Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 91

Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 91
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 171 Samkvæmt þessari athugun minni hafa 10 tegundir blómplantna fallið út hjá Zoëga, en 4 bæst við í staðinn. Hins vegar hefur gróplöntum fjölgað um rúm- lega 20 tegundir. Þar af eru 2 tegundir mosa, 8 fléttutegundir, 10 tegundir þör- unga og 3 sveppategundir. Allar þessar tölur geta verið ónákvæmar. Þessi aukning er eflaust komin úr gögnum Königs, sem meðal annars lagði sig eftir að safna og greina fjöru- þörunga. Viðbótum í skrá Zoëga fylgja oft latneskar lýsingar, og voru sumar þeirra viðurkenndar sem frumlýsingar í gömlum heimildum, þá bætt við höf- undarnöfnum Königs eða „Olavsen“, eftir Ferðabók Eggerts Ólafssonar þar sem skráin birtist. Þau munu nú flest vera talin úrelt. Eins og fyrr segir eru um 350 háplöntur (blómplöntur og byrkn- ingar) skráðar samtals í báðum skrám. Við nánari skoðun höfundar reyndust um 275 tegundir vera fullgildar enn í dag, um 60 tegundir hafa verið „afskrif- aðar“, og hinar 15 eru á einhvern hátt vafasamar. Um 220 tegundir lágplantna eru samtals í skránum. Af um 75 mosa- tegundum hafa um 60 tegundir verið auðkenndar sem núgildir íslenskir mosar, af 56 fléttutegundum hafa um 40 verið auðkenndar á sama hátt, af 67 þörungategundum um 40 tegundir, og af 15 sveppategundum um 10 tegundir, eða samtals um 150 tegundir, en eftir er að skoða þetta betur.18 HANDRIT KÖNIGS OG DOKTORSRITGERÐ Af viðbótum í plöntuskrá Zoëga má fara nærri um efni þess handrits sem König skildi eftir með plöntusafni sínu í Höfn. Zoëga upplýsir að hann hafi ætlað að semja ýtarlega „Flora Islandica“, en ekki gefist tími til þess. Um handritið segir hann í formála sínum (að ofan) annars vegar að eftirlátið handrit Kön- igs og plöntusafn hafi nýst við að auka skráningu Müllers, og hinsvegar að hinar sparlegu athugasemdir um nýt- ingu séu, ásamt íslensku heitunum fengnar úr áðurnefndu handriti Königs.8 Zoëga efast um að Epilobium lati- folium (eyrarrós) vaxi á Íslandi og ritar meðal annars um hana: „I Hr. Königs Manuscript findes den ei anført, og det er ei at formode, at saa ivrig en Botanist, som Hr. König er, ei skulle have skrevet et ord om saa rar en Plante.“ Merkilegt er að ekki er getið um bláklukku í skrám þeirra Müllers og Zoëga, þótt Þorvaldur segi König hafa farið til Austurlands. Fjöldi lágplantna í skrám þeirra Müllers og Zoëga er ótrúlegur. Þar eru til dæmis nefndar um 75 tegundir mosa, sem torvelt er að greina tækjalaust. Smá- sjáin var að vísu komin til sögunnar, og fram kemur í bréfum Könings að hann hafði meðferðis einfalda gerð hennar. Allmargar tegundir í þessum lágplöntu- listum eru að vísu rangt greindar eða hafa ekki fundist hér. König varð doktor í læknisfræði 1773 in absentia (fjarverandi) frá Háskól- anum í Kaupmannahöfn, sem bendir til að doktorsritgerðin hafi þótt góð. Þor- valdur Thoroddsen segir titil hennar vera: Dissertatio inauguralis de remed- iorum indigenorum efficacia. Hafniæ 1773, 8vo. Eins og titillinn gefur til kynna hefur ritgerðin verið á latínu að þeirrar tíðar hætti, og ártal og stærð sýna að hún hefur verið prentuð. Í henni er líklega einkum fjallað um lækninga- plöntur á Indlandi, en Ísland kemur þó einnig við sögu á bls. 58–75. Þorvaldur segir um efni hennar: Þar lýsir König fyrst stuttlega landinu og segir, að það sé auðséð, að það sé risið úr sæ við eldgos, og af jarðlögunum megi sjá að þetta hafi ekki orðið allt í einu; fjöllin íslenzku segir hann séu með allt öðru útliti en hin norsku og sænsku. Veðráttufari á Íslandi lýsir hann svo að þar sé lopt einstaklega hreint og tært, en veðr- átta óstöðug, einkum á Suðurlandi, þar er skýjalopt og rigningar tíðar, en á Norðurlandi heiðríkjur, stillur og snjóar á vetrum. [...] Grasaríki Íslands telur König fremur fáskrúðugt í samanburði við stærð landsins og jurtategundirnar gizkar hann á, að varla muni vera fleiri en 400, en hann segir hvergi að hann hafi safnað öllum þeim jurtategundum. König segir þó að margar matjurtir og læknisjurtir vaxi á Íslandi, og ýmsar fagrar jurtir, og telur hann ýmsar af þessum plöntum. Þarategund ein segir hann sé eitruð og drepi fé; eitt sinn segist König hafa safnað nokkrum vöndlum af þara þessum, en er hann næsta morgun kom inn í kompu þá, sem plönturnar voru geymdar í, varð hann undir eins að hörfa út aftur og fékk ákafan höfuðverk. König getur þess meðal annars, að hann hafi dvalið nokkra daga á Madeira á ferð til Indlands, og fannst honum þá útlit þar mjög svipað og á Íslandi og jarðmyndun áþekk, hann segist jafnvel hafa fundið þar jurtir líkar íslenzkum jurtum.9 RITGERÐ ROTTBØLLS Christian Friis Rottbøll (1727–1797) var grasafróður læknir í Höfn á sama tímabili og þeir sem fyrr var getið. Hann tók guðfræðipróf í Höfn 1752 en sneri sér síðan að læknisfræði og tók dokt- orspróf 1755. Rottbøll ferðaðist erlendis 1757–1761 og kynnti sér efnafræði og grasafræði, meðal annars hjá meistara Linné í Uppsölum. Hann starfaði frá 1761 við Grasagarðinn í Höfn, og tók við forstöðu hans af Oeder 1770, var pró- fessor í læknisfræði frá 1776 og endur- bætti bóluefni við bólusótt.19 Rottbøll samdi efnismikla ritgerð um sjaldgæfar eða lítið þekktar plöntur á Íslandi og Grænlandi. Var hún lesin upp í Lærdóms- og vísindafélagi Kaup- mannahafnar 1766–1767, og prentuð í Ritum þess 1770.20 Þar eru latneskar lýsingar og nákvæmar teikningar af allmörgum íslenskum plöntum, sem hann segir að „De Islandske Lærde“ og König hafi sent sér. Þar á meðal eru eyrarrós og naflagras. Hann gefur König þessa einkunn: „den flyttige og til Floræ Tieneste, ligesom dannede Hr. König.“ Í skrá Zoëga er nokkrum sinnum vísað í þetta rit Rottbølls, með skammstöfun- inni Skr. Kiøb. Selsk., 10 Deel. BRÉFASKIPTI KÖNIGS VIÐ CARL VON LINNÉ Eins og fyrr segir dvaldist König um tveggja ára skeið í Uppsölum, sem lærisveinn Carls von Linné, og hreifst af áhuga hans fyrir grasafræðinni. Safn af bréfum til Linnés og frá honum má finna á vefsetrinu The Linnaean Correspondence.21 Þar eru allmörg bréf sem König ritaði Linné á árunum 1763– 1778 og að auki nokkur til sonar hans með sama nafni, það síðasta frá 1782 (Linné eldri lést 1778). Þau eru skrifuð á þýsku, móðurmáli Königs. Á vefnum má sjá myndir af bréfunum og eru þau
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.