Fréttablaðið - 20.04.2019, Qupperneq 14
Staðan var bara
þannig að það var
annaðhvort að fara í aðgerð-
ina eða hætta. Ég er algerlega
meiðslalaus núna eftir að
hafa spilað meidd í um það
bil ár og komið mér í gegn-
um það með sterasprautum
og verkjalyfjum.
Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og
heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu.
Afkoma er góð með um 80 milljóna kr. ársveltu
og ágætan hagnað.
Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða
möguleika á veltuaukningu bæði í verslun,
heildverslun og verktöku.
Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða
samhenta fjölskyldu.
Fyrirtæki með
mikla möguleika
Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og
heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu.
Afkoma er góð með um 80 milljóna kr. ársveltu
og ágætan hagnað.
Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða
möguleika á veltuaukningu bæði í verslun,
heildverslun og verktöku.
Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða
samhenta fjölskyldu.
Fyrirtæki með
mikla möguleika
Fyrirtæki með mikla möguleika
Gamalgróin og vel þekkt raftækjaverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu.
Mikill eigin innflutningur á ýmis konar rafmagnsvörum sem gefur
töluverða möguleika á veltuaukningu bæði í verslun og heildverslun.
Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða samhenta fjölskyldu.
Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og
heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu.
Afkoma er góð með um 80 milljóna kr. ársveltu
og ágætan hagnað.
Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða
möguleika á veltuaukningu bæði í verslun,
heildverslun og verktöku.
Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða
samhenta fjölskyldu.
Fyrirtæki með
mikla möguleika
FÓTBOLTI Fyrir um það bil hálfu
ári lauk Guðbjörg Gunnarsdóttir,
landsliðsmark vörður í k natt-
spyrnu, keppnistímabilinu í Sví-
þjóð með liði sínu Djurgården.
Guðbjörg var sárþjáð í hásin og
hafði nýverið farið úr axlarlið
þegar tím bilinu lauk. Ljóst var að
hún þyrfti að fara í aðgerð á hásin
ætlaði hún að halda knattspyrnu-
ferli sínum áfram og geta sinnt dag-
legum athöfnum á þess að vera
með sáran verk.
Nú hálfu ári síðar hefur aðgerð,
mikil vinna hennar og endurhæfing
með hæfu sjúkrateymi orðið til þess
að henni líður mun betur líkamlega.
Næsta verkefni er að vinna sér sæti
Allt annað líf
eftir aðgerðina
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í
knattspyrnu, gekkst undir aðgerð vegna þrálátra
meiðsla á hásin síðasta haust. Hún segir líkama
sinn vera á allt öðrum stað en fyrir hálfu ári.
í byrjunarliði Djurgården á nýjan
leik.
„Staðan var bara þannig að það
var annaðhvort að fara í aðgerð á
hásininni eða hætta í fótbolta. Fyrst
var það þannig að verkurinn haml-
aði því að ég gæti hlaupið eðlilega
og fótavinnan var orðin brengluð.
Undir lok síðasta tímabils var það
þannig að mig sárverkjaði bara við
það að labba. Það bætti svo ekki úr
skák að hafa farið úr axlarlið,“ segir
Guðbjörg um aðdraganda þess
að hún fór í aðgerð í lok október á
síðasta ári.
„Eftir að hafa farið í aðgerðina tók
við langt og strangt endurhæfingar-
ferli og ég ákvað að leita um leið til
sjúkraþjálfara sem sérhæfir sig í
axlarmeiðslum markvarða. Hún
tók í rauninni bara allan líkamann í
gegn og ég fór að gera æfingar sem ég
hef ekki gert áður og hafa gert mér
mjög gott. Ég er algerlega meiðsla-
laus núna eftir að hafa í raun spilað
meidd og komið mér í gegnum það
með sterasprautum og verkjalyfjum
í ár áður en ég fór í aðgerðina,“ segir
hún um bataferlið.
„Ég spilaði leik með varaliðinu
í vikunni og fann ekkert fyrir
meiðslum þrátt fyrir að spilformið
væri að sjálfsögðu ekki gott. Ég hefði
alveg getað spilað í fyrstu umferð-
inni um síðustu helgi en þjálfara-
teymið ákvað að hvíla mig aðeins
lengur. Svo hefur bandarískur
markvörður sem leyst hefur mig af
hólmi bara leikið mjög vel þann-
ig að ég skil það vel að það sé erfitt
að hrófla við byrjunarliðinu þegar
hlutirnir hafa gengið vel,“ segir
þessi margreyndi markvörður um
stöðu mála þessa stundina en hún
sat allan tímann á varamannabekk
Djurgården þegar liðið laut í lægra
haldi fyrir Piteå í fyrstu umferð
sænsku úrvalsdeildarinnar.
„Það er hins vegar mjög erfitt að
bíða þolinmóð eftir að hafa verið
fjarverandi svona lengi, ég viður-
kenni það alveg. Nú þarf ég hins
vegar bara að æfa vel og sýna það
og sanna að ég á heima í byrjunar-
liðinu. Mér finnst ég persónulega
eiga heima í byrjunarliðinu í þessu
liði en það er ekki nóg að mér finn-
ist það, ég þarf að sýna það í verki
sömuleiðis. Ég geri mér vonir um að
vera í markinu þegar við mætum
Linköping í deildinni á mánudaginn
kemur,“ segir Guðbjörg enn fremur
um stöðu sína.
Tímabilið í fyrra olli Djurgården
töluverðum vonbrigðum og var
gengi liðsins talsvert undir vænt-
ingum. Liðið lenti í áttunda sæti
deildarinnar og var þegar upp var
staðið einungis þremur stigum frá
fallsæti. Guðbjörg segir að sú niður-
staða hafi ekki endurspeglað styrk
liðsins.
„Við erum með lið sem getur
unnið öll lið þegar við spilum af
eðlilegri getu. Það sem háir okkur
hins vegar er að það hefur verið
mikil velta á leikmannahópnum
þau fjögur ár sem ég hef verið hér.
Það eru tíu leikmenn að koma og
fara á hverju ári og sárafáir leik-
menn sem eru hér enn síðan ég gekk
til liðs við félagið. Nú hefur það bæst
við að tveir lykilleikmenn í varnar-
línunni slitu krossbönd í upphafi
leiktíðar. Við höfum fyllt þau skörð
með leikmönnum sem eru að koma
nýir til liðsins. Það tekur tíma að
slípa það til en við eigum að geta
gert betur en á síðasta tímabili ef
við náum upp liðsheild og spilum
eins vel og hæfileikar leikmanna
liðsins segja til um,“ segir hún um
framhaldið. hjorvaro@frettabladid.is
Guðbjörg Gunnarsdóttir er á allt öðrum og miklu betri stað líkamlega núna en síðasta haust. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
Spá Fréttablaðsins fyrir Pepsi Max-deild karla 2019 Hitað verður upp fyrir deildina á Fréttablaðið.is
PEPSI MAX
DEILDIN
2019
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ÍA
7. KA
8. Fylkir
9. Víkingur
10. ÍBV
11. Grindavík
12. HK
Fréttablaðið spáir því að ÍA
sem er nýliði í deildinni nái að
velgja toppliðum deildarinnar
undir uggum og hafni í sjötta sæti
deildarinnar þegar upp verður
staðið. Skagamenn hafa leikið vel
á undirbúningstímabilinu og fóru
alla leið í úrslit Lengjubikarsins þar
sem liðið tapaði fyrir KR. Frammi-
staðan í vetur gefur góð fyrirheit.
ÍA
hafnar í 6. sæti
Nýju andlitin
Fylgstu með þessum
Tryggvi Hrafn Haraldsson er
kominn aftur á Skagann eftir veru
sína í Svíþjóð. Skagamenn vonast
til þess að hann muni raða inn
mörkum fyrir liðið í sumar.
Tryggvi Har alds son frá Halmstad
Gonzalo Zamorano frá Vík ingi Ó.
Vikt or Jóns son frá Þrótti R.
Óttar Guðmunds son frá Stjörnunni
Tölfræði sem
skiptir máli
Jóhannes Karl Guðjónsson og Sigurður Jónsson hafa
náð að skapa sigurhefð uppi á Skaga á nýjan leik.
Þeim gekk vel í Inkasso-deildinni síðasta sumar og
tóku það góða gengi inn í veturinn þar sem liðið hefur
spilað vel og náð góðum úrslitum gegn sterkum
liðum. Skagamenn hafa verið klókir í kaupum sínum
í vetur og fengið í sínar herbúðir leikmenn sem passa
vel inn í það kerfi sem þjálfarar liðsins vilja spila. Þeir
pressa hátt og geta gert hvaða liðum sem er skrá-
veifu með beinskeyttum sóknaraðgerðum sínum.
Álitsgjafinn segir
Kristján Guðmundsson
GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL 2018 B-DEILD ❘ 2017 12. SÆTI ❘ 2016 8. SÆTI ❘ 2015 7. SÆTI ❘ 2014 B-DEILD ❘ 2013 12. SÆTI ❘
6 ÍA hafði betur í sex
af sjö leikjum
sínum í Lengj-
unni.
23 Skaga-menn
skoruðu 23 mörk
í sjö leikjum í
Lengjunni.
PEPSI MAX
DEILDIN
2019
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. KA
8. Fylkir
9. Víkingur
10. ÍBV
11. Grindavík
12. HK
Fréttablaðið spáir því að KA nái
ekki að bæta árangur síðustu
tveggja keppnistímabila og hafni
í sjöunda sæti deildarinnar þriðja
árið í röð. Liðið skipti um þjálfara
síðasta haust og Óli Stefán
Flóv entsson stýrir nú skútunni.
Félagið hefur endurheimt öfluga
heimamenn sem munu þó ekki ná
að fleyta liðinu upp töfluna.
KA
hafnar í 7. sæti
Nýju andlitin
Fylgstu með þessum
Daníel Hafsteinsson hefur fengið
vaxandi hlutverk hjá KA-liðinu
síðustu ár og hann mun að öllum
líkindum vera í lykilhlutverki inni á
miðsvæðinu hjá KA í sumar.
Almarr Ormarsson frá Fjölni
Andri Fannar Stefánsson frá Val
Haukur Heiðar Hauksson frá AIK
Torfi T. Gunnarsson frá Fjölni
Tölfræði sem
skiptir máli
Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig KA
tekst upp með að aðlagast þeirri leikaðferð sem Óli
Stefán Flóventsson vill spila. Eftir að hafa spilað 4-3-3
undanfarin ár mun liðið spila 3-4-3 og spila hærra
uppi á vellinum en síðustu ár. Liðið hefur fengið til
sín gegnheila norðanmenn til þess að bólstra hópinn
aftarlega á vellinum og liðið er með flinka leikmenn
í fremstu víglínu. Þetta mun hins vegar ekki duga til
þess að fleyta liðinu í baráttu um sæti í Evrópukeppni
eins og KA-menn hafa leynt og ljóst stefnt að.
Álitsgjafinn segir
Kristján Guðmundsson
GENGIÐ SÍÐUSTU SEX TÍMABIL 2018 7. sæti ❘ 2017 7. sæti ❘ 2016 B-DEIILD ❘ 2015 B-DEILD ❘ 2014 B-DEILD ❘ 2013 B-DEILD ❘
5 Elfar Árni skoraði
fimm mörk
fyrir KA í
Lengjunni.
17 KA skoraði
17 mörk í
sex leikjum í
Lengjunni.
2
0
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:0
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
7
-1
1
7
4
2
2
D
7
-1
0
3
8
2
2
D
7
-0
E
F
C
2
2
D
7
-0
D
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
8
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K