Fréttablaðið - 20.04.2019, Síða 70
LEIKHÚS
Kæra Jelena
HHHHH
Ljúdmíla Razúmovskaja
Borgarleikhúsið
Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir /
Kristín Eiríksdóttir
Leikstjórn: Unnur Ösp Stefáns-
dóttir
Leikarar: Halldóra Geirharðsdóttir,
Aron Már Ólafsson, Þuríður Blær
Jóhannsdóttir, Haraldur Ari Stef-
ánsson og Sigurður Þór Óskarsson
Leikmynd og búningar: Filippía I.
Elísdóttir
Lýsing: Björn Bergsteinn Guð-
mundsson
Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín
Tónlist: Valgeir Sigurðsson
Hljóð: Þórður Gunnar Þorvaldsson
Leikgervi: Elín Gísladóttir
Fjórir nemendur koma óvænt í
heimsókn til kennara síns stuttu
fyrir áætlaða útskrift, þau bera með
sér gjafir og afmælisóskir en ekki er
allt sem sýnist … Þetta partí á eftir
að verða lengra og súrara en flesta
grunar. Kæra Jelena eftir Ljúdmílu
Razúmovskaju sló rækilega í gegn
fyrir tæpum þrjátíu árum og birtist
nú í nýrri útgáfu, leikstýrt af Unni
Ösp, á Litla sviði Borgarleikhússins.
Litla sviðið hentar einkar vel
fyrir sýningar eins og Kæra Jelena,
áhorfendur eru hreinlega krafðir
um athygli og afstöðu. Ljúdmíla
Razúmovskaja veltir upp stórum
spurningum í einungis tveimur
þáttum þar sem áhorfendur eru
bæði sökudólgar og fórnarlömb,
vitni og dómarar. En þegar öllu er
á botninn hvolft skrifa sigurvegar-
arnir sögubækurnar. Eða hvað? Er
ábyrgðin kynslóðanna eða ber ein-
staklingurinn einungis ábyrgð á
sjálfum sér? Er samkennd eitthvað
sem samfélag nútímans hefur sett
til hliðar á meðan nýfrjálshyggju-
fólk dansar við fiðluspil tortím-
ingarinnar?
Klassískt kammerverk
Á síðustu leikárum hefur Unnur
Ösp verið að stíga ákveðin spor
sem leikstjóri og þar nýtist reynsla
hennar sem leikkona gífurlega vel.
Kæra Jelena er klassískt kammer-
verk sem samanstendur af fáum
persónum, gerist á einum stað og
á afmörkuðum tíma, einni kvöld-
stund í þessu tilviki. Leikstjórn
Unnar Aspar nýtur sín best þegar
fókusinn er á návígi persónanna
en verkið sem og sýningin verður
fyrir hnjaski þegar leikararnir eru
færðir út fyrir hringleikahúsið. Að
sama skapi er það afar skynsamlegt
að sýna leikverkið án hlés en aðrar
hugmyndir, s.s. stöðug símaupptaka
Valda, eru ekki saumaðar nægi-
lega markvisst inn í sýninguna.
Staðfæringin heppnast þó nokkuð
vel sem og endurþýðing Kristínar
Eiríksdóttur sem færir leikverkið út
úr gamla Sovétinu og inn í óræðan
samtímann.
Mögnuð sviðsverund
Aron Már Ólafsson stendur á
þröskuldi útskriftar úr Listaháskóla
Íslands og mikið er á herðar hans
lagt í hlutverki leiðtoga nemenda-
hópsins. Kuldi og einbeitni Valda
vekja ótta en orka hans er aldrei
tælandi, frekar neyðir hann fylgi-
nauta sína til samvinnu með því
að setja þeim afarkosti. Valdi er svo
sjálfhverfur og tilfinningasnauður
að hann verður nánast eins og tákn-
mynd frekar en heildræn persóna.
Hinum megin á vogarskálunum
stendur kennarinn Jelena, leikin
af Halldóru Geirharðsdóttur, sem
hefur alla tíð barist fyrir því að inn-
ræta nemendum sínum mannleg
gildi. Halldóra var svolítið höktandi
í byrjun sýningar, enda hefur hún
verið í einhvern tíma frá sviðinu,
en finnur kraftinn í takt við stig-
magnandi reiði og örvæntingu
Jelenu. Hún leysir einnig ágætlega
úr löngum þögnum kennarans og
á eftir að blómstra með f leiri sýn-
ingum.
Sigurður Þór Óskarsson sýnir hér
og sannar hversu magnaða sviðs-
verund hann hefur að geyma, hér
skína allir hans hæfileikar. Í hans
höndum er hinn aulalegi Viktor
ekki bara leiksoppur Valda heldur
mannlegur karakter sem vekur
samúð og hlátur þrátt fyrir allar
sínar gjörðir og galla. Parið Pétur og
Lilja, leikin af Þuríði Blævi Jóhanns-
dóttur og Haraldi Ara Stefánssyni,
fylla upp þennan kaótíska kvintett.
Haraldur Ari vinnur gott verk og
finnur tilfinningasveiflum Péturs,
peðinu sem þykist vera Proust,
fínan farveg. Þuríður Blær hefur
ekki úr eins safaríkum karakter
að spila en geymir sprengikraftinn
þangað til hún þarf á honum að
halda, klók ákvörðun.
Kraftur Kæru Jelenu
Sviðshönnun Filippíu I. Elísdóttur
er áhugaverð, hérna blandast
tískustraumar nútímans við for-
tíðina en tíska tíunda áratugarins
er víst komin aftur, sagan endur-
tekur sig stöðugt. Þessi forvitnilega
blanda virkar furðulega vel bæði
hvað varðar leikmuni og búninga
fyrir utan búninginn hennar Þur-
íðar Blævar sem er algjörlega á
skjön við fagurfræði sýningarinn-
ar. Lýsing Björns Bergsteins Guð-
mundssonar endurspeglar ferða-
lagið frá ljósi til myrkurs lipurlega
en impressjóníska myndmálið
hans gerir mikið til að lyfta sen-
unum sem gerast á ytri mörkum
sviðsins á hærra plan. Tónlist
Valgeirs Sigurðssonar er fremur
skringilegur samtíningur en hittir
þráðbeint í mark með „When The
Party Is Over“, sungnu af ungu
söngkonunni Billie Ellish.
Leikhópurinn á eftir að slípa
organískar hreyfingar á sviðinu
og f læði í samtölum betur saman,
en lítill vafi er á að kraftur Kæru
Jelenu á einungis eftir að magnast
með fleiri sýningum. Ungu leikar-
arnir gefa Halldóru lítið eftir, þá
sérstaklega Sigurður Þór í frammi-
stöðu sem kitlar hláturtaugarnar
og nístir hjartað. Kæra Jelena
krefur áhorfendur um að taka
afstöðu um stað sinn í samfélaginu
og fórnirnar sem þeir eru tilbúnir
til að færa.
Sigríður Jónsdóttir
NIÐURSTAÐA: Kraftmikil endur-
vakning á leikriti um kynslóðabilið
og samfélag á krossgötum.
Kynslóðir kljást
Áhorfendur eru hreinlega krafðir um athygli og afstöðu, segir gagnrýnandi. MYND/GRÍMUR BJARNASON
fallegu
bangsarnir frá
fást í
Appið er á
Job.is
Job.isGLÆNÝ OG FERSK STÖRF
Í HVERRI VIKU
Þú finnur draumastarfið á
Þú finnur draumastarfið á
Heilbrigðisþjónusta
Þú fin ur draumastarfið á
Iðnaðarmenn
2 0 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
2
0
-0
4
-2
0
1
9
0
7
:0
6
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
0
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
D
7
-2
A
2
4
2
2
D
7
-2
8
E
8
2
2
D
7
-2
7
A
C
2
2
D
7
-2
6
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
8
0
s
_
1
9
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K