Náttúrufræðingurinn - 2018, Page 95
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
175
a Guðmundur Eggertsson 2018. Rök lífsins. Ritgerðir um frumherja erfðafræðirannsókna og uppgötvanir þeirra.
Benedikt, Reykjavík. 198 bls.
R
ö
k lífsins
Ritfregn
Eiginleikar og atferli lífvera byggjast á lögmálum líffræðinnar, svo sem á erfðum, þroskun
og þróun. Hver eru þessi lögmál og hvernig rannsökum við þau? Í nýlegri bók, Rökum lífs-
ins, fjallar erfðafræðingurinn Guðmundur Eggertsson um sögu rannsókna sem afhjúpuðu sum
þessara lögmála. Í henni er fjallað um nokkra náttúrufræðinga, hvernig þeir svöruðu spurningum
um eðli erfða, gena og litninga, og um áhrif erfða og umhverfis á svipgerð og þróun lífvera. Hér
verður efni bókarinnar rakið stuttlega og fjallað um skrif Guðmundar og nálgun, og einnig hvernig
efnistök hans minna okkur á eðli vísinda og þekkingarleitar.
eftir G
uð
m
und
E
g
g
ertsso
n
a
Náttúrufræðingurinn 88 (3–4), bls. 175–178, 2018