Fréttablaðið - 20.04.2019, Side 36
Laus er til umsóknar staða skólastjóra Dalvíkurskóla
Dalvíkurskóli er 220 nemenda grunnskóli. Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni, virðing og vellíðan. Skólinn flaggar Grænfána og vin-
nur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið byggist á teymisvinnu og að nám og kennsla sé ávallt einstaklingsmiðað með
áherslu á snemmtæka íhlutun. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að ganga glaður til verka og leiða af dugnaði öflugt skólasamfélag
með samstöðu, jákvæðni og árangur að leiðarljósi.
Starfssvið:
l Að veita skólanum faglega forystu og leiða þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við skólastefnu Dalvíkurbyggðar, Aðalnámskrá
grunnskóla og lög um grunnskóla
lAð stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans
lAð bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
lKennaramenntun og leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi er skilyrði
lFramhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- og menntunarfræða er kostur
lÞekking á áætlanagerð, fjármálastjórnun og stefnumótunarvinnu er kostur
lReynsla á sviði stjórnunar og faglegrar forystu menntastofnana er kostur
lFrumkvæði, leiðtogahæfni og góðir skipulagshæfileikar
lFramúrskarandi færni í samskiptum
lGóð íslenskukunnátta og færni til að miðla upplýsingum
Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum og er skapandi og metnaðarfullur. Staðan er laus frá 1. ágúst 2019.
Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.
Umsókn þarf að fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, upplýsingar um frumkvæði á sviði skólamála og
annað er málið varðar (kynningarbréf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur
og karla til að sækja um starfið.
Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitarfélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og
lærdómssamfélag og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar eru með því
besta sem gerist hér á landi, jafnt sumar sem vetur. Dalvíkurbyggð er heilsueflandi samfélag. Sveitarfélagið er framsækið og leggur metnað
sinn í að veita íbúum góða þjónustu
Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2019
Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, netfang
gisli@dalvikurbyggd.is eða í símum 4604916 og 8631329. Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi skal
sent á netfangið gisli@dalvikurbyggd.is.
Skólastjóri Dalvíkurskóla
Samstarfsnet opinberu háskólanna (sjá samstarf.hi.is) óskar eftir að ráða persónuverndarfulltrúa í
fullt starf, í samræmi við VI. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Að
samstarfsnetinu standa allir opinberu háskólarnir, þ.e. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri,
Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum. Persónuverndarfulltrúi mun verða ráðinn sem
starfsmaður við Háskóla Íslands og hafa þar starfstöð sína, en mun sinna verkefnum á starfssviði sínu
við alla opinberu háskólana.
Um hæfni persónuverndarfulltrúa, stöðu hans og verkefni gilda að öðru leyti fyrirmæli 37.-39. gr. reglugerðar
Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 13. maí nk.
Sótt er um á vefsíðu Háskóla Íslands undir laus störf. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: I. Ferilskrá
II. Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
III. Staðfest afrit af prófskírteinum – IV. Upplýsingar um umsagnaraðila.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólakennara. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum
tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun liggur fyrir. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Diðrik Baldursson, skrifstofustjóri rektorsskrifstofu Háskóla Íslands,
mb@hi.is, sími 525 4206.
HELSTU VERKEFNI:
• Vinna að verkefnum vegna innleiðingar nýrrar
persónuverndarlöggjafar.
• Umsjón með og eftirfylgni við persónuverndarstefnur
opinberu háskólanna og framfylgni við
persónuverndarlöggjöf.
• Ráðgjöf um túlkun á löggjöf um persónuvernd og
úrlausn álitaefna.
• Fræðsla til stjórnenda og starfsmanna opinberu
háskólanna.
• Samskipti og samstarf við Persónuvernd og önnur
stjórnvöld.
• Samskipti við skráða einstaklinga um mál sem tengjast
vinnslu á persónuupplýsingum þeirra.
• Önnur verkefni að beiðni æðstu stjórnenda opinberu
háskólanna.
MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
• Sérþekking á innlendum og evrópskum
persónuverndarlögum.
• Góð samstarfs- og samskiptahæfni.
• Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum.
• Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig
í ræðu og riti.
• Skilningur á öryggis- og upplýsingatæknimálum
er kostur.
• Reynsla af störfum í stjórnsýslu er kostur sem og
þekking á starfi háskóla.
PERSÓNUVERNDAR-
FULLTRÚI
Sumarstarf - hópstjóri
Ertu í leit að áhugaverðu og gefandi starfi í sumar með
möguleika á framlengingu?
Stígamót leita að skipulögðum og kraftmiklum einstaklingi
til þess að leiða teymi fjáröflunarstarfsfólks í sumar. Verk-
efnið miðar að því að kynna starf Stígamóta og bjóða fólki
að leggja málefninu lið.
Starfið felst í skipulagningu á vinnu hópsins sem og þátt-
töku í götukynningu sem fram fer víðsvegar á höfuðborgar-
svæðinu þar sem gengið er í hús. Vinnutíminn er frá kl.
13-21 mánudaga til fimmtudaga.
Ef þú…
• ert mjög sjálfstæð(ur) í vinnubrögðum
• vilt vinna að réttlátara samfélagi
• ert þessi framfærna og opna týpa
...þá er hópstjóri fjáröflunar hjá Stígamótum
eitthvað fyrir þig!
Frekari upplýsingar gefur Steinunn í síma 562-6868.
Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á
steinunn@stigamot.is en umsóknarfrestur er til 2. maí.
Félagsráðgjafi
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir stöðu
félagsráðgjafa lausa til umsóknar.
Um er að ræða 100% starf.
Umsækjandi hafi starfsréttindi félagsráðgjafa MA
Verkefni félagsráðgjafa taka til almennrar
félags- og skólaþjónustu, barnaverndar og
stuðningsþjónustu sveitarfélaga.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.
Skrifleg umsókn er tilgreini menntun, starfsferil, 1-2
umsagnaraðila ásamt prófskírteinum, starfsleyfi og
sakavottorði berist undirrituðum sem jafnframt veitir
frekari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 24. maí 2019
Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðumaður
Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbær
sveinn@fssf.is; s. 430 7800, 861 7802
Ertu góður sölumaður?
Við leitum að sölumanni, eða sölukonu, sem býr yfir góðri
sölutækni, á auðvelt með að vinna sjálfstætt og býr yfir góðum
hæfileikum í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta
starfað skipulega með öðrum og veitt ábyrga þjónustu í starfi sínu.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi á fasteignasölu
og séu löggiltur fasteignasalar.
Umsóknum skal skila til Finnboga Hilmarssonar;
finnbogi@heimili.is fyrir 25. apríl, sem jafnframt veitir
allar frekari upplýsingar.
2
0
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:0
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
D
7
-0
7
9
4
2
2
D
7
-0
6
5
8
2
2
D
7
-0
5
1
C
2
2
D
7
-0
3
E
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K