Fréttablaðið - 20.04.2019, Page 10

Fréttablaðið - 20.04.2019, Page 10
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Hversu mikið nær þarf að komast, eða eru þessir kaupmenn að mælast til þess að þeim verði heimilt að starfrækja bílalúgur? AÐALFUNDUR Aðalfundur Alzheimersamtakanna verður haldinn fimmtudaginn 9. maí 2019 í Hásal, Hátúni 10 og hefst hann kl. 17:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Vakin er athygli á að samkvæmt lögum Alzheimersamtakanna hafa þeir einir rétt til að sitja aðalfund sem lokið hafa greiðslu árgjalds liðins árs. Stjórnin Það þykir flott að vera farsæll. Daglega flæða yfir okkur fréttir af fólki sem af undraverðu fyrirhafnarleysi skrifar metsölubækur, klífur Everestfjall, stofnar fyrirtæki og selur þau fyrir milljarða eða hleypur svo hratt að það er verðlaunað með góðmálmi um hálsinn. Umfjöllun um afrek annarra í fjölmiðlum er eflaust ætlað að gefa okkur hinum byr undir báða vængi; hvetja okkur til að slökkva á Netflix, standa upp úr sófanum og verða líka farsæl. En gerir hún það? „Í hvert skipti sem vinur nýtur velgengni deyr eitthvað innra með mér,“ er haft eftir bandaríska rithöfundinum Gore Vidal. Á morgun er alþjóðlegi nýsköpunardagurinn en þá mun veröldin, að áeggjan Sameinuðu þjóðanna, fagna velgengni í sinni fjölbreytt- ustu mynd. Í ljósi þess að við fögnum velgengni alla daga ársins má velta fyrir sér hvort ekki væri nær að beina sjónum í þennan eina dag að hinni hlið penings- ins. 10.000 mistök „Velgengni er aðeins hægt að öðlast með því að mistak- ast ítrekað,“ er haft eftir iðnjöfrinum Soichiro Honda. „Velgengni er það eina prósent vinnu manns sem er afrakstur 99 prósentanna sem kallast mistök.“ Velgengni hljómar alltaf svo hnökralaus á síðum blaðanna. En samkvæmt rannsóknum er raunin önnur. Flestir þurfa að reyna og mistakast í tíu þúsund klukku- tíma áður en velgengni er náð. Hvort sem um er að ræða viðskiptajöfra, íþróttafólk, listamenn eða vísindamenn tekur það viðkomandi tíu þúsund klukkustundir að komast til metorða á sínu sviði. Bítlarnir urðu ekki heimsfræg hljómsveit fyrr en þeir höfðu spilað á 1.200 tónleikum í tíu þúsund klukkustundir í Hamborg í Þýskalandi. Mozart varð ekki almennilegt tónskáld fyrr en hann hafði æft tónsmíðar í tíu þúsund klukku- stundir. Bill Gates eyddi tíu þúsund klukkustundum af unglingsárum sínum í að forrita á frumstæða tölvu sem hann fékk aðgang að í gagnfræðaskólanum sínum. Fyrir þau okkar sem, eins og Gore Vidal, finna lítinn innblástur í afrekum annarra er hér listi yfir fimm flopp sem kunna að vera líklegri til að koma okkur upp úr sófanum: 1) Átta árum áður en Barack Obama varð forseti tapaði hann svo stórt í prófkjöri fyrir þingkosningar að hann hætti næstum í pólitík. 2) Momofuku Ando hóf starfsferil sinn á misheppn- uðum tilraunum til að selja vefnað, vélarparta, hús og sokka. Hann fór fyrir sparisjóði sem fór á hausinn og lenti í fangelsi fyrir skattsvik. Í heilt ár lokaði Momo- fuku sig inni í skúr í garðinum sínum og vann að upp- finningu. Eftir margar misheppnaðar tilraunir varð skyndinúðlan til. Árið 1958 komu núðlur Momofuku fyrst á markað. Árið 2005 voru innbyrtir 86 milljarðar potta af skyndinúðlum um heim allan. 3) Oprah Winfrey var rekin úr fyrsta starfi sínu sem sjónvarpsþulur því hún var „algjörlega óhæf“. 4) J. K. Rowling var einstæð móðir sem barðist í bökkum og skrifaði Harry Potter á servíettur á kaffi- húsum á meðan barnið svaf. Þegar bókin var loks tilbúin vildi enginn sjá hana. Í heilt ár gekk handritið milli bókaforlaga í Bretlandi sem öll töldu barnabók um galdrastrák glataða hugmynd. Barry Cunningham, ritstjóri hjá Bloomsbury, sagðist loks vera til í að gefa bókina út en sagði Rowling að fá sér alvöru vinnu því Harry Potter væri ekki líklegur til stórræða. Allir vita hvað gerðist næst. 5) Thomas Edison þarf vart að kynna. Skapari ljósaperunnar með meiru gerði 10.000 misheppnaðar tilraunir til að búa til söluvæna ljósaperu. Þegar blaða- maður spurði hann hvernig honum hefði liðið eftir að hafa mistekist svona oft svaraði Edison: „Mér mistókst ekki 10.000 sinnum. Mér mistókst ekki einu sinni. Mér heppnaðist að sýna fram á 10.000 leiðir sem ganga ekki upp. Þegar ég er búinn að útiloka leiðir sem ekki eru færar finn ég þá sem virkar.“ Innblásin mistök Til stendur að gera Laugaveginn að varan-legri göngugötu, en tilraunir og útfærslur í þá átt hafa verið prófaðar undanfarin ár.Eins og endranær vakna gamalkunnar umkvörtunarraddir þegar þessi mál ber á góma. Í furðulega framsettri forsíðufrétt Morgunblaðsins var því meira að segja haldið fram fullum fetum að allir kaupmenn á Laugavegi sem vett- lingi geta valdið séu á sömu skoðun: Varanleg göngu- gata muni „stórskaða rekstur og ýta undir hnignun“. Hægt er að búa til hvaða fyrirsögn sem er ef við- mælendahópurinn er handvalinn. Í þessu tilviki virðist það raunin. Viðbrögðin sýna að kaupmenn við Laugaveg eru alls ekki á einu máli. Raunar benda fag- legar kannanir til þess að meirihluti kaupmanna við Laugaveg sé fylgjandi götulokunum. Einnig er því ósvarað hvort borgaryfirvöld eigi almennt að miða stefnumótandi ákvarðanir við hags- muni lítilla, skipulagðra og háværra hópa, eða hvort almennari mælikvarða eigi að nota. Það er almenn stefna borgaryfirvalda í nánast öllum málsmetandi borgum að þrengja að bílaumferð og setja gangandi vegfarendur í öndvegi. Þetta hafa hægrisinnuðustu stjórnmálamenn verið að gera í áratugi víða um lönd. Það virðist séríslenskur siður að rugla skilyrðislausri ást á einkabílnum saman við hægristefnu. Auðvitað þarf að taka tillit til kaupmanna við stefnumótun. Gallinn í málflutningi þeirra er bara sá að miðborg Reykjavíkur er sennilega sá borgarkjarni í heiminum sem hvað auðveldast er að komast um á einkabíl. Óháð því hvort bílar komist um Laugaveg eða ekki. Það er ofgnótt bílastæða og bílastæðahúsa, en frá slíkum húsum þarf að ganga um 350 metra að hámarki til að komast í verslanir. Hversu mikið nær þarf að komast, eða eru þessir kaupmenn að mælast til þess að þeim verði heimilt að starfrækja bílalúgur? Hvað rekstrarvanda verslana varðar þá er það vissulega rétt að við Laugaveg og nærliggjandi götur er ofgnótt af tómu verslunarhúsnæði. Það er ekki sérís- lensk þróun, heldur tengist hún alþjóðlegu munstri og innreið netverslana. Sami vandi er uppi á Manhattan og í miðborg Lundúna. Og meira að segja í Kringlunni og Smáralind. Hefðbundin verslun á undir högg að sækja. Á Íslandi sem annars staðar. Í Reykjavík hafa skipulagsákvarð- anir borgaryfirvalda ekki hjálpað til, en þau hafa gert óraunhæfar kröfur um verslunarhúsnæði í nýbygg- ingum. Þetta hefur valdið framboði umfram eftir- spurn. Vinda þarf ofan af því. Kvabbið í kaupmönnunum er algerlega á skjön við raunveruleikann. Verst er þó að þeir draga upp svarta mynd af miðbæ Reykjavíkur sem þeir sem þar eiga leið um daglega kannast ekki við. Með því ganga þeir ekki bara á eigin hagsmuni heldur líka kollega þeirra sem eru á öndverðum meiði, og vinna hörðum höndum að því að gera miðbæinn að eftirsóknarverðum sam- komustað fyrir okkur öll og þá sem sækja okkur heim. Brenglun 2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 0 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :0 6 F B 0 8 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 7 -2 A 2 4 2 2 D 7 -2 8 E 8 2 2 D 7 -2 7 A C 2 2 D 7 -2 6 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 8 0 s _ 1 9 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.