Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 99

Náttúrufræðingurinn - 2018, Qupperneq 99
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 179 Margrét Guðmunda Guðnadóttir læknir frá Landakoti á Vatnsleysuströnd fæddist 7. júlí 1929. Hún andaðist 2. janúar 2018, tæplega 89 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Guðni Einarsson útvegsbóndi og organisti í Landakoti, ættaður frá Haga í Holtum, og Guðríður Andrésdóttir húsfreyja og póst- afgreiðslumaður frá Hlöðversnesi á Vatnsleysuströnd. Mar- grét ólst upp á Vatnsleysuströnd. Hún vandist því snemma að reyna á sig, gekk alla barnaskóladaga klukkutíma hvern morgun heiman úr Landakoti í Viktoríuskólann í Brunna- staðahverfi og heim aftur. Á unglingsárunum reri hún til fiskjar með föður sínum. Hún lauk stúdentsprófi 1949 og prófi frá læknadeild Háskólans vorið 1956. Eftir útskrift fór hún í verkefni hjá Birni Sigurðssyni forstöðumanns á Keldum þar sem hún lærði hvernig bóluefni gegn mænuveiki var búið til, en mænusóttar- faraldur gekk hér á landi 1955 og bóluefni gegn mænusótt kom fram sama ár. Í júlí 1957 fór hún í nám til Englands að tilstuðlan Björns og var þar fram á haustið, þaðan fór hún til Bandaríkjanna, þar sem hún stundaði nám í veirufræðum við Yale-háskólann í New Haven, Connecticut árin 1958–1960. Margrét hóf störf við Tilraunastöð Háskólans að Keldum 1954 og sinnti þar rannsóknum á meinum manna og húsdýra í tvo áratugi. Margrét kenndi við Háskóla Íslands 1960–1999. Hún varð prófessor við skólann fyrst kvenna og starfaði við læknadeild HÍ 1969–1999. Eftir störfin á Keldum vann Margrét á rannsóknarstofu Háskóla Íslands í veirufræðum 1974–1999. Árin eftir sjötugt, 1999–2017, starfaði Margrét á eigin vegum við rannsóknir á visnu á rannsóknarstofu Háskólans við Ármúla, og setti upp stóra tilraun á Kýpur með sitt eigið bólu- efni gegn mæði-visnu í sauðfé. Tilraunastöðin á Keldum var fyrsta rannsóknarstofnun á Íslandi í veirusjúkdómum manna og hvers konar dýrasjúkdómum. Fyrstu verkefni Keldna voru að rannsaka og skilgreina illvíga smitsjúkdóma sem áður voru óþekktir hér og fluttir inn með karakúlfé frá Þýskalandi 1933. Þetta var votamæði, þurramæði og visna (mæði/visna) og garnaveiki, svokallaðir karakúlsjúkdómar. Samstarf Björns Sigurðssonar, Guðmundar Gíslasonar og Páls A. Pálssonar, síðar yfirdýralæknis, og Halldórs Grímssonar efnafræðings leiddi til skilgreiningar á nýjum flokki smitsjúkdóma með mjög langan meðgöngutíma, og kölluðu þeir þá á ensku „slow infections“. Þetta var merkileg kenning og frumleg, sem þessir landar okkar settu fyrstir fram, og auðveldaði skilning á nýju sviði læknisfræðinnar. Kenningin um hæggengu smit- sjúkdómana var birt í frægum fyrirlestri Björns Sigurðssonar í London 1954. Karakúlsjúkdómarnir voru í þessum flokki og auk þess riðuveiki. Margrét bættist í hóp sérfræðinganna á Keldum full af eldmóði og áhuga sem aldrei bilaði, og um svipað leyti hóf þar störf Halldór Þormar frá Laufási við Eyja- fjörð, sömuleiðis brennandi af áhuga og hlaðinn hæfileikum. Sem stúdent hafði Margrét rannsakað sýkingar og bólusetn- ingar og seinna á ævinni sá hún sem prófessor til þess að stúdentar sínir fengju slík tækifæri til rannsókna. Hún var vel látin kennari, metnaðarfull fyrir hönd nemenda sinna og lagði kapp á að þeir stæðu sig vel í námi. Sumir, eldri sem yngri, MARGRÉT GUÐNADÓTTIR læknir — Minning — Náttúrufræðingurinn 88 (3–4), bls. 179–182, 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.