk nöfn. Samkvæmt formála skrárinnar, sem að hluta til er birtur hér á eftir, hefur hann tekið þessar viðbætur upp úr minnisgreinum og plöntusafni Königs. De faa Efterretninger man er i Stand at give om den Islandske Flora, har man den nu værende Missions-Me- dicus og Kongel. Historicus natura- lis i Trankebar, Hr. Johann Gerhard König, at takke, som fra Foraaret 1764 indtil ud paa Høsten 1765 har opholdt sig paa Island, hvorhen han blev sendt paa Kongelig Bekostning, for at indsamle til den bekiendte Flora Danica. [...] især de urter, som Island frem for andre Hans Majestæts Lande frembringer. [...] Tiiden tillod ham ei, som han havde i Sinde, selv at skrive en udførlig Flora Islandica, førend han reiste til sit nær- værende Opholdssted; derfor har Hr. Cancellieraad O. F. Müller, hvis nyttige Iver for Naturhistorien af fle- ere Skrifter noksom er bekiendt, paa hans Anmodning, optegnet i Novis Actis Nat. Curios. Tom IV, pag. 203. sqq. de Planter, som Hr. König deels meddelte ham i Natura, og tildeels mundtlig har navngivet for ham. Denne Hr. Müllers Enumeratio stirpium, in Islandia sponte crescen- tum, er Grunden til vores Flora Islandica, som bestaaer af henimod halvsiette Hundrede Arter. Et Manu- script, som Hr. König har efterladt sig her, og en Urtesamling, har tient til at forøge Hr. Müllers Enumeration. [...] De faa oeconomiske Anmærk- ninger, samt de Islandske Navne, ere tagne af ovenmældte Hr. Königs Manuscript.8 TEGUNDAFJÖLDI Í SKRÁM MÜLLERS OG ZOËGA Skrá Müllers (1770): 316 blómplöntur, 23 byrkningar, 72 mosar, 48 fléttur, 57 þörungar og 11 sveppategundir; samtals um 527 tegundir. Skrá J. Zoëga (1772): 310 tegundir blómplantna, 24 byrkningar, 74 mosa- tegundir, 56 fléttutegundir, 67 þörunga- tegundir og 14 sveppategundir, samtals 545 tegundir. Tvær opnur í 1. bindi Flora Danica, útgefið 1761, ekki með lituðum myndum, geymt í Náttúrufræðistofnun Íslands. Ljósm. Ólöf Arngrímsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.