Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 93

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 93
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 173 Khöfn 27. september 1766: König byrjar á því að þakka Linné fyrir tvö bréf sem hann hafi fengið með Jóhanni Zoëga og fyrir nafngift á tegund og ættkvísl naflagrassins, og biðst afsökunar á að hafa ekki séð þrjá fræfla (Stigmata) á því. „Dazu war ich auch nur mit einem simplen Microscop zu dieser Reise versehen.“ – þ.e. hafði ekki nógu góða smásjá. Hann ræðir enn um sjávarþörungana sem hann sendi tölusetta til Linnés, og segist bráðum ætla að senda honum betri sýnishorn sem hann eigi von á frá Færeyjum. Síðan getur hann um sóley og maríuvönd sem hann hafði sent Linné til nánari grein- ingar. Hann segir mosann Fontinalis (ármosa) algengan í ám og vötnum á Íslandi, en stærstu eintökin hafi hann séð í dimmum og blautum hellum. Hann lætur í ljós þá ósk að rannsóknir hans við erfiðar aðstæður og jafnvel lífshættu yrðu betur kunnar í hinum lærða heimi og vonast eftir aðstoð Linnés í því sam- bandi. Honum finnst leitt að geta ekki skrifað bréfin á tungumáli sem Linné líki betur og bætir við til skýringar: „Ég er fæddur Líflendingur, en get ekki tjáð hugsanir mínar betur á öðru tungumáli en þýsku.“ Hann segist hafa látið teikna nokkrar skeldýrategundir á Íslandi (sbr. ummæli Þorvalds Thoroddsens um teiknarann sem honum hafi fylgt), og hafi lýst þeim á þýsku, en þar á meðal séu nokkrar nýjar kvíslir, og lofar að senda sýnishorn. Að lokum er sagt frá Heklu, sem hafi gosið sandi og grjóti og stundum eldi þetta ár, þ.e. 1766. Gosið hófst 5. apríl og stóð í átta daga, en tók sig aftur upp síðar. „Á síðasta ári kleif ég tind hennar og fann þar gjá, um 100 skrefa breiða. Hinir þverhníptu gjáveggir voru úr eintómum hörðum og fíngerðum jaspis [hrafntinnu?] og báru þess ekki merki að hafa skaddast af eldi. Ég tók nokkur sýnishorn af þessu bergi. Gjá- veggirnir voru örugglega meira en 100 álna háir, en skekktust til endanna, botninn var þakinn snjó, og því veit ég ekki raunverulega dýpt. Merkilegt var að áttavitar sem ég hafði meðferðis vís- uðu ekki á pólana meðan ég var uppi á fjallshryggnum.“ Síðan kemur skrá yfir nokkrar blómjurtir og sæþörunga sem König hefur sent Linné, sumar með lýsingum á latínu. Þar er meðal annars skýring íslenska heitisins baldursbrá. Khöfn 8. nóvember 1766: Í þessu stutta bréfi segir nánar frá lýsingum og teikningum Königs á fjöru- dýrum frá Íslandi, sem hann segist gjarnan vilja fá til baka. Líklega séu þær ófullkomnar þótt hann hafi reynt að fara nákvæmlega eftir sýnunum. Reyndar hafi hann séð margar skeljategundir sem ekki hafi gefist tóm til að teikna á hinum stuttu vetrardögum. Hann kveðst hafa sent Linné ham af fuglinum Tringa ferruginea (rauðbrysting), sem hann segir algengan á Íslandi. Loks er nánari lýsing á Heklu og fráviki áttavit- ans þar. Khöfn 21. febrúar 1767: König þakkar fyrir tvö bréf frá Linné og skil á teikningum sínum, sem meist- arinn hafi hrósað. Þörungasýni frá Færeyjum hafi eyðilagst vegna langs flutningstíma. Að lokum er þessi setn- ing: „Næstum alla daga vonast ég eftir ákvörðun um það hvert örlögin ætla mér að fara, og þá ætla ég strax að taka mér það frelsi að greina þér frá því.“ Þessi ákvörðun hefur þó tafist fram á haust. Khöfn 6. september 1767: Í upphafi þessa bréfs tilkynnir König að hann sé ráðinn til Kristniboðsins í Tranquebar (Indlandi), bæði sem læknir og náttúrufræðingur. Áætlað sé að hann sigli til Indlands innan sex vikna, með skipi sem komi við á Madeira og í Höfðaborg (Suður-Afríku). Hann gerir sér vonir um að ferðin verði árangursrík fyrir þekkingu á náttúrunni, og lofar að uppfylla óskir meistara síns af fremsta megni. Hann spyr hvað líði ritverki Linnés um kerfi plönturíkisins (líklega Systema naturae, 12. útg., 1766–68), sem hann vill gjarnan hafa með sér. Hann fagnar því að Tringa frá Íslandi hafi komist óskemmd í hendur Linnés, en margir aðrir fuglahamir þaðan hafi orðið mölnum að bráð og ýmsir nátt- úrugripir týnst. Í lok bréfsins kemur fram að hann hefur farið til Noregs og skoðað þar sæþörunga. Khöfn 26. september 1767: Þá hefur König enn fengið svarbréf frá Linné, með milligöngu Jóhanns Zoëga, og þakkar sérstaklega fyrir góð orð um frekari bréfaskipti. Hann biður meistarann að rita fyrir sig með- mælabréf til landsstjórans Thulbags í Kaplandi (nýlendunni sem kennd var við Góðrarvonarhöfða), því án þess sé lítil von að hann geti gert þar eitthvað að gagni. Hann ítrekar ósk sína um að fá eintak af riti Linnés um plönturíkið. Khöfn 2. desember 1767: König segist nú búast við brottför skipsins á hverri stundu. Hann þakkar Linné fyrir bréf og umbeðin meðmæli, og lýsir því hátíðlega yfir að hann vonist til að njóta þeirrar hamingju að verða honum og vísindunum að gagni, þrátt fyrir „muldur smásálna“, sem enn hafa angrað hann í Höfn. Tranquebar, 26. febrúar 1769: Þetta bréf er hvorki meira né minna en átta blaðsíður með smáu letri í útprentun. – König rekur ferðasögu sína og segir frá ýmsum athyglisverðum dýrum og plöntum sem hann sá í þeim löndum þar sem skipið kom við. Það rak alla leið vestur að Suður-Ameríku en tók þar ekki land og náði loks á áfangastað seint um vorið. Í lok bréfs- ins kvartar König yfir launum sínum hjá trúboðsfélaginu og mælist til þess við Linné að hann útvegi sér aðra stöðu, til dæmis í Rússlandi, sem honum lítist vel á sem Líflendingi. – Af því varð ekki. Hins vegar fékk hann eins og áður segir stöðu hjá Breska Austur-Indía-félaginu 1778 og hélt henni til dauðadags 1785, en hann átti ekki afturkvæmt frá Indlandi. Ritaskrá Johans G. König er að finna í bókinni Bibliographia discipuli Linnæi – Bibliografhies of the 331 pupils of Linnæus – eftir Sven-Erik Sandemann Olsen (bls. 336–337). Fyrir utan dokt- orsritgerðina sem þar er einnig kennd við Rottbøll, og hefur lengri titil en Þor- valdur getur um, og plöntuskrár Müll- ers og Zoëga, sem byggjast á söfnun hans, eru þetta nær eingöngu bréf, bréfabrot og útdrættir úr bréfum, sem hann hefur ritað frá Indlandi og hafa birst í ýmsum tímaritum og ritsöfnum á Norðurlöndum og í Þýskalandi á árunum 1776–1792.22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.